Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 11. máls.
134. löggjafarþing 2007.
Þskj. 38  —  11. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra.

(Eftir 2. umr., 13. júní.)



I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar.
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
     a.      Við 1. málsl. b-liðar 2. mgr. bætist: sbr. þó 4. mgr.
     b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri þegar um er að ræða ellilífeyri skv. 17. gr. eða vasapeninga skv. 48. gr.
     c.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri, hvorki að því er varðar tekjutryggingu þeirra sjálfra né maka þeirra.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.
2. gr.

    Við 2. mgr. 26. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri, hvorki að því er varðar dvalarkostnað þeirra sjálfra né maka þeirra.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2007.

Ákvæði til bráðabirgða.


     Vegna atvinnutekna á árinu 2007 skal Tryggingastofnun ríkisins dreifa tekjunum í samræmi við 5. mgr. 16. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og 5. mgr. 26. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Þó getur ellilífeyrisþegi og vistmaður 70 ára eða eldri óskað eftir því við Tryggingastofnun að tekjum hans og/eða maka verði skipt niður í tímabil fyrir og eftir 1. júlí 2007 eða 70 ára aldur, eftir því hvort er síðar á árinu.