Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 443. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1340  —  443. mál.




Breytingartillaga


                                  
við frv. til l. um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.

Frá utanríkismálanefnd.



    1. gr. orðist svo:
    Utanríkisráðuneytinu er heimilt að taka þátt í alþjóðlegri friðargæslu og senda borgaralega sérfræðinga til starfa við friðargæsluverkefni í því skyni.
    Til friðargæsluverkefna heyra m.a. eftirfarandi aðgerðir:
       a.      Þátttaka í verkefnum sem lúta að því að tryggja stöðugleika og starfa með heimamönnum á átakasvæðum.
       b.      Verkefni sem stuðla að uppbyggingu stjórnmála- og efnahagslífs í þeim tilgangi að koma á varanlegum friði.
       c.      Verkefni sem stuðla að uppbyggingu innviða samfélags að loknum ófriði, svo sem við stjórnsýslu, veitukerfi og fjarskipti.
       d.      Þátttaka í fyrirbyggjandi verkefnum sem miða að því að hindra að ófriður brjótist út á svæðum þar sem óstöðugleiki ríkir.
    Verkefni íslensku friðargæslunnar mega aldrei brjóta í bága við ákvæði mannúðar- og mannréttindasamninga.