Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 272. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 1118  —  272. mál.
Leiðrétting.




Breytingartillögur



við frv. til l. um heilbrigðisþjónustu.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Heilsugæsluþjónusta“ í 2. tölul. komi: Heilsugæsla.
                  b.      Í stað orðsins „ Heilsugæsluþjónusta“ í 4. tölul. komi: Heilsugæsla.
                  c.      Á eftir orðinu „heilbrigðisvísinda“ í 10. tölul. komi: svo og eftir atvikum framhaldsskóla.
                  d.      Á eftir orðinu „heilbrigðisvísinda“ í 11. tölul. komi: svo og eftir atvikum framhaldsskóla.
     2.      3. mgr. 7. gr. orðist svo:
             Á starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta eftir atvikum í samræmi við samninga sem gerðir hafa verið samkvæmt ákvæðum VII. kafla.
     3.      Við 8. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði 10. og 12. gr. eiga þó einnig við um heilbrigðisstofnanir sem reknar eru á grundvelli samnings skv. VII. kafla eftir því sem við getur átt.
     4.      Við 1. mgr. 9. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Forstjóri skal hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi.
     5.      10. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Fagstjórnendur.

             Á heilbrigðisstofnun skal starfa framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirstjórnendur sem bera faglega ábyrgð á þjónustu stofnunarinnar gagnvart forstjóra.
             Yfirlæknar sérgreina eða sérdeilda innan heilbrigðisstofnunar bera faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra lækninga eða næsta yfirmanni samkvæmt skipuriti stofnunar.
             Deildarstjórar hjúkrunar innan heilbrigðisstofnana bera faglega ábyrgð á þeirri hjúkrunarþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra hjúkrunar eða næsta yfirmanni samkvæmt skipuriti stofnunar.
             Aðrir fagstjórnendur innan heilbrigðisstofnunar bera faglega ábyrgð á þeirri þjónustu sem þeir veita og undir þá heyrir í samræmi við stöðu þeirra í skipuriti stofnunarinnar.
     6.      Í stað orðsins „stofnunarinnar“ í 11. gr. komi: stofnunar.
     7.      Við 12. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Á heilbrigðisstofnun skal starfa þriggja manna framkvæmdastjórn undir yfirstjórn forstjóra. Framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn stofnunar skulu skipa framkvæmdastjórn ásamt forstjóra. Fulltrúar í framkvæmdastjórn geta verið fleiri en þrír sé gert ráð fyrir því í skipuriti stofnunar.
                  b.      4. mgr. orðist svo:
                     Framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana í umdæmum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skulu leitast við að upplýsa sveitarstjórnir og notendur þjónustunnar í sínu umdæmi um starfsemi stofnunar sinnar og hafa samráð við þá eftir þörfum.
     8.      13. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Fagráð.

