Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 618. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1091  —  618. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kjartan Gunnarsson frá viðskiptaráðuneyti.
    Frumvarpinu er ætlað að bregðast við nýjum verðsöfnunartíma vísitölu neysluverðs vegna innleiðingar á reglugerð frá Evrópusambandinu en gerðin mælir fyrir um samræmt tímabil fyrir söfnun verðupplýsinga fyrir hina samræmdu neysluverðsvísitölu EES-svæðisins.
    Jóhanna Sigurðardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 9. mars 2007.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Lúðvík Bergvinsson.Birgir Ármannsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.


Ásta Möller.Sæunn Stefánsdóttir.


Ögmundur Jónasson.