Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 688. máls.

Þskj. 1086  —  688. mál.



Frumvarp til laga

um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.

(Lagt fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006–2007.)



1. gr.

    Með lögum þessum staðfestist samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. (sem hefur yfirtekið réttindi og skyldur Alusuisse-Lonza Holding Ltd. að lögum), dags. 5. mars 2007, um viðauka við aðalsamning milli sömu aðila, dags. 28. mars 1966 (áður breyttan með viðaukum dags. 28. október 1969, 10. desember 1975, 5. nóvember 1984, 11. nóvember 1985 og 16. nóvember 1995), um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvík, í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum, á íslensku og ensku.

2. gr.

    Ákvæði viðaukasamnings þess sem um ræðir í 1. gr. skulu hafa lagagildi hér á landi.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.


Fylgiskjal.


SJÖTTI VIÐAUKI VIÐ

Aðalsamning
milli
Ríkisstjórnar Íslands
og
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD.

dags. 28. mars 1966

ásamt
fimm viðaukasamningum


dags. 28. okt. 1969, 10. des. 1975, 5. nóv. 1984, 11. nóv. 1985 og 16. nóv. 1995,

ásamt fylgiskjölum tilgreindum í aðalsamningi og viðaukasamningum.





SAMNINGUR GERÐUR
HINN 5. DAG MARSMÁNAÐAR 2007.


             RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS (hér eftir einnig nefnd „ ríkisstjórnin“), sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Arnarhváli, 150 Reykjavík, kemur fram fyrir, í fyrsta lagi,

og

             ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD. (hér eftir einnig nefnt „ Alcan“), sem er fyrirtæki stofnað og starfrækt samkvæmt lögum Sviss, og hefur höfuðstöðvar sínar að Max Högger-Strasse 6, P.O Box, CH-8048, Zurich, Sviss, í öðru lagi,

(en hér eftir eru framangreindir tveir aðilar sameiginlega nefndir „ aðilar“),

hafa hinn 5. dag marsmánaðar 2007 gert með sér þennan


SJÖTTA VIÐAUKASAMNING VIÐ AÐALSAMNINGINN
FRÁ 22. MARS 1966 MEÐ FIMM SÍÐARI BREYTINGUM



MEР   ÞVÍ AÐ ríkisstjórn Íslands og Swiss Aluminium Ltd. gerðu með sér samning um byggingu og rekstur álbræðslu og annarra mannvirkja í Straumsvík, dags. 28. mars 1966, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 76, 13. maí 1966 og tók gildi 20. september 1966, með áorðnum breytingum samkvæmt (i) fyrsta viðauka, dags. 28. október 1969, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 19, 6. apríl 1970 og tók gildi 16. apríl 1970, (ii) öðrum viðauka, dags. 10. desember 1975, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 42, 25. maí 1976 og tók gildi 12. júní 1976, (iii) þriðja viðauka, dags. 5. nóvember 1984, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 104, 30. nóvember 1984 og tók gildi 30. nóvember 1984, (iv) fjórða viðauka, dags. 11. nóvember 1985, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 111, 31. desember 1985 og tók gildi 31. desember 1985, og (v) fimmta viðauka, dags. 16. nóvember 1995, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 155/1995 og tók gildi þann 29. desember 1995, ásamt fylgiskjölum og viðaukasamningum (hér eftir nefndur „aðalsamningurinn“);

MEР   ÞVÍ AÐ nafni Swiss Aluminium Ltd. var breytt í Aluzuisse-Lonza Holdings Ltd. þann 2. janúar 1990 og í Alcan Holdings Switzerland Ltd. þann 20. júlí 2001 og þar sem Alcan Holdings Switzerland Ltd. hefur gengið inn í öll réttindi og skyldur Swiss Aluminium Ltd. samkvæmt aðalsamingnum;

             MEÐ ÞVÍ AÐ í ákvæði 33.03 í aðalsamningnum er ISAL veitt heimild á gildistíma samningsins að velja þann kost að lúta almennum, íslenskum skattalögum sem í gildi eru hverju sinni;

             MEÐ ÞVÍ AÐ samkvæmt nefndu ákvæði 33.03 í aðalsamningnum skulu aðilar samningsins þegar ganga til samninga um yfirfærslu ISAL í almenna, íslenska skattkerfið, berist tilkynning þar að lútandi frá ISAL;

             MEÐ ÞVÍ AÐ Alcan og ISAL hafa með bréfi, dags. 28. maí 2003, beint tilkynningu samkvæmt nefndu ákvæði 33.03 í aðalsamningnum til ríkisstjórnarinnar um að ISAL velji þann kost að lúta almennum, íslenskum skattalögum frá og með 1. janúar 2004;

             MEÐ ÞVÍ AÐ það er sameiginlegur skilningur aðila að breyting yfir í hið almenna, íslenska skattkerfi verði ekki gerð nema með því að fella niður allar skatta- og gjaldaundanþágur, sem og sérreglur á því sviði, sem ISAL nýtur samkvæmt aðalsamningnum;

             MEÐ ÞVÍ AÐ ríkisstjórnin og Alcan vilja nú, í kjölfar samningaviðræðna um að ná framangreindum markmiðum, breyta þeim ákvæðum aðalsamningsins sem lúta að skattlegri meðferð og skattgreiðslum þannig að starfsemi ISAL lúti íslenskum skattalögum og reglum frá 1. janúar 2005;

             HAFA ÞVÍ aðilar hér með samþykkt að gera eftirfarandi breytingar á aðalsamningnum í samræmi við 51. gr. aðalsamningsins, dags. 28. mars 1966, ásamt fimm viðaukasamningum, (1) dags. 28. okt. 1969, (2) dags. 10. des. 1975, (3) dags. 5. nóv. 1984, (4) dags. 11. nóv. 1985 og (5) 16. nóv. 1995:

1. gr.
Heiti samnings þessa og orðskýringar við hann.

