Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 71. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1366  —  71. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála og almennum hegningarlögum (brottvísun og heimsóknarbann).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og kynnt sér umsagnir sem bárust á 130. löggjafarþingi frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Fangelsismálastofnun ríkisins, Femínistafélagi Íslands, barnaverndarnefnd Ísafjarðarbæjar, Kvennakirkjunni, Kvenréttindafélagi Íslands, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Lögmannafélagi Íslands, félagsmálanefnd Mosfellsbæjar, embætti ríkissaksóknara, Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa, Stígamótum, Samtökum um kvennaathvarf og umboðsmanni barna.
    Í frumvarpinu er lögð til svokölluð austurrísk leið til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi á heimilum með því að lögfesta ákvæði um að fjarlægja megi ofbeldismenn af heimili sínu og banna heimsóknir þeirra á heimilið og í nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Svipuð ákvæði hafa verið lögfest í Noregi og Svíþjóð.
    Nefndin telur rétt að kanna betur hvort ástæða sé til að fara þessa leið hér á landi og leggur til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Sigurjón Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 17. mars 2007.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Guðjón Ólafur Jónsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.



Björgvin G. Sigurðsson.


Birgir Ármannsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Kjartan Ólafsson.


Sigurður Kári Kristjánsson.