Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 436. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1040  —  436. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um fjarskipti, nr. 81/2003.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Fyrri málsliður b-liðar 8. gr. orðist svo: Þeir sem nota almenna tal- og farsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skulu virða merkingu í símaskrá sem gefur til kynna að viðkomandi áskrifandi vilji ekki slíkar símhringingar í símanúmer sitt.
     2.      Í stað 3. mgr. b-liðar 9. gr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
             Óheimil er hlustun, upptaka, geymsla eða hlerun fjarskipta með öðrum hætti nema hún fari fram með samþykki notanda eða samkvæmt heimild í lögum.
             Notkun njósnahugbúnaðar, vefhlerunarbúnaðar eða annars slíks búnaðar sem komið er fyrir í endabúnaði notanda til þess að fá aðgang að upplýsingum, safna földum upplýsingum eða fylgjast með athöfnum hans er einungis heimil í lögmætum tilgangi og með vitund hlutaðeigandi notanda. Notanda er rétt að hafna notkun slíks búnaðar.