Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 366. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1102  —  366. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á hafnalögum, nr. 61/2003.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.     1.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Hafnargjöld“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: Skipagjöld.
                  b.      Í stað orðsins „hafnargjöldum“ í 3. málsl. 2. efnismgr. komi: skipagjöldum.
                  c.      Í stað orðsins „hafnargjalda“ í 3. efnismgr. komi: skipagjalda.
                  d.      Í stað orðsins „Hafnargjöld“ í 4. málsl. 5. efnismgr. komi: Skipagjöld.
     2.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
            Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 18. gr. skal ekki gripið til aðgerða á grundvelli þessa ákvæðis fyrr en 1. janúar 2012.
     3.      Ákvæði til bráðabirgða falli brott.

            

Greinargerð.


    Lagt er til að í stað orðsins „hafnargjöld“ í 6. gr. frumvarpsins komi hugtakið „skipagjöld“ eins og kveðið er á um í 2. mgr. 21. gr. gildandi hafnalaga, nr. 61/2003. Ekki er ætlunin að hafnargjöld séu tryggð með lögveði í skipi eða vátryggingarfé heldur skipagjöld. Hugtakið hafnargjöld er mun víðtækara en hugtakið skipagjöld en þar undir falla skipagjöld, vörugjöld, hafnsögugjöld, gjöld fyrir þjónustu hafnarbáta og leigugjald fyrir svæði til lestunar og losunar á vöru, sbr. 4. gr. frumvarpsins. Þá er í 2. og 3. lið lögð til lagatæknileg breyting á frumvarpinu.