Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 559. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1045  —  559. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Vilborgu Hauksdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Ragnheiði Snorradóttur og Jón Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að þeir sem hafa fjármagnstekjur greiði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra en skv. 10. gr. gildandi laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, eru þessir aðilar undanþegnir gjaldinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Valdimar L. Friðriksson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 7. mars 2007.Guðjón Ólafur Jónsson,


form., frsm.


Ásta Möller.


Ásta R. Jóhannesdóttir.Ellert B. Schram.


Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.


Kristján L. Möller.Ingvi Hrafn Óskarsson.


Sæunn Stefánsdóttir.


Þuríður Backman.