Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 51. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1127  —  51. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um trjáræktarsetur sjávarbyggða.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið á fundum sínum. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá Mógilsá – rannsóknastöð skógræktar, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélagi Vestmannaeyja, Veðurstofu Íslands og Þorbergi Hjalta Jónssyni.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að landbúnaðarráðherra verði falið að hefja undirbúning að stofnun trjáræktarseturs sjávarbyggða í Vestmannaeyjum sem hafi það að markmiði að rannsaka særoks- og loftslagsbreytingar á trjágróðri og trjárækt á eyjum í Norður-Atlantshafi, einkum Íslandi, Færeyjum, Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum og Grænlandi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Einar Már Sigurðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 2007.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.


Jón Kristjánsson.



Gunnar Örlygsson.


Jóhann Ársælsson.


Birkir J. Jónsson.



Jón Bjarnason.


Guðjón Hjörleifsson.