Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 79. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 950  —  79. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um sameignarfélög.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr. 2. tölul. 1. mgr. orðist svo: óskráð sameignarfélög þar sem meiri hluti félagsmanna (félagsaðila) býr hér á landi, enda sé meginhluti starfsemi félagsins ekki rekinn í öðru landi.
     2.      Við 6. gr. Orðin ,,þar á meðal íslenska ríkið og stofnanir þess“ falli brott.
     3.      Við 7. gr. Við 5. tölul. 2. mgr. bætist: í samræmi við ákvæði laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.
     4.      Við 22. gr. 1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Fái félagsmaður ekki greitt frá félaginu getur hann krafist greiðslu þess hluta félagsskuldarinnar af öðrum félagsmönnum sem þeim ber að greiða samkvæmt félagssamningi.
     5.      Við 30. gr.
              a.      Í stað orðsins „framsalshafi“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: framseljandi.
              b.      1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Framseljandi og framsalshafi eignarhlutar í sameignarfélagi bera óskipta ábyrgð á skuldbindingum sem stofnast höfðu á hendur félaginu fyrir eigendaskiptin, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr., nema kveðið sé á um annað í félagssamningi skráðs sameignarfélags, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 8. gr.
     6.      Við 32. gr. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Réttaráhrif úrsagnar skv. 2. mgr. verða þegar krafa um úrsögn hefur borist félagsmönnum.
     7.      Við 39. gr.
              a.      Í stað orðsins „héraðsdómur“ í 1. málsl. og orðsins „héraðsdóm“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: firmaskrá.
              b.      3. málsl. 2. mgr. verði 3. mgr.
     8.      Við 40. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Skilanefndarmenn ábyrgjast einn fyrir alla og allir fyrir einn gagnvart félagsmönnum og lánardrottnum félagsins allt tjón er þeir kunna að baka þeim með störfum sínum af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
     9.      Við 45. gr.
              a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynningu til firmaskrár skulu fylgja tilskilin fylgiskjöl ásamt skráningar- og birtingargjöldum.
              b.      Í stað orðanna „Krefjast má skráningar sameignarfélags í firmaskrá“ í 5. mgr. komi: Krefjast má fyrir hönd félagsins skráningar sameignarfélags í firmaskrá.
              c.      Í stað orðsins „tölvutæku“ í 7. mgr. komi: rafrænu.
          10.      Við 51. gr. Síðari málsliður orðist svo: Einnig má gera sameignarfélagi sekt skv. II. kafla A í almennum hegningarlögum vegna vanrækslu forsvarsmanna á tilkynningum.
          11.      Við 53. gr. 1. tölul. orðist svo: Í stað orðanna „rekur verslun, handiðnað eða verksmiðjuiðnað“ í 8. gr. laganna kemur: stundar atvinnurekstur.