Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 4. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 4 — 4. mál.
um breytingu á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.
a. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
Endurgreiða skal 50% olíugjalds af olíu sem flutningsaðilar skv. i- og j-lið 3. gr. laga um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001, kaupa til flutnings. Reglur um endurgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein skulu settar af fjármálaráðherra í samráði við samgönguráðherra.
b. Í stað orðanna „endurgreiðslu skv. 1. mgr.“ í 3. mgr. kemur: endurgreiðslur skv. 1. og 3. mgr.
Ákvæði 3. mgr. 6. gr. laganna skal endurskoðað í upphafi árs 2011.
Í frumvarpi þessu er lagt til að flutningsaðilar sem stunda farmflutninga í skilningi i- og j-liðar 3. gr. laga um fólksflutninga og farmflutninga skuli fá endurgreitt 50% olíugjalds vegna starfsemi sinnar. I-liður fjallar um farmflutninga í atvinnuskyni sem eru skilgreindir svo: Flutningur á hvers kyns farmi gegn endurgjaldi þegar flutningsþjónusta er seld sérstaklega og flytjandi starfar við flutningsþjónustu. Sem dæmi má nefna farmflutningafyrirtæki og vörubifreiðastjóra sem starfa sem verktakar við flutning á farmi. Í j-lið er fjallað um farmflutninga í eigin þágu og þeir skilgreindir svo: Flutningur farms þegar ekki er innheimt sérstakt gjald fyrir flutninginn. Sem dæmi má nefna flutning iðnfyrirtækis á eigin hráefni og/eða aðföngum með merktum bifreiðum, svo sem flutning á gosdrykkjum og flutning með mjólkurbifreiðum. Einnig flutningur verktaka sem starfa við annars konar verktöku en flutningsþjónustu þótt flutningurinn sé hluti af verki, svo sem verktaka við byggingar.
Fram kemur í 2. mgr. 23. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald að innheimtar tekjur af olíugjaldi, kílómetragjaldi og sérstöku kílómetragjaldi renni til Vegagerðarinnar að frádregnum 0,5% sem renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laganna. Flutningsmenn leggja áherslu á að frumvarpinu er ekki ætlað að hafa áhrif á þær tekjur sem Vegagerðin hefur á grundvelli nefndrar lagagreinar. Samkvæmt því ættu tekjustofnar stofnunarinnar ekki að dragast saman verði frumvarpið samþykkt. Eðlilegt væri að annaðhvort hækki framlög ríkissjóðs til stofnunarinnar samkvæmt fjárlögum fyrir næsta ár sem því nemur eða að nýr útgjaldaliður verði settur inn í fjárlög til að mæta þeim kostnaði sem fellur á ríkissjóð vegna endurgreiðslunnar.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 4 — 4. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.
Flm: Höskuldur Þórhallsson, Bjarni Harðarson,
Magnús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttir.
1. gr.
a. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
Endurgreiða skal 50% olíugjalds af olíu sem flutningsaðilar skv. i- og j-lið 3. gr. laga um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001, kaupa til flutnings. Reglur um endurgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein skulu settar af fjármálaráðherra í samráði við samgönguráðherra.
b. Í stað orðanna „endurgreiðslu skv. 1. mgr.“ í 3. mgr. kemur: endurgreiðslur skv. 1. og 3. mgr.
2. gr.
Ákvæði 3. mgr. 6. gr. laganna skal endurskoðað í upphafi árs 2011.
3. gr.
Greinargerð.
Í frumvarpi þessu er lagt til að flutningsaðilar sem stunda farmflutninga í skilningi i- og j-liðar 3. gr. laga um fólksflutninga og farmflutninga skuli fá endