Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 572. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1093  —  572. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2006, um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Nínu Björk Jónsdóttur frá utanríkisráðuneyti, Jón Ögmund Þormóðsson og Atla Frey Guðmundsson frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Tryggva Axelsson frá Neytendastofu.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 92/2006 frá 7. júlí 2006, um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2006/2004 frá 27. október 2004 um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd (reglugerð um samvinnu um neytendavernd).
    Reglugerð 2006/2004 varðar samvinnu milli innlendra yfirvalda sem ábyrgð bera á framkvæmd laga um neytendavernd. Meginmarkmið hennar er að tryggja eftirfylgni við lög á sviði neytendaverndar og virkni innri markaðarins með því að koma á samstarfi stjórnvalda yfir landamæri en gildissvið reglugerðarinnar nær aðeins til brota á löggjöf um neytendavernd. Samvinna stjórnvalda felst í ýmiss konar aðstoð, t.d. virkri miðlun upplýsinga, rannsókn, heimsókn á starfsstöð fyrirtækis eða jafnvel beitingu þvingunarúrræða.
    Lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða reglugerðina í íslenskan rétt hafa verið til meðferðar á Alþingi (þskj. 916, 616. mál og þskj. 917, 617. mál) og mælti efnahags- og viðskiptanefnd með samþykkt þeirra á fundi 8. mars sl.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 9. mars 2007.



Jón Kristjánsson,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Drífa Hjartardóttir.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Sæunn Stefánsdóttir.


Guðjón A. Kristjánsson.