Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 277. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 1054  —  277. mál.
Viðbót.




Breytingartillögur



við frv. til l. um opinber innkaup.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr.
                  a.      9. tölul. orðist svo: Lokað útboð: Innkaupaferli þar sem aðeins þau fyrirtæki sem valin hafa verið af kaupanda geta lagt fram tilboð en hvaða fyrirtæki sem er getur sótt um að taka þátt í.
                  b.      16. tölul. orðist svo: Rammasamningur: Samningur sem einn eða fleiri kaupendur skuldbinda sig til að gera við eitt eða fleiri fyrirtæki í þeim tilgangi að slá föstum skilmálum einstakra samninga sem gerðir verða á tilteknu tímabili, einkum að því er varðar verð og fyrirhugað magn, ef við á.
     2.      Við 7. gr. Í stað orðanna „þeirrar tilskipunar“ í 1. mgr. komi: sömu tilskipunar.
     3.      Við 8. gr. Í stað orðanna „sjá almenningi fyrir einni eða fleiri fjarskiptaþjónustu“ komi: bjóða almenningi eina eða fleiri tegundir fjarskiptaþjónustu.
     4.      Við 18. gr. Í stað orðanna „framkvæmd samningsins“ í 1. mgr. komi: framkvæmd hans.
     5.      Við 19. gr.
                  a.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þessum aðilum er þrátt fyrir þetta ávallt heimilt að beita reglum þessa þáttar í heild eða að hluta við innkaup sín. Sveitarfélög skulu setja sér reglur um innkaup sín, enda hafi þau ekki ákveðið að kaupa inn samkvæmt reglum þessa þáttar í heild.
                  b.      2.–4. málsl. verði 3. mgr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     6.      Við 21. gr. Í stað orðanna „I. viðauka B“ í 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. komi: II. viðauka B.
     7.      Við 22. gr. Í stað orðanna „með rafrænum hætti“ í 2. málsl. komi: með rafrænni aðferð.
     8.      Við 31. gr. Í stað orðanna „fjölda þeirra lausna“ í 1. málsl. 5. mgr. komi: þeim lausnum.
     9.      Við 37. gr.
                  a.      Í stað orðanna „a-lið 2. mgr. 33. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: 3. mgr. 33. gr.
                  b.      Í stað orðanna „3. mgr.“ í 2. málsl. 8. mgr. komi: 4. mgr.
     10.      Við 40. gr. Orðin „eða útboðsauglýsingu“ í fyrri málslið 1. mgr. falli brott.
     11.      Við 57. gr. Í stað orðsins „Tilboðstími“ komi: Frestur til að skila tilboðum.
     12.      Við 72. gr. Orðið „fjárhagslega“ í fyrri málslið 1. mgr. falli brott.
     13.      Við 75. gr. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar val tilboðs hefur grundvallast á öðrum forsendum en verði eingöngu skal í tilkynningu koma fram nafn þess bjóðanda sem var valinn og upplýsingar um eiginleika og kosti þess tilboðs sem kaupandi valdi með hliðsjón af valforsendum útboðsgagna.
     14.      Við 81. gr. Í stað orðanna „sem varðar verðgildi“ komi: vegna verðgildis.
     15.      Við 90. gr. Lokamálsliður ákvæðisins falli brott.
     16.      Við 107. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi.
              Ákvæði 2. og 3. málsl. 2. mgr. 19. gr. skulu öðlast gildi 1. janúar 2008.
     17.      Við fylgiskjal:
                  a.      Við heiti XI. og XII. viðauka í efnisyfirliti bætist: [Sleppt.]
                  b.      10. gr. orðist svo:
                      Tilskipun þessi gildir um opinbera samninga sem samningsyfirvöld gera á sviði varnarmála, sbr. þó [123. gr. EES-samningsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2006].
                  c.      Í stað III. viðauka komi:

[Í stað III. viðauka kemur hluti I í 1. viðbæti í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2006, sbr. 7. gr. ákvörðunar nefndarinnar.]
SKRÁ YFIR STOFNANIR OG FLOKKA STOFNANA SEM HEYRA UNDIR OPINBERAN RÉTT EINS OG UM GETUR Í ANNARRI UNDIRGREIN 9. MGR. 1. GR.

                  I. Á ÍSLANDI
                  Ríkisreknar innkaupastofnanir sem eru ekki á sviði iðnaðar eða viðskipta og heyra undir lög um skipan opinberra framkvæmda [nr. 84/2001, lög um opinber innkaup, nr. 94/2001, og reglugerð nr. 655/2003, með síðari breytingum.] 1
                  Stofnanir
                  — Ríkiskaup
                  — Framkvæmdasýslan
                  — Vegagerð ríkisins
                  — Siglingastofnun
                  Flokkar
                  — Sveitarfélög
                 

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


1 Leiðréttar laga- og reglugerðartilvísanir frá hluta I í 1. viðbæti í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2006.
                  d.      Í stað IV. viðauka komi:

[Í stað IV. viðauka kemur 2. viðbætir í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2006.]
YFIRVÖLD Á VEGUM RÍKISINS (1)

                  ÍSLAND
                  Ríkisreknar innkaupastofnanir eða fyrirtæki sem eru ekki á sviði iðnaðar eða viðskipta og heyra undir lög um opinber innkaup, nr. 94/2001, með síðari breytingum.
                  Ríkiskaup
                  Framkvæmdasýslan
                  Vegagerð ríkisins
                 

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


1 Í þessari tilskipun merkir „yfirvöld á vegum ríkisins“ yfirvöld sem eru tilgreind í þessum viðauka til leiðbeiningar og, hafi leiðréttingar eða breytingar verið gerðar í viðkomandi landi, einingar sem koma í stað þeirra.
                  e.      V. viðauki orðist svo:

SKRÁ YFIR VÖRUR SEM UM GETUR Í 7. GR., MEÐ TILLITI TIL SAMNINGA SEM SAMNINGSYFIRVÖLD GERA Á SVIÐI VARNARMÁLA
[V. viðauka er sleppt þar sem um engar vörur er að ræða sem falla undir viðaukann hvað Ísland varðar, sbr. 3. viðbæti í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2006.]