1.1.        Samningur þessi heitir sjötti viðaukasamningur við aðalsamninginn.
1.2.        Ef samhengi krefst ekki annars skulu hugtök sem notuð eru í samningi þessum hafa sömu merkingu og þeim er gefin í 1. gr. aðalsamningsins.

2. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að ábyrgðum.

2.1.        Grein 3.04 ii) orðast svo: áfallin opinber gjöld með þeim álögum, þ.m.t. dráttarvöxtum, sem gilda samkvæmt almennum íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.

3. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að gjaldi fyrir höfn og hafnarmannvirki.

3.1.        Í síðari málslið greinar 8.03 skulu í stað orðsins „fastagjald“ koma orðin „gjöld samkvæmt almennum íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma“.

4. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að aðflutnings- og útflutningsgjöldum.

4.1.        14. gr. sem fjallar um aðflutnings- og útflutningsgjöld fellur brott.

5. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að leyfum fyrir byggingu
og rekstur bræðslunnar.

5.1.        Í stað orðanna „vera þau, er greinir í málsgrein 31.01 í samningi þessum.“ í lok 15. gr., kemur „fara eftir almennum, íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma“.

6. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að gjaldeyri og gjaldeyrisreikningum.

6.1.        16. gr. sem fjallar um gjaldeyri og gjaldeyrisreikninga fellur brott.

7. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að aðgerðum til að koma í veg fyrir tvísköttun vegna tekna starfsmanna sem hafa búsetu annars staðar en á Íslandi.

7.1.        Síðari málsliður greinar 17.04 verður svohljóðandi:
            „Að öðru leyti gilda um álagningu skatta á tekjur og eignir erlendra ríkisborgara, sem heimilisfesti hafa í öðru ríki en Íslandi en dvelja hér á landi hluta úr ári, almenn íslensk lög og reglur,svo og alþjóðasamningar og samningar sem íslenska ríkið hefur gert við erlend ríki til að koma í veg fyrir tvísköttun.“


8. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að fyrirvara um takmarkanir
af hálfu ríkisstjórnarinnar.

8.1.         Á eftir orðinu „fyrirmæli“ í 1. málslið greinar 18.03 bætist „önnur en leiða af almennum, íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma“.

8.2.        Orðin „ ,eins og þetta er tilgreint í staflið d) í málsgr. 14.01 í samningi þessum“. falla brott.

9. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að framleiðslugjaldi.

9.1.    Í     stað orðsins „Framleiðslugjald“ í fyrirsögn VI. kafla og sem undirheiti 25. gr. kemur „Skattlagning“.
9.2.        Núgildandi greinar 25 til 33 falla brott í heild sinni og ákvæði 25. gr. orðast svo:
            Að því leyti sem ISAL, hluthafar þess, dóttur- og móðurfélög, starfsmenn og aðrir sem tengjast félaginu eru skattskyldir hér á landi, skal sú skattlagning lúta almennum íslenskum skattalögum. Ákvæðið tekur m.a. til framtals og skila, álagningar, greiðslu, innheimtu og upplýsingagjafar vegna allra skatta og opinberra gjalda sem lögð eru á sambærileg fyrirtæki, nú eða síðar, eftir almennum íslenskum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. ISAL nýtur engra undanþága, sérkjara eða sérreglna varðandi skatta og opinber gjöld utan þess sem leiðir af almennum lögum, að teknu tilliti til alþjóðasamninga og samninga sem íslenska ríkið hefur gert við erlend ríki til að koma í veg fyrir tvísköttun.

10. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að ákvæði um meðferð fjárfestinga.

10.1.     Við grein 35.02 bætist eftirfarandi setning:
            „Ákvæði þetta tekur ekki til breytinga sem kunna að verða á fjárfestingum í kjölfar yfirfærslu ISAL yfir í hið almenna skattkerfi samkvæmt 6. viðaukasamningi við aðalsamninginn.“
    

11. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að deilum.

11.1.    Við 46. grein bætist ný málsgrein sem verður svohljóðandi:
            „Varði deila skyldu ISAL til greiðslu hvers konar opinberra skatta eða gjalda, skal leyst úr henni fyrir íslenskum yfirvöldum og dómstólum, eftir þeim reglum sem um slíka deilu gilda eftir almennum, íslenskum lögum, en ekki fyrir gerðardómi.“

12. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að réttindum og skyldum að loknum samningstíma eða við riftun.

12.1.    Grein 50.01 verður svohljóðandi:
            „Þegar samningur þessi og fylgisamningarnir renna út eða þeim er rift, skulu allar fjárfestingar Alusuisse og sérhvers samþykkts hluthafa vera áfram á þeirra nafni. Alusuisse skal eiga rétt á, ef það óskar þess, að slíta ISAL og leysa það upp. Fari svo, skal farið með slit félagsins, þ.m.t. eignir þess, skuldir og réttindi hluthafa, eftir almennum, íslenskum lögum um slit og uppgjör félaga sbr. og grein 20.01.“

13. gr.
Breytingar á tilkynningum.

13.1.    Í stað orðanna „Alusuisse“ og „Alusuisse-Lonza Holdings Ltd.“ í 53. gr. koma „Alcan og Alusuise“ og „Alcan Holdings Switzerland Ltd.“ nú skráð að Max Högger-Strasse 6, PO Box 1954, CH-8048 Zurich, Switzerland.

