Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 7. máls.
134. löggjafarþing 2007.
Prentað upp.

Þskj. 29  —  7. mál.
Leiðrétting.


                                  

Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfaviðskipti.

Frá viðskiptanefnd.



     1.      Við 3. gr. Í stað orðanna ,,6. mgr.“ í lokamálslið 3. mgr. komi: 7. mgr.
     2.      Við 20. gr. Við 3. mgr. bætist: Ef einkaumboðsmaður er lögaðili skal framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum.
     3.      Við 26. gr. Á undan orðinu ,,hagsmunum“ í 3. mgr. komi: og.
     4.      Við 79. gr.
              a.      Á eftir orðunum ,,þriðji aðili fer tímabundið með“ í 2. tölul. komi: gegn endurgjaldi.
              b.      Á eftir orðinu ,,umboðsmaður“ í 8. tölul. komi: fer með.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Í stað ,,34. gr.“ komi: 34. gr. a.
     6.      Við frumvarpið bætist tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             a. (IV.)
             Nú átti eigandi hlutafjár meira en 40% atkvæðisréttar í félagi sem var skráð á skipulegum verðbréfamarkaði 1. júlí 2003 og er hann þá ekki tilboðsskyldur skv. 100. gr. laga þessara, enda auki hann ekki atkvæðisrétt sinn í félaginu umfram næsta margfeldi af fimm. Sama gildir hafi aðili á grundvelli samnings við aðra hluthafa rétt til að ráða yfir sem nemur 40% atkvæða í félaginu 1. júlí 2003.
             b. (V.)
             Nú fór aðili 1. júlí 2005 með yfirráð í félagi á grundvelli samstarfs skv. 37. gr. laga nr. 33/2003, sbr. lög nr. 31/2005, og er hann þá ekki tilboðsskyldur við gildistöku laga þessara, enda auki hann ekki atkvæðisrétt sinn í félaginu umfram næsta margfeldi af fimm.