Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 558. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 963  —  558. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
                                  

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Völu Rebekku Þorsteinsdóttur frá fjármálaráðuneyti og Sigurjón Högnason frá embætti ríkisskattstjóra.
    Með frumvarpinu eru lagðar til tvenns konar breytingar. Er annars vegar um að ræða tvær tæknilegar breytingar sem nauðsynlegt er að gera á lögum um virðisaukaskatt. Ástæða þessa eru þær breytingar sem urðu á lögum um virðisaukaskatt með lögum nr. 175/2006, þar sem lægra skattþrep virðisaukaskatts var fært úr 14% í 7%. Hins vegar er lagt til að heimild til að nota skemmra uppgjörstímabil en einn mánuð verði afnumin. Þessi heimild var upphaflega sett til að draga úr áhrifum fjárbindinga við yfirfærsluna á söluskattskerfi í virðisaukaskattskerfi en þjónar nú einungis örfáum gjaldendum og veldur flækjum við almenna framkvæmd og við þróun rafrænnar þjónustu.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Ögmundur Jónasson ritar undir álit þetta með fyrirvara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 20. febr. 2007.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ólafur Níels Eiríksson.


Birgir Ármannsson.



Ásta Möller.


Sæunn Stefánsdóttir.


Ögmundur Jónasson.


með fyrirvara.