Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 10. máls.
134. löggjafarþing 2007.
Þskj. 13  —  10. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, sbr. lög nr. 74/1992, 102/1993 og 68/2007.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið. Meiri hluti nefndarinnar styður frumvarpið á þeim forsendum sem koma fram í greinargerð og telur að hægt sé að afgreiða frumvarpið óháð öðrum málum sem lögð hafa verið fram. Meiri hlutinn leggur áherslu á að afgreiðslu frumvarpsins verði hraðað svo að unnt verði að kjósa fastanefndir í samræmi við efni þess svo fljótt sem auðið er.
    Nefndin gerir ekki breytingartillögu við ákvæði frumvarpsins og styður þau óbreytt en leggur jafnframt stuðning við breytingartillögu Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, sem lögð var fram á sérstöku þingskjali (þskj. 12).
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindri breytingu.

Alþingi, 4. júní 2007.Birgir Ármannsson,


form., frsm.


Ágúst Ólafur Ágústsson.


Ellert B. Schram.Karl V. Matthíasson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Sigurður Kári Kristjánsson.