Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 195. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1292  —  195. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 30 mars 1987, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og hefur borist umsögn frá Bifhjólasamtökum lýðveldisins.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að gerðar verði breytingar á 72. gr. gildandi umferðarlaga, nr. 50/1987. Lagt er til að hver sá sem er á bifhjóli, hliðarvagni, eftirvagni eða tengitæki bifhjóls skuli nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað, ætlaðan til slíkra nota. Þá er lagt til að ökumaður á bifhjóli eða torfærutæki skuli sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm og lágmarkshlífðarfatnað.
    Erlendar rannsóknir sýna fram á að hlífðarfatnaður getur komið í veg fyrir eða dregið úr alvarlegum áverkum í bifhjólaslysum. Nefndin telur brýnt að skýrt verði kveðið á um notkun hlífðarfatnaðar í umferðarlögum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    C-liður 1. gr. falli brott.

Alþingi, 16. mars 2007.Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Herdís Á. Sæmundardóttir.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.Kristján L. Möller.


Guðjón Hjörleifsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Jón Kristjánsson.


Guðjón A. Kristjánson.