14. gr.
Gildi og staða samnings þessa.

14.1        Við undirritun samnings þessa af hálfu aðila hans og við lokagerð hans tekur hann gildi, sbr, gr. 14.3. Samkomulag er þó með aðilum um að þau ákvæði samnings þessa sem breyta ákvæðum aðalsamningsins varðandi skatta og gjaldskyldu skuli eigi að síður taka gildi frá og með 1. janúar 2005. Í því felst að ISAL skal standa skattstjóra Reykjanesumdæmis skil á skattframtölum fyrir liðin gjaldár innan 6 mánaða frá lögfestingu viðauka þessa. Framtölum skal að öllu leyti haga í samræmi við íslenskar reglur skattaréttar á hverju gjaldáranna. Skattstjóri skal innan tveggja mánaða frá lokum framtalsfrests leggja á ISAL opinber gjöld í samræmi við ákvæði 95. og 96. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Álagninguna skal skattstjóri tilkynna ISAL skriflega og markar póstlagning þeirrar tilkynningar upphaf 30 daga kærufrests til skattstjóra, sbr. 99. gr. laga nr. 90/2003. Gjalddagi álagðra gjalda sbr. framangreint er 1. dagur næsta mánaðar eftir að álagning er tilkynnt og eindagi 30 dögum síðar. Í því felst einnig að tollstjórinn í Reykjavík skal innan 6 mánaða frá lögfestingu viðauka þessa ákvarða ISAL aðflutningsgjöld vegna sendinga sem ISAL hefur fengið tollafgreiddar frá 1. janúar 2005 til lögfestingardags viðaukans með vísan til almennra ákvæða laga um álagningu aðflutningsgjalda og stjórnvaldsfyrirmæla settum samkvæmt þeim.
            Þau gjöld sem lögð verða á í stað framleiðslugjalds gjaldfalla við álagningu. Greitt framleiðslugjald skoðast sem innborgun upp í þá álagninu sem ekki skal vaxtareikna.
14.2.    Samningur þessi er gerður sem viðbótarsamningur við aðalsamninginn samkvæmt ákvæðum 51. gr. hans og skal talinn óaðskiljanlegur hluti af aðalsamningnum (með áorðnum breytingum) svo sem hann væri felldur inn í meginmál hans. Ákvæði aðalsamningsins, með öllum réttindum hans og skyldum, taka ekki öðrum breytingum en þeim sem gerðar eru í samningi þessum og halda að öðru leyti fullu gildi. Allar tilvísanir til aðalsamningsins, sem gerðar eru í fylgiskjölum eða fylgisamningunum, eða hvers þeirra sem er, eða verða gerðar síðar, skulu taldar vera gerðar til aðalsamningsins eins og honum hefur áður verið breytt og eins og honum hefur verið breytt með samningi þessum, nema samhengi krefjist annars.
14.3        Þegar samningur þessi hefur verið undirritaður af aðilum og tilkynning verið gefin út svo sem mælt er um í 51. gr. aðalsamningsins, skal samningur þessi, ásamt lagafrumvarpi þar að lútandi, lagður fyrir Alþingi til staðfestingar og samþykktar. Við staðfestingu og að fullnægðum öðrum löggjafar- og tilkynningaratriðum skal samningur þessi öðlast gildi („gildistökudagur“) og hafa lagagildi á Íslandi svo sem kveðið verður á um í staðfestingarlögunum, sbr. þó grein 14.1.

15. gr.
Bráðabirgðaákvæði.

15.1        Fyrningargrunnur varanlegra rekstrarfjármuna þann 1. janúar 2005 skal vera bókfært verð þeirra þann 31. desember 2004 skv. endurskoðaðri fyrningarskýrslu vegna framleiðslugjalds.

16. gr.
Ýmis ákvæði.

16.1.    Breyting þessi á aðalsamningnum skal undirrituð og afhent af aðilum í tveimur eintökum. Hvort eintak telst frumeintak og jafngilt hinu.

             ÞESSU TIL STAÐFESTU hefur sjötti viðaukasamningurinn við aðalsamninginn verið undirritaður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Alcan Holdings Switzerland Ltd. þann dag sem í upphafi greinir, í tveimur eintökum.


Fyrir hönd              Fyrir hönd
RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS:     ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD:


___________________________    _____________________________________



SIXTH AMENDMENT TO

The Master Agreement
between
The Government of Iceland
and
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD.

dated 28 March 1966
together with
five Supplemental Agreements

dated 28 October 1969, 10 December 1975, 5 November 1984, 11 November 1985 and 16 November 1995,

together with the scheduled documents specified in the Master Agreement and Supplemental Agreements


AGREEMENT MADE
ON THE 5TH DAY OF THE MONTH OF MARCH, 2007.


         THE GOVERNMENT OF ICELAND (hereinafter also referred to as the “ Government”), represented by its Minister of Industry and Commerce, of the First Part,

and

         ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD. (hereinafter also referred to as “ Alcan”), a company organized and operated under the laws of Switzerland and having its registered office at Max Högger-Strasse 6, P.O Box, CH-8048, Zurich, Switzerland, of the Second Part,

(with both parties hereinafter referred to jointly as the “ Parties”),

have on this 5 day of the month of March, 2007, entered into the following


SIXTH SUPPLEMENTAL AGREEMENT TO THE MASTER AGREEMENT
OF 22 MARCH 1966, WITH FIVE SUBSEQUENT AMENDMENTS


             WHEREAS the Government and Swiss Aluminium Ltd. entered into an agreement relating to the construction and operation of an aluminium reduction plant and appurtenant facilities at Straumsvík dated March 28, 1966, ratified by Act of the Althing No. 76, May 13, 1966, and effective as of September 20, 1966, amended (i) by a First Amendment dated October 28, 1969, ratified by Act of the Althing No. 19, April 6, 1970, and effective as of April 16, 1970, (ii) by a Second Amendment dated December 10, 1975, ratified by Act of the Althing No. 42, May 25, 1976, and effective as of June 12, 1976, (iii) by a Third Amendment dated November 5, 1984, ratified by Act of the Althing No. 104, November 30, 1984, and effective as of November 30, 1984, (iv) by a Fourth Amendment dated November 11, 1985, ratified by Act of the Althing No. 111, December 31, 1985, and effective as of December 31, 1985, and (v) a Fifth Amendment dated 16 November 1995, ratified by Act of the Althing No. 155/1995 and effective as of 29 December 1995, together with scheduled documents and supplementary agreements (hereinafter as so amended referred to as the “Master Agreement”);

             WHEREAS Swiss Aluminium Ltd. has been renamed to Aluzuisse-Lonza Holdings Ltd. on January 2, 1990 and to Alcan Holdings Switzerland Ltd. on July 20, 2001 and as Alcan Holdings Switzerland Ltd. continues to assume the rights and obligations previously assumed by Swiss Aluminium Ltd. pursuant to the Master Agreement;

             WHEREAS Section 33.03 of the Master Agreement permits ISAL, during the Term of the Agreement, to elect to be subject to the general Icelandic tax laws as existing from time to time;

             WHEREAS according to the said Section 33.03 of the Master Agreement the Parties shall promptly enter into negotiations on the transition of ISAL to the general tax system if such notice is given by ISAL;

             WHEREAS Alcan and ISAL have, by a letter dated 28 May 2003 sent to the Government a notice pursuant to the said Section 33.03 of the Master Agreement to the effect that ISAL elects to submit to the general tax system as of 1 January 2004;

             WHEREAS it is the joint understanding of the Parties that the transition to the General Icelandic tax system cannot be effected except by removing all derogations from taxes and charges, as well as special rules in this respect, enjoyed by ISAL under the Master Agreement;

             WHEREAS the Government and Alcan, following negotiations on achieving the objectives stated above, wish to amend the provisions of the Master Agreement relating to taxation and tax payments so that ISAL's operation will be subject to the Icelandic tax laws and regulations from the 1 st of January 2005;

             NOW THEREFORE the Parties have agreed to make the following amendments to the Master Agreement pursuant to Article 51 of the Agreement dated 28 March 1966, together with five amendments (1) dated 28 October 1969, (2) dated 10 December 1975, (3) dated 5 November 1984, (4) dated 11 November 1985 and (5) dated 16 November 1995.

Article 1
Title of this Agreement and Definitions Used Therein

1.1.        This Agreement shall be known as the Sixth Amendment to the Master Agreement.
1.2.        Unless the context otherwise requires, the terms used in this Agreement shall have the meanings assigned to them in Article 1 of the Master Agreement.

Article 2
Amendments to the Master Agreement relating to Guarantees

2.1.        Subsection 3.04(ii) shall read as follows: accrued taxes together with any levies, including penalty interest, which may be applicable pursuant to Icelandic law and regulations as current at any time.

Article 3
Amendments to the Master Agreement relating to Charges for the Harbour
and Harbour Facilities


3.1.        In the second sentence of Section 8.03 the words “fixed rental” are replaced by the words “charges pursuant to general Icelandic laws and regulations as current at any time”.

Article 4
Amendments to the Master Agreement relating to Import and Export Duties

4.1.         Article 14, which concerns Import and Export Duties, is deleted.

Article 5
Amendments to the Master Agreement relating to Licences for the Construction and Operation of the Smelter

5.1.        The words “those provided for in subsection of Section 31.01 of this Agreement.” at the end of Article 15 shall be replaced by the words “subject to general Icelandic laws and regulations as current at any time.”

Article 6
Amendments to the Master Agreement relating to Foreign Exchange
and Currency Accounts

6.1.        Article 16, which concerns foreign exchange and currency accounts, is deleted.

Article 7
Amendments to the Master Agreement relating to measures to prevent double taxation of the income of employees domiciled outside Iceland

7.1.        The second sentence of Section 17.04 shall read as follows:
            “In other respects the levy of taxes on the income and assets of foreign nationals domiciled outside Iceland, but resident in Iceland for part of the year, shall be governed by Icelandic laws and regulations and international conventions and treaties entered into by the Republic of Iceland with foreign states for the avoidance of double taxation.”

Article 8
Amendments to the Master Agreement relating to provisions concerning
restrictions imposed by the Government

8.1.         Following the word “directions” in the first sentence of Section 18.03 shall be added the words “other than directions resulting from Icelandic laws and regulations in effect at any time”.
8.2.        The words “as specified in subsection (d) of Section 14.01 of this Agreement” are deleted.

Article 9
Amendments to the Master Agreement relating to Consolidated Tax

9.1.        The words “Consolidated Tax” in the heading of Chapter VI and the subheading of Article 25 shall be replaced by the word “Taxation”.
9.2.        The current Sections 25 to 33 are deleted in their entirety, and the provisions of Article 25 shall read as follows:
            To the extent that ISAL, its shareholders, subsidiaries and parent companies, employees and other parties related to the company are taxable entities in Iceland, such taxation shall be subject to general legislation on taxes in Iceland. This provision applies, inter alia, to declarations and returns, levies, payment, collection and reporting as regards all taxes and public levies imposed on comparable undertakings, at present or in future, according to general Icelandic law and administrative actions. ISAL shall enjoy no exemptions, special terms or special rules as regards the levy of taxes and charges, except as provided by general Icelandic law, taking into account international conventions and treaties entered into by Iceland with foreign states for the purpose of avoiding double taxation.

