Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 43. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Nr. 30/133.

Þskj. 1415  —  43. mál.


Þingsályktun

um störf án staðsetningar á vegum ríkisins.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skilgreina öll störf á vegum ríkisins sem unnt er að vinna að mestu eða öllu leyti óháð staðsetningu, m.a. í því skyni að:
          jafna aðstöðu fólks til að sækja um og sinna margvíslegum störfum á vegum hins opinbera,
          auka möguleika fólks af landsbyggðinni til að gegna störfum á vegum ríkisins með því að gera hæfu fólki mögulegt að búa víðar en í sveitarfélagi viðkomandi stofnunar,
          stækka hóp hæfra umsækjanda um störf á vegum ríkisins,
          auka skilvirkni og draga úr kostnaði í opinberum rekstri.
    Tekið verði sérstaklega fram í auglýsingum frá ríkinu þegar störf án staðsetningar eru laus til umsóknar.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.