Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1356, 133. löggjafarþing 618. mál: vextir og verðtrygging (verðsöfnunartími vísitölu).
Lög nr. 51 27. mars 2007.

Lög um breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með síðari breytingum.


1. gr.

     Síðari málsliður 1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.

2. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     
     a. (VII.)
     Vísitala sem reiknuð er og birt í janúarmánuði 2008 og grundvallast á verðupplýsingum miðað við verðlag tvo fyrstu virka daga janúar skal gilda um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár í febrúar 2008.
     
     b. (VIII.)
     Vísitala sem reiknuð er og birt í janúarmánuði 2008 og grundvallast á verðupplýsingum miðað við verðlag í um það bil vikutíma um miðjan janúar skal gilda um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár í mars 2008.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.