Article 10
Amendments to the Master Agreement relating to provisions on the
Treatment of Investments

10.1.    The following sentence is appended to Section 35.02:
            “This provision does not affect any potential changes in investments resulting from the transition of ISAL to the general Icelandic tax system pursuant to the Sixth Amendment to the Master Agreement.”
    

Article 11
Amendments to the Master Agreement Relating to Disputes

11.1.    A new paragraph is added to Article 46, as follows:
            “In the event that a dispute concerns the obligation of ISAL to pay any public taxes or charges, the dispute shall be resolved before the Icelandic authorities or courts of law pursuant to the rules applicable to such disputes under general Icelandic legislation, and not before an arbitration tribunal.”

Article 12
Amendments to the Master Agreement relating to Rights upon
Expiration or Termination

12.1.    Section 50.01 shall read as follows:
            “Upon expiration or termination of this Agreement and the Scheduled Contracts, all investments of Alusuisse and any Approved Shareholder shall remain in such persons' names. Alusuisse shall have the right, if it chooses, to wind up and dissolve ISAL. In such an event the winding up of the Company, including its assets, liabilities, obligations and shareholders' rights, shall be subject to Icelandic legislation on the winding up and dissolution of companies, cf. also Section 20.01.”

Article 13
Amendments relating to Notices

13.1.    In Article 53, the words “Alusuisse” and “Alusuisse-Lonza Holdings Ltd.” are replaced by the words “Alcan and Alusuisse” respectively “and Alcan Holdings Switzerland Ltd.” at its recently changed address Max Högger-Strasse 6, PO Box 1954, CH-8048 Zurich, Switzerland.

Article 14
Validity and Status of this Agreement

14.1        This Agreement shall take effect on its signature on the part of the Parties and its execution, as provided in Section 14.3. However, the parties have agreed that the provisions of the Agreement amending Articles in the Master Agreement relating to taxes and taxability shall nonetheless take effect as of January 1, 2005. This entails that ISAL shall file tax returns with the Reykjanes Tax Commissioner within 6 months from the ratification of this Amendment. Tax returns shall in all respects comply with the rules of Icelandic tax law as current in any of the tax years. The Tax Commissioner shall, within two months from the deadline for filing tax returns, levy taxes on ISAL in accordance with Articles 95 and 96 of Act No 90/2003 on Income Tax. The Tax Commissioner shall notify ISAL in writing of the levy and the posting of that notification signals the start of the 30 day complaint period to the Tax Commissioner pursuant to Article 99 of Act No 90/2003. The due date of taxes levied pursuant to the above is the first day of the month following the notification of the levy and the final due date is 30 days later This also entails that the Directorate of Customs in Reykjavík shall, within 6 months from the date of ratification of this Amendment, levy import duties on shipments in respect of which ISAL has received custom clearance in the period from January 1 2005 until the date of ratification of the Amendment with reference to general provisions of law concerning import duties and administrative instructions issued under such provisions of law.
            Any taxes levied in lieu of the Consolidated Tax shall be due on the date on their levy. Any Consolidated Tax paid in respect of the same years shall constitute advance payment and interest rates shall not be added to the payment.
14.2.    This Agreement is made as supplemental agreement to the Master Agreement pursuant to the provisions of Article 51 thereof and shall be deemed to be an integral part of the Master Agreement (as previously amended) as fully as if it were incorporated therein. Except as modified hereby, the provisions of the Master Agreement, with all its rights and obligations, shall not be changed or affected and shall remain in full force and effect. Unless the context otherwise requires, any reference to the Master Agreement made in the Scheduled Documents or the Scheduled Contracts, or any of them, or otherwise made hereafter shall be deemed to be a reference to the Master Agreement as previously amended and as amended by this Agreement.
14.3         Upon the signature of this Agreement by the parties hereto, and upon notice being given as provided in Article 51 of the Master Agreement, this Agreement, accompanied by a legislative bill relating thereto, shall be submitted to the Althing for ratification and approval. Upon ratification and the completion of all other legislative and notification requirements, this Agreement shall become effective (“Effective Date”) and have the force of law in Iceland as provided in the Ratifying Act subject to section 14.1.

Article 15
Interim Provisions

15.1         The depreciation base for property, plant and equipment on 1 January 2005 shall be their book value as at 31 December 2004 pursuant to the revised depreciation report relating to the Consolidated Tax.

Article 16
Further provisions

16.1.    This Amendment to the Master Agreement shall be signed and delivered by the Parties in two copies. Each such copy shall constitute an authentic original of equal validity with the other copy.

             IN WITNESS WHEREOF, this Sixth Amendment to the Master Agreement has been signed on behalf of the Government and Alcan Holdings Switzerland Ltd. as of the date first above written, in two copies.


