Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 642. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1196  —  642. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Íslands.

Frá menntamálanefnd.Við 1. gr.
     a.      1. málsl. 5. mgr. b-liðar (18. gr.) orðist svo: Eftir því sem skráningu mála í öryggismálasafni vindur fram skal Þjóðskjalasafn Íslands skrifa þeim einstaklingum sem á lífi eru eða nánum vandamanni hins látna, sbr. 19. gr., bréf komi fram upplýsingar í gögnum öryggismálasafns um þá sem falla undir 3. mgr. og kanna hvort þeir vilji veita samþykki sitt fyrir því að birta megi opinberlega upplýsingar um þá.
     b.      Við c-lið (19. gr.) bætist ný málsgrein er orðist svo:
             Nú er maður látinn sem upplýsingar varða skv. 1. mgr. og getur þá maki hans, börn og barnabörn, sem náð hafa 18 ára aldri, óskað eftir aðgangi að upplýsingum um hann skv. 1. mgr. Hið sama gildir um systkini hins látna eigi hann ekki á lífi maka, börn eða barnabörn.