Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 588. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1159  —  588. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Á eftir orðinu „gjaldtöku“ í 2. mgr. 3. gr. komi: vegna.
     2.      4. mgr. 7. gr. orðist svo:
             Leyfishafi skal hafa leyfisbréf til leyfisskyldrar starfsemi samkvæmt lögum þessum sýnilegt fyrir viðskiptavinum þar sem leyfisskyld starfsemi fer fram.
     3.      Á eftir orðinu „persónuvernd“ í 4. mgr. 9. gr. komi: og meðferð persónuupplýsinga.
     4.      4. tölul. 3. mgr. 17. gr. orðist svo: að sá sem fyrir skemmtun stendur greiði kostnað af ráðstöfunum sem lögreglustjóri ákveður í samráði við umsækjanda.
     5.      Við 18. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fjórum“ í síðari málsl. 1. mgr. komi: tólf.
                  b.      Á eftir orðunum „vegna brota“ í 5. mgr. komi: gegn ákvæði þessu.
     6.      Í stað orðanna „viðkomandi laga“ í 4. mgr. 21. gr. komi: í lögum skv. 2. mgr.
     7.      Á eftir 2. mgr. 22. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Gera má lögaðila sekt samkvæmt reglum II. kafla A almennra hegningarlaga fyrir brot gegn 1. og 2. mgr.
     8.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Að þeim tíma liðnum þarf leyfishafi að sækja um rekstrarleyfi samkvæmt lögum þessum.
     9.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
             Innheimtumanni ríkissjóðs er heimilt að fella niður tryggingar sem grundvallast á 14. gr. áfengislaga við gildistöku laga þessara hafi leyfishafi ekki verið úrskurðaður gjaldþrota á því tímamarki. Hafi leyfishafi verið úrskurðaður gjaldþrota við gildistöku laga þessara skal tryggingin halda gildi sínu og skiptastjóri innheimta hana hjá ábyrgðaraðila.