Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 568. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1131  —  568. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um starfstengda eftirlaunasjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 4. gr. Á undan orðunum „IV. og VI. – X. kafla“ komi: 18. gr. og.
     2.      Á eftir 5. gr. komi tvær nýjar greinar sem orðist svo ásamt fyrirsögnum:
                  a.      (6. gr. )

Varasjóður.


                  Starfstengdur eftirlaunasjóður skal mynda varasjóð umfram skuldbindingar til að standa undir sveiflum vegna lífeyriskerfa þar sem sjóðurinn sjálfur en ekki aðildarfyrirtæki ber líffræðilega áhættu eða þar sem gefið er loforð um ákveðna ávöxtun eða ákveðin réttindi. Varasjóðurinn skal endurspegla eignir og áhættugerð allra lífeyriskerfa sem sjóðurinn starfrækir og vera varanlegur. Eignir í varasjóði skulu ekki vera háðar fyrirsjáanlegum skuldbindingum heldur vera varafjármagn vegna mismunar milli áætlaðra og raunverulegra gjalda og hagnaðar.
                  b.      (7. gr.)

Upplýsingaskylda starfstengdra lífeyrissjóða.


                  Starfstengdur lífeyrissjóður skal veita sjóðfélögum og lífeyrisþegum eftirfarandi upplýsingar óski þeir eftir því:
              a.      upplýsingar um meginefni fjárfestingarstefnu skv. 37. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, þar sem fram koma a.m.k. upplýsingar um aðferðir sjóðsins við mælingar á áhættu, aðferðir við áhættustjórnun og markmið um eignasamsetningu með tilliti til eðlis og líftíma skuldbindinga,
              b.      í þeim tilvikum þegar sjóðsfélagi ber fjárfestingaráhættu, ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um fjárfestingarvalkosti, ef við á, og raunverulega eignasamsetningu auk upplýsinga um stig áhættu og kostnað tengdan fjárfestingum,
              c.      ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um ráðstafanir vegna flutnings á réttindum þeirra til annars starfstengds eftirlaunasjóðs vegna loka ráðningarsamnings.
                  Við starfslok eða þegar réttur til útgreiðslu réttinda skapast skal senda sjóðfélaga viðeigandi upplýsingar um réttindin og valkosti við útgreiðslu þeirra.
     3.      Á eftir 6. gr. komi ný grein sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Eftirlit.


                  Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að tilteknir þættir í starfsemi starfstengds eftirlaunasjóðs verði takmarkaðir eða stöðvaðir tímabundið í því skyni að koma í veg fyrir háttsemi sem er talin andstæð ákvæðum laga þessara en einkum ef:
                  a.      sjóðurinn verndar ekki með fullnægjandi hætti hagsmuni sjóðfélaga og lífeyrisþega,
                  b.      sjóðurinn uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfi,
                  c.      sjóðurinn vanrækir með alvarlegum hætti að rækja skyldur sínar samkvæmt þeim reglum sem gilda um starfsemi hans,
                  d.      um starfsemi í öðru landi er að ræða og sjóðurinn virðir ekki kröfur vinnu- og félagsmálalöggjafar gistiríkis er snerta starfstengdan lífeyri.
                  Ákvörðun um að takmarka eða stöðva tiltekna þætti í starfsemi starfstengds eftirlaunasjóðs skal ítarlega rökstudd og tilkynnt sjóðnum.
                  Fjármálaeftirlitið getur krafist kyrrsetningar eigna starfstengds eftirlaunasjóðs reynist sjóðurinn ekki gjaldhæfur að mati Fjármálaeftirlitsins eða eigi stofnunin ekki skyldubundinn varasjóð, sbr. 6. gr.