Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 385. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 907  —  385. mál.
Viðbót.
Breytingartillögurvið frv. til l. um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

Frá samgöngunefnd.     1.      Við 3. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „skrásett sem fiskiskip“ í 5. tölul. og orðinu „gæsluskip“ í 23. tölul. komi: samkvæmt lögum um skráningu skipa.
                  b.      Orðin „að skuli vera fullnægt“ í 15. og 27. tölul. falli brott.
                  c.      30. tölul. orðist svo: Önnur skip eru hver þau skip sem ekki teljast vera farþegaskip eða flutningaskip samkvæmt lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa og teljast ekki vera fiskiskip, skemmtibátar eða varðskip samkvæmt lögum þessum.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „áskilnaði“ í 1. mgr. komi: skilyrðum.
                  b.      Á eftir orðinu „Siglingastofnunar“ í 3. mgr. komi: Íslands.
                  c.      Síðari málsliður 3. mgr. orðist svo: Til staðfestingar siglingatíma á skipum þar sem ekki er krafist lögskráningar má leggja fram vottorð tveggja trúverðugra manna.
     3.      6. gr. orðist svo:

Vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum.


                      Sá einn sem er lögmætur handhafi vélstjórnarskírteinis skv. 8. gr. og hefur fullnægt skilyrðum reglugerðar sem samgönguráðherra setur hefur rétt til starfa við vélstjórn um borð í fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. Lágmarksaldur til að fá útgefið vélstjórnarskírteini er 18 ár.
                      Siglingatíma skal sanna með sjóferðabók innlendri eða erlendri, vottorði frá lögskráningarstjóra eða á annan fullnægjandi hátt að mati Siglingastofnunar Íslands. Til staðfestingar siglingatíma á skipum þar sem ekki er krafist lögskráningar má leggja fram vottorð tveggja trúverðugra manna.
                      Samgönguráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um vélgæslu- og vélstjórnarmenntun til grundvallar réttindum, m.a. að teknu tilliti til stærðar skips, vélarafls og farsviðs þess, auk aldurs, starfsreynslu og siglingatíma vélgæslu- og vélstjórnarmanns.
     4.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðsins „verða“ í 2. mgr. komi: eru.
                  b.      Á eftir orðinu „notaðir“ í 4. mgr. komi: eru.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      4. mgr. orðist svo:
                      Skírteini skv. 1.–3. mgr. skal veita umsækjanda sem:
                      a.      Fullnægir skilyrðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, m.a. um menntun, þjálfun og aldur. Skal hann m.a. hafa sótt þau námskeið sem krafist er til endurnýjunar atvinnuréttinda.
                      b.      Er svo heill heilsu að hann geti rækt störf sín af öryggi. Skal hann leggja fram vottorð læknis til staðfestingar á hæfni til vaktstöðu og því að hann uppfylli skilyrði um sjón, heyrn og aðrar heilbrigðiskröfur.
                      c.      Hefur að baki fullnægjandi siglingatíma, sbr. 5.–6. gr. og reglugerð þar um. Hann skal færa sönnur á siglingatíma sem hann telur sig hafa að baki. Staðfesting lögskráningarstjóra eða rétt útfyllt og árituð sjóferðabók telst fullnægjandi sönnun á siglingatíma. Umsækjandi skírteinis sem kveðst hafa að baki siglingatíma á skipi sem ekki er skráð á Íslandi skal færa sönnur á þann siglingatíma á fullnægjandi hátt að mati Siglingastofnunar Íslands.
                      d.      Auk þess að uppfylla skilyrði a–c-liðar skal sá sem gegnir stöðu skipstjóra á íslensku skipi og hefur íslensku ekki að móðurmáli hafa staðist sérstakt próf um kunnáttu og færni í íslensku og þekkingu á íslenskum lögum og reglum er varða þau störf sem þeir fá réttindi til að gegna. Samgönguráðherra setur reglur um framkvæmd prófa samkvæmt ákvæði þessu.
                  b.      Orðin „ef og“ í 5. mgr. falli brott.
     6.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „a.m.k. í“ í b-lið 3. mgr. komi: í a.m.k.
                  b.      Í stað orðanna „samkvæmt því“ í 2. tölul. c-liðar 3. mgr. komi: eftir því.
     7.      Við 10. gr. Í stað orðanna „á tilteknu skipi“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: á ákveðnu skipi.
     8.      Við 11. gr.
                  a.      Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Siglingastofnun Íslands er heimilt að afturkalla skírteini ef lögmætur handhafi þess fullnægir ekki lengur skilyrðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim til að vera skírteinishafi.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við afturköllun skírteinis skal fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga.
                  c.      Á eftir orðinu „Siglingastofnun“ í 2. mgr. komi: Íslands.
                  d.      Í stað orðsins „reglum“ í 4. mgr. komi: lögum.
     9.      Við 12. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Á skipi sem er styttra en 12 metrar að skráningarlengd má skipstjóri vera hinn sami og vélavörður sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn, enda taki vinnu- og hvíldartími mið af 64. gr. sjómannalaga.
                  b.      4. málsl. a-liðar 1. mgr. orðist svo: Séu reglur um skilyrtan útivistartíma brotnar skal mönnunarnefnd afturkalla heimildina.
                  c.      1. tölul. a-liðar 3. mgr. orðist svo: Vélavörður, sé skipið styttra en 12 metrar að skráningarlengd. Vélavörður má vera hinn sami og skipstjóri sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn, enda taki vinnu- og hvíldartími mið af 64. gr. sjómannalaga.
                  d.      Í stað orðanna „mestu lengd“ í 2. og 3. tölul. a-liðar 3. mgr. komi: skráningarlengd.
                  e.      Á eftir orðinu „Siglingastofnun“ í 3. tölul. a-liðar 3. mgr. komi: Íslands.
                  f.      4. málsl. 3. tölul. a-liðar 3. mgr. orðist svo: Séu reglur um skilyrtan útivistartíma brotnar skal mönnunarnefnd afturkalla heimildina.
                  g.      Í stað orðanna „12 metrum og styttri“ í 4. mgr. komi: sem er 12 metrar eða styttra að skráningarlengd.
     10.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðanna „viðkomandi hæfan“ í 2. mgr. komi: að viðkomandi sé hæfur.
                  b.      Í stað orðanna „næstu stöðu fyrir neðan“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: næstu lægri stöðu.
     11.      Á eftir orðinu „skal“ í 18. gr. komi: gjald.
     12.      Á eftir orðinu „ákvæðum“ í síðari málslið 20. gr. komi: III. kafla.
     13.      1. mgr. 21. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.
     14.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Á eftir orðunum „12 metrum“ í 4. mgr. komi: eða minna.
                  b.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þeir sem þegar hafa öðlast 30 brúttórúmlesta atvinnuréttindi halda þeim.
     15.      Á eftir málsliðnum „ Skipstjóri/stýrimaður á skipi 30 rúmlestir eða minna í innanlandssiglingum“ í viðauka komi nýr málsliður, svohljóðandi: Þeir sem þegar hafa öðlast 30 brúttórúmlesta atvinnuréttindi halda þeim.