Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 26. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 1254  —  26. mál.
Fyrirvari og leiðrétting.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og kynnt sér umsagnir sem bárust um málið á 131. löggjafarþingi frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Verslunarráði Íslands, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins og Lýðheilsustöð.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu samkvæmt lögum um verslun með áfengi og tóbak þannig að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi með vínandastyrk sem er 22% eða minna verði aflögð. Jafnframt eru lagðar til breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs og áfengislögum þessu tengdar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þau skilyrði verði sett fyrir veitingu smásöluleyfis á áfengi að afgreiðslutími verslana megi ekki vera lengri en til kl. 20.00 og að starfsmenn sem afgreiða áfengi megi ekki vera yngri en 20 ára.
    Nefndin telur eðlilegt að sala á vörum og þjónustu sé á hendi einkaaðila en ekki opinberra aðila. Nefndin telur rétt að færa sölu á áfengi í þann farveg og lítur svo á að með frumvarpinu sé stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast í verslunum víða í nágrannalöndum. Í þessu sambandi bendir nefndin jafnframt á að á landsbyggðinni er áfengi víða selt í almennum verslunum án nokkurra vandkvæða.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kjartan Ólafsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara sem lýtur að því að hann telur að ekki eigi að einskorða gildissvið frumvarpsins við áfengi með minni vínandastyrk en 22%.
    Guðjón Ólafur Jónsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er andvíg áliti þessu.

Alþingi, 15. mars 2007.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Guðjón Ólafur Jónsson,


með fyrirvara.


Birgir Ármannsson.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Kjartan Ólafsson,


með fyrirvara.


Sigurður Kári Kristjánsson.



Sigurjón Þórðarson.