Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 78. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Nr. 14/133.

Þskj. 1261  —  78. mál.


Þingsályktun

um kennslu vestnorrænnar menningar í grunnskólum.


    Alþingi ályktar, með hliðsjón af ályktun Vestnorræna ráðsins á ársfundi 2006, að skora á ríkisstjórn Íslands og landsstjórnir Færeyja og Grænlands að tekin verði upp kennsla í grunnskólum landanna um sögu, þjóðfélagsgerð, menningu og tungumál vestnorrænna nágrannaþjóða.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.