Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 20. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 1152  —  20. mál.
Viðbót.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (kynferðisbrot).

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við frumvarpið bætist ný grein sem verði 1. gr. og orðist svo:
             Við 81. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðast svo:
             Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. fyrnist sök vegna brota samkvæmt ákvæðum 194. gr., 1. mgr. 200. gr. og 1. mgr. 201. gr. ekki þegar brot er framið gagnvart barni undir 18 ára aldri.
     2.      1. gr. orðist svo:
             Síðari málsliður 1. mgr. 82. gr. laganna orðast svo: Fyrningarfrestur vegna brota samkvæmt ákvæðum 197. gr, 198. gr., 199. gr., 2. 3. mgr. 200. gr., 2. mgr. 201. gr., 202. gr. og 218. gr. a telst þó eigi fyrr en frá þeim degi er brotaþoli nær 18 ára aldri.
     3.      Við 2. gr. 1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.
     4.      Við 9. gr. bætist nýr stafliður, sem verði a-liður, svohljóðandi:
                  a.      1. mgr. orðast svo:
                      Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg eða barn, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára.
     5.      Við 10. gr. a-liður orðist svo: Í stað orðanna „14 ára“ í 1. mgr. kemur: 15 ára, og í stað orðanna „allt að 12 árum“ í sömu málsgrein kemur: ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.