Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 667. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 1201  —  667. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um íslenska alþjóðlega skipaskrá.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jóhann Guðmundsson og Svanhvíti Axelsdóttur frá samgönguráðuneyti og Hermann Guðjónsson frá Siglingastofnun Íslands. Auk þess komu á fund nefndarinnar fulltrúar frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Félagi skipstjórnarmanna, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Samskipum, Eimskipi, Sjómannasambandi Íslands og Sjómannafélagi Íslands. Umsögn um málið hefur borist frá Sjómannafélagi Íslands.
    Megintilgangur frumvarps þessa er að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi, en með kaupskipi er átt við hvert það skip sem flytur farm og/eða farþega gegn endurgjaldi í siglingum milli landa og farmflutningum innan lands og er 100 brúttótonn eða stærra. Í frumvarpinu er lagt til að sett verði á stofn íslensk alþjóðleg skipaskrá sem verði vistuð hjá Siglingastofnun Íslands. Á skipaskrá verður heimilt að skrá kaupskip í millilandasiglingum og er markmiðið fyrst og fremst að kaupskip íslensku útgerðanna skrái skipin sín hér á landi í stað þess að þau séu skráð erlendis og sigli undir erlendum þjóðfána. Með frumvarpinu er jafnframt stefnt að því að erlendar kaupskipaútgerðir sjái hag sinn í því að skrá skip sín hér á landi.
    Samhliða frumvarpi þessu leggur fjármálaráðherra fram frumvarp til laga um skattlagningu kaupskipaútgerðar (660. mál) sem varðar þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á skattalögum til að tilgangi með stofnun íslenskrar alþjóðlegrar skipaskrár verði náð.
    Nefndin leggur m.a. til eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
     1.      Lögð er til leiðrétting á 1. mgr. 4. gr. og síðari málslið 1. mgr. 11. gr. frumvarpsins þar sem fjallað er um skilyrði skráningar kaupskipa á Íslandi á íslenska alþjóðlega skipaskrá.
     2.     

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Lagt er til að 4. mgr. 11. gr. frumvarpsins um kjör skipverja í áhöfn kaupskips verði felld niður.
    Nefndin leggur til að frumvarp þetta verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Hjálmar Árnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðjón A. Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Jón Bjarnason sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 14. mars 2007.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.


Kristján L. Möller.



Kjartan Ólafsson.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Jón Kristjánsson.