Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 443. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1198  —  443. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar (HBl, JónK, DrH, SæS, SÞorg).



     1.      Við 5. gr. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: og fer um refsiábyrgð þeirra eftir almennum hegningarlögum og sérrefsilögum.
     2.      Við 6. gr. Greinin falli brott.
     3.      Við 7. gr. Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er friðargæsluliða í öllum tilvikum rétt og skylt að láta utanríkisráðuneyti í té upplýsingar um atvik sem hann hefur orðið áskynja í starfi sínu og geta talist brot á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarsamningum sem íslenska ríkið er aðili að.
     4.      Við 10. gr. Á eftir „70/1996“ komi: og 5. og 6. gr. laga nr. 139/2003.
     5.      Við 11. gr. Í stað orðanna „aðildar að stéttarfélagi og til greiðslu í lífeyrissjóð“ í 2. málsl. komi: greiðslu í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
     6.      Við 12. gr. Við greinina bætist: sem fjármálaráðherra setur í samráði við utanríkis-ráðherra.