Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 653. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1051  —  653. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um lögmenn, nr. 77/1998, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hjalta Zophoníasson frá dómsmálaráðuneyti. Einnig bárust nefndinni gögn frá dómsmálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að heimild lögmanns á Evrópska efnahagssvæðinu til að fara með mál fyrir dómstólum hér á landi verði ekki lengur bundin við að hann þurfi að starfa með hérlendum lögmanni í þinghöldum. Frumvarpið er til komið vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA við að tvær tilskipanir Evrópusambandsins er varða þjónustu evrópskra lögmanna hér á landi séu ekki réttilega innleiddar í íslenskan rétt.
    Nefndin kynnti sér afstöðu Lögmannafélags Íslands til málsins, en félagið gerir ekki athugasemdir við sjónarmið Eftirlitsstofnunar EFTA. Þá bendir nefndin á að með breytingunni er að sjálfsögðu ekki haggað við þeirri meginreglu réttarfarslaga að íslenska sé þingmálið.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 6. mars 2007.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Guðjón Ólafur Jónsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.



Björgvin G. Sigurðsson.


Birgir Ármannsson.


Ellert B. Schram.



Kjartan Ólafsson.


Sigurður Kári Kristjánsson.


Sigurjón Þórðarson.