For                              For
THE GOVERNMENT OF ICELAND:     ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD:


___________________________     _____________________________________




Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


1. Inngangur.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að lögfestur verði samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu í Straumsvík. Í samningnum er samið um þá meginbreytingu að Alcan lúti frá og með 1. janúar 2005 íslenskum skattalögum í einu og öllu eins og aðrir lögaðilar er bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi. Eru þessar breytingar settar fram í sjötta viðauka samningsins sem dagsettur er 5. mars 2007 og iðnaðarráðherra hefur undirritað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar með fyrirvara um samþykki Alþingis. Viðauki þessi er lagður fram sem hluti af frumvarpinu bæði á íslensku og ensku.
    Með bréfi dags. 28. maí 2003 tilkynnti Alcan Holdings Switzerland Ltd. ríkisstjórn Íslands að félagið veldi þann kost að lúta alfarið íslenskum lögum og reglum hvað varðar skattlagningu fyrirtækisins frá og með 1. janúar 2004. Byggðist sú tilkynning á heimild í grein 33.03 í aðalsamningnum. Í sama ákvæði segir enn fremur að þegar slík beiðni berist skuli aðilar þegar ganga til samninga um breytinguna yfir í hið almenna skattkerfi. Fljótlega eftir að tilkynning Alcan barst hófust formlegar viðræður milli fulltrúa ríkisins annars vegar og fulltrúar Alcan hins vegar um yfirfærsluna. Þær viðræður hafa hins vegar dregist og ekki náðist endanlegt samkomulag um yfirfærsluna fyrr en í byrjun marsmánaðar 2007.
    Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að í samningum felist að við gildistöku hans muni allar sérreglur og undanþágur um skatta, gjöld og tolla, sem gilda um starfsemi álversins, falla niður. Með samningsviðaukanum eru því felld niður öll ákvæði aðalsamningsins er varða aðflutningsgjöld, skatta og önnur opinber gjöld og frá og með gildistöku breytinganna ber ISAL að greiða tekjuskatt og önnur opinber gjöld sem almennt eru lögð á hér á landi, eftir þeim reglum sem um það munu gilda samkvæmt lögum á hverjum tíma. Samkomulag náðist um það milli aðila að samningurinn gildi frá 1. janúar 2005.
    Aðilar hafa því samþykkt að gera eftirfarandi breytingar á aðalsamningnum í samræmi við 51. gr. aðalsamningsins, dags. 28. mars 1966, ásamt fimm viðaukasamningum, (1) dags. 28. október 1969, (2) dags. 10. desember 1975, (3) dags. 5. nóvember 1984, (4) dags. 11. nóvember 1985 og (5) 16. nóvember 1995.

2. Meginefni sjötta viðauka við aðalsamninginn.
    Með samningsviðaukanum eru allar sérreglur og undanþágur um skatta og opinber gjöld, sem gilda um starfsemi álversins í Straumsvík felldar út úr aðalsamningnum
    Í ákvæði 14. gr. samningsins er kveðið á um tolla, aðflutnings- og útflutningsgjöld. Í samræmi við megintilgang viðaukans, um að öll gjöld sem ríki og aðrir opinberir aðilar leggja á ISAL skuli fara eftir almennum reglum, er þetta ákvæði fellt brott.
    Í 15. gr. aðalsamningsins er mælt fyrir um leyfi, m.a. byggingarleyfi og kveðið á um sérreglu vegna leyfisveitinga. Þessu ákvæði er breytt þannig að framvegis skal um þessa gjaldtöku fara samkvæmt almennum, íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
    Ákvæði 16. gr. aðalsamningsins fjallar um gjaldeyri og gjaldeyrisreikninga. Þar er um að ræða sérreglu sem felld verður úr gildi með þessum viðaukasamningi.
    Síðari málsliður greinar 17.04 er færður til nútímahorfs og kveðið á um að um álagningu skatta vegna tekna og eigna erlendra ríkisborgara, sem heimilisfesti hafa í öðru ríki en Íslandi en dvelja hér á landi hluta úr ári, fari eftir almennum íslenskum lögum og reglum, svo og alþjóðasamningum og samningum sem íslenska ríkið hefur gert við erlend ríki til að koma í veg fyrir tvísköttun.
    Ákvæði VI. kafla aðalsamningsins, þ.e. 25.–33. gr., falla brott. Kaflinn hefur að geyma reglur um framleiðslugjaldið sem ISAL hefur greitt í stað tekjuskatts, eignarskatts, fasteignaskatts og fleiri skatta og gjalda sem nú hafa verið lögð niður, sbr. upptalningu í grein 30.06 aðalsamningsins. Auk þess er í VI. kafla að finna ýmsar sérreglur um skattlagningu, m.a. milliverðlagningu og greiðslu og uppgjörshætti. Loks er í kaflanum ákvæði um heimild ISAL til að ganga inn í almenna skattkerfið. Fyrirsögn VI. kafla mun breytast sem og undirheiti 25. gr. Framvegis mun kaflinn bera heitið „Skattlagning“ í stað „Framleiðslugjald“. Kaflinn mun aðeins hafa að geyma eitt ákvæði þ.e. 25. gr., sem mun orðast svo:
    „Að því leyti sem ISAL, hluthafar þess, dóttur- og móðurfélög, starfsmenn og aðrir sem tengjast félaginu eru skattskyldir hér á landi, skal sú skattlagning lúta almennum íslenskum skattalögum. Ákvæðið tekur m.a. til framtals og skila, álagningar, greiðslu, innheimtu og upplýsingagjafar vegna allra skatta og opinberra gjalda sem lögð eru á sambærileg fyrirtæki, nú eða síðar, eftir almennum íslenskum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. ISAL nýtur engra undanþága, sérkjara eða sérreglna varðandi skatta og opinber gjöld utan þess sem leiðir af almennum lögum, að teknu tilliti til alþjóðasamninga og samninga sem íslenska ríkið hefur gert við erlend ríki til að koma í veg fyrir tvísköttun.“

3. Nánar um einstakar greinar samningsins.

Um 1. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.

Um 2. gr.

    Þar sem öll ákvæði um framleiðslugjald falla brott er nauðsynlegt að breyta ákvæði 3.04 í aðalsamningi sem fjallar um ábyrgðir. Samkvæmt samningsviðaukanum munu álögur þ.m.t. dráttarvextir vegna áfallinna opinberra gjalda fara eftir almennum íslenskum lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma.

Um 3. gr.

    Í þessu ákvæði eru breytingar á aðalsamningi er lúta að gjaldi fyrir höfn og hafnarmannvirki. Orðið „fastagjald“ fellur niður og þess í stað koma orðin „gjöld samkvæmt almennum íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma“.

Um 4. gr.

    Ákvæði 14. gr. aðalsamningsins sem hefur að geyma sérreglur er lúta að aðflutnings- og útflutningsgjöldum eru felld út úr aðalsamningi í heild sinni. Eftir gildistöku samningsins mun ISAL því greiða aðflutnings- og útflutningsgjöld samkvæmt almennum reglum.

Um 5. gr.

    Ákvæði 15. gr. aðalsamningsins fjallar um leyfi til byggingar og reksturs bræðslunnar. Í stað þess að leyfisgjöld séu reiknuð samkvæmt sérákvæði, sem er að finna í grein 31.01 sem felld er brott með þessum samningi, mun tilvísun til þeirrar greinar falla á brott og lok 15. gr. orðast svo: „fara eftir almennum, íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma“.

Um 6. gr.

    Ákvæði 16. gr. aðalsamningsins um gjaldeyri og gjaldeyrisreikninga eru felld út úr aðalsamningi í heild sinni. Þar er m.a. kveðið á um heimildir ISAL til að taka við erlendum gjaldeyri og geyma hann. Einnig er þar fjallað um heimildir starfsfólks til að yfirfæra þann hluta af launum, sem ekki hefur verið eytt á Íslandi, til útlanda. Ákvæðin eru ekki í takt við þær reglur sem nú gilda um heimildir til meðferðar á gjaldeyri og voru aðilar sammála um að þau bæri að fella út úr aðalsamningnum.

Um 7. gr.

    Ákvæði 17. gr. aðalsamningsins fjallar um starfslið og starfsfólk ISAL. Í samningsviðaukanum er orðalag þess ákvæðis 17. gr. sem fjallar um aðferðir til að koma í veg fyrir tvísköttun fært til nútímahorfs. Það mun því eftir breytinguna orðast svo: „Að öðru leyti gilda um álagningu skatta á tekjur og eignir aðila sem heimilsfesti hafa í öðru ríki en Íslandi en dvelja hér á landi hluta úr ári, almenn íslensk lög og reglur, svo og alþjóðasamningar og samningar sem íslenska ríkið hefur gert við erlend ríki til að koma í veg fyrir tvísköttun.“

Um 8. gr.

    8.1     Í ákvæði 18.03 í aðalsamningnum er að finna loforð af hálfu ríkisins um að það muni ekki setja takmarkanir eða fyrirmæli við tilteknar aðstæður. Til að taka af allan vafa um að slíku loforði sé ekki ætlað að ná til atriða er varða skatta og gjöld er eftirfarandi texta bætt við 1. málsl. greinar 18.03: „önnur en leiða af almennum, íslenskum lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma“.
    8.2 Tilvísun í orðin: „eins og þetta er tilgreint í staflið d) í málsgr. 14.01 í samningi þessum“ falla brott enda er 14. gr. í heild sinni felld út úr aðalsamningi með breytingunni.

Um 9. gr.

    9.1. Orðið „Framleiðslugjald“ fellur brott, bæði úr fyrirsögn VI. kafla aðalsamningsins og sem undiheiti 25. gr. samningsins. Þess í stað kemur orðið: „Skattlagning“. Eftir gildistöku breytingarinnar mun framleiðslugjaldið heyra sögunni til og þar með verður heiti kaflans að breytast.
    9.2. 25.–33. gr. eru í heild sinni felldar út úr aðalsamningi. Við þessa breytingu færist starfsemi ISAL að öllu leyti undir hið almenna skattkerfi eins og það verður á hverjum tíma á Íslandi.

Um 10. gr.

    Samkvæmt ákvæði 35.02 gr. aðalsamningsins njóta Alusuisse, minni hluti hluthafa og ISAL verndar gegn því að íslenska ríkið svipti þá fjárfestingum. Með ákvæðinu er tekinn af allur vafi um að slík vernd sé ekki til staðar þegar að skattheimtu kemur.

Um 11. gr.

    Ákvæði 46. gr. aðalsamningsins tekur til meðferðar og úrlausnar ágreinings og deilna sem upp geta komið á milli samningsaðila. Er í ákvæðinu gengið út frá því að takist aðilum ekki að jafna þann ágreining er upp kemur geti þeir samið um að vísa deilunni til íslenskra dómstóla eða íslensks gerðardóms. Náist ekki samkomulag við það skuli vísa slíkri deilu til alþjóðlegs gerðardóms. Í 11. gr. samningsviðaukans er vikið frá þessu og nýju ákvæði bætt við sem kveður á um að varði deilan skyldu ISAL til greiðslu hvers konar opinberra gjalda skuli leysa úr henni fyrir íslenskum yfirvöldum og dómstólum eftir þeim reglum sem um slíka deilu gilda eftir almennum íslenskum lögum en ekki fyrir gerðardómi.

Um 12. gr.

    Ákvæði 50.01 gr. aðalsamningsins fjallar um réttindi og skyldur samningsaðila að loknum samningstímanum eða við riftun. Ákvæði 50.01 gr. er breytt á þann veg að um slit og uppgjör skuli fara eftir íslenskum lögum.

Um 13. gr.
    

Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.

Um 14. gr.


    Með þessari grein er lögfest sérstakt ákvæði um gildistöku samningsins. Við undirritun samnings þessa af hálfu aðila hans og við lokagerð hans tekur hann gildi. Samkomulag er þó með aðilum um að þau ákvæði samnings þessa sem breyta ákvæðum aðalsamningsins varðandi skatta og gjaldskyldu skuli eigi að síður gilda frá og með 1. janúar 2005. Þá er í ákvæðinu fjallað um fresti til að standa skil á skattframtölum fyrir liðin gjaldár og málsmeðferð við álagningu opinberra gjalda. Nauðsynlegt er að kveða sérstaklega á um þetta þar sem almennur framtalsfrestur vegna ársins 2005 er liðinn, sem og kærufrestur. Þá er einnig kveðið á um ákvörðun aðflutningsgjalda vegna alls innflutnings ISAL frá 1. janúar 2005 til lögfestingardags viðaukans. Loks er kveðið á um að þau gjöld sem lögð verði á í stað framleiðslugjalds vegna liðinna ára gjaldfalli við álagningu og að greitt framleiðslugjald fyrir sömu ár skoðist sem inngreiðsla vegna opinberra gjalda sem ekki beri að vaxtareikna. Við uppgjör vegna liðinna ára er því ekki gert ráð fyrir að vöxtum verði bætt við ákvarðaðar fjárhæðir.
    Ákvæði 14.2 og 14.3 þarfnast ekki skýringa.

Um 15. gr.

    Í ákvæðinu er að finna reglu um það með hvaða hætti ákvarða skuli fyrningargrunn vegna varanlegra rekstrarfjármuna ISAL við gildistöku breytingarinnar. ISAL hefur reiknað fyrningar samkvæmt sérreglum sem ekki verða í gildi eftir breytinguna. Við yfirfærsluna mun fyrningargrunnur varanlegra rekstrarfjármuna vera bókfært verð þeirra eins og það er 31. desember árið á undan.

Um 16. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


    Umsögn um frumvarp til laga um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holding Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.

    Með frumvarpinu er lagt til að lögfestur verði viðaukasamningur við Alcan Holding Switzerland Ltd. um að frá og með 1. janúar 2005 lúti fyrirtækið íslenskum skattalögum eins og gildir um aðra lögaðila sem bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi. Verði frumvarpið að lögum fellur framleiðslugjald af áli niður frá og með árinu 2005 en í staðinn mun fyrirtækið greiða tekjuskatt í ríkissjóð og fasteignarskatta til Hafnarfjarðarbæjar. Að auki mun fyrirtækið greiða iðnaðarmálagjald sem rennur til Samtaka iðnaðarins og markaðsgjald til fjármögnunar Útflutningsráðs. Árið 2005 greiddi fyrirtækið samtals um 990 m.kr. í framleiðslugjald miðað við meðalgengi 2005. Þar af eru um 880 m.kr. gjald á nettó hagnað og um 112 m.kr. í framleiðslugjald á hvert tonn af áli. Af framleiðslugjaldi á hvert tonn runnu 73 m.kr. til Hafnarfjarðarbæjar og 39 m.kr. í ríkissjóð. Samkvæmt grófum áætlunum frá endurskoðunarskrifstofunni Deloitte hf. má gera ráð fyrir að tekjuskattsgreiðslur fyrirtækisins hefðu numið um 420 m.kr. árið 2005, iðnaðarmálagjald um 20 m.kr. og markaðsgjald rúmri 1 m.kr. ef fyrirtækið hefði verið skattlagt samkvæmt íslenskum skattalögum. Þá er áætlað að fasteignagjöld hefðu numið um 164 m.kr. Miðað við þær forsendur eru tekjur ríkissjóðs samtals áætlaðar 440 m.kr. árið 2005 miðað við almenn skattalög, en á móti falla niður 880 m.kr. í framleiðslugjald á hagnað og 39 m.kr. tekjur af framleiðslugjaldi á hvet tonn, auk þess að ríkissjóður skilar 20 m.kr. tekjum til Samtaka iðnaðarins og 1 m.kr. til Útflutningsráðs. Áætlað er að breytingar á aðflutningsgjöldum hafi óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs til hækkunar. Að öllu samanlögðu er því áætlað að afkoma ríkissjóðs rýrni um 520 m.kr. árið 2005 miðað við framangreindar forsendur. Áætlað er að tekjur Hafnarfjarðarbæjar af fasteignagjöldum nemi um 164 m.kr., en á móti falli niður 73 m.kr. tekjur af framleiðslugjaldi. Nettó tekjuauki sveitarfélagsins reiknast því rúmlega 90 m.kr. miðað við áætluð skattskil árið 2005. Gera verður þann fyrirvara að fyrirtækið gerir framleiðslugjald upp í bandaríkjadölum og hefur gengi á uppgjörsdag því áhrif á niðurstöðuna. Ekki er að svo stöddu mögulegt að meta áhrif breytinganna árið 2006 þar sem ársreikningar og álagning fyrir það ár liggja ekki fyrir. Skattskil félagsins vegna ársins 2005 og framvegis verða gerð upp í samræmi við sömu skattalög og gilda um aðra lögaðila sem bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi í samræmi við frumvarpið og viðaukasamninginn.