             Á háskóla- og kennslusjúkrahúsum skulu vera starfandi læknaráð og hjúkrunarráð og eftir atvikum önnur fagráð. Heimilt er að starfrækja slík ráð á öðrum heilbrigðisstofnunum.
             Læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem starfa á heilbrigðisstofnun er heimilt að hafa með sér eitt sameiginlegt fagráð.
             Fagráð, þ.m.t. læknaráð og hjúkrunarráð þar sem þau eru starfandi, skulu vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðuneytis um fagleg atriði í rekstri heilbrigðisstofnunar. Ber að leita álits fagráða um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu stofnunarinnar, þar á meðal eftir því sem við á álits læknaráðs um læknisþjónustu og álits hjúkrunarráðs um hjúkrunarþjónustu.
             Fagráð skulu setja sér starfsreglur sem staðfestar skulu af forstjóra.
     9.      Í stað orðanna „veitir heilsugæsluþjónustu“ í 1. mgr. 15. gr. komi: sinnir heilsugæslu.
     10.      1. mgr. 17. gr. orðist svo:
              Heilsugæslustöðvar sinna heilsugæslu.
     11.      Í stað orðsins „heilsugæsluþjónustu“ í 2. mgr. 18. gr. komi: sinna heilsugæslu.
     12.      Við 20. gr.
                  a.      1. tölul. 1. mgr. orðist svo: veita heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma samræmist skyldu slíks sjúkrahúss, m.a. sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum læknisfræði, hjúkrunarfræði og eftir atvikum öðrum greinum heilbrigðisvísinda sem stundaðar eru hér á landi, með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum.
                  b.      Á eftir 3. tölul. 1. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgreinum.
                  c.      Orðin „á eða“ í 4. tölul. 1. mgr. falli brott.
                  d.      2. mgr. orðist svo:
                     Ráðherra skal skipa níu manns og jafnmarga til vara í ráðgjafarnefnd Landspítala til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans. Skal nefndin m.a. fjalla um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Nefndin skal m.a. skipuð fulltrúum notenda þjónustu spítalans. Formaður skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
     13.      Við 21. gr.
                  a.      1. tölul. 1. mgr. orðist svo: veita heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma samræmist skyldu slíks sjúkrahúss, m.a. sérfræðiþjónustu í helstu greinum læknisfræði, hjúkrunarfræði og eftir atvikum öðrum greinum heilbrigðisvísinda sem stundaðar eru hér á landi með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum.
                  b.      3. tölul. 1. mgr. orðist svo: taka þátt í starfsnámi annarra háskólanema og framhaldsskólanema í grunn- og framhaldsnámi á heilbrigðissviði í samvinnu við Landspítala, Háskóla Íslands og aðrar heilbrigðisstofnanir og skóla,
                  c.      Á eftir 3. tölul. 1. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: stunda vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
                  d.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Sjúkrahúsinu á Akureyri er heimilt með samþykki ráðherra að eiga aðild að rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum sem eru hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða félög með takmarkaða ábyrgð og stunda framleiðslu og sölu í því skyni að hagnýta og þróa niðurstöður rannsókna sem sjúkrahúsið vinnur að hverju sinni. Forstjóri sjúkrahússins fer með eignarhlut þess í slíkum fyrirtækjum.
     14.      Á eftir orðunum „tillögum landlæknis“ í 1. málsl. 24. gr. komi: og að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisstéttir.
     15.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 26. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir þegar ráðherra endurnýjar samninga við heilbrigðisstofnanir.
     16.      Á eftir 26. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

         Skráning óvæntra atvika.

             Heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Um nánari framkvæmd slíkrar skráningar fer samkvæmt lögum um landlækni.
     17.      Við 1. mgr. 28. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við samningsgerð skal leitast við að tryggja aðgengi allra landsmanna að þeirri heilbrigðisþjónustu sem samið er um óháð búsetu.
     18.      Við 31. gr.
                  a.      Í stað orðanna „ekki vera minni en nemur“ í 1. mgr. komi: vera.
                  b.      Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Ráðherra getur í reglugerð, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, kveðið nánar á um það hvað telst til meiri háttar viðhalds skv. 1. mgr.
                  c.      4. mgr. falli brott.
     19.      Í stað orðsins „Heilsugæsluþjónustu“ í 1. tölul. 1. mgr. 33. gr. komi: Heilsugæslu sem sinnt er.
     20.      Í stað orðanna „hæfur hefur verið talinn“ í 3. mgr. 34. gr. komi: talinn hefur verið hæfur.
     21.      Við 35. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „framkvæmdastjóra hjúkrunar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á heilbrigðisstofnunum sem ríkið rekur.
                  b.      Í stað orðanna „hæfur hefur verið talinn“ í 3. mgr. komi: talinn hefur verið hæfur.
     22.      1. málsl. 37. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. september 2007.
     23.      Við 38. gr.
                  a.      2. og 3. tölul. falli brott.
                  b.      Við bætist þrír nýir töluliðir sem orðist svo:
                2.    2. málsl. 10. tölul. 1. mgr. 3. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, orðast svo: Um eftirlit landlæknis með starfsemi blóðbanka fer skv. VI. kafla laga um heilbrigðisþjónustu og lögum um landlækni.
                3.    3. málsl. 1. mgr. 4. gr. laga um almannatryggingar, nr. 117/1993, orðast svo: Þá skal stjórnin tilnefna fulltrúa í nefnd skv. 35. gr.
                4.    Eftirfarandi breytingar verða á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997:
                    a.    Í stað orðsins „heilsugæsluumdæmi“ í 20. gr. laganna kemur: heilbrigðisumdæmi.
                    b.    2. mgr. 28. gr. laganna orðast svo:
                                 Vilji sjúklingur kvarta yfir meðferð getur hann beint kvörtun sinni til landlæknis í samræmi við ákvæði laga um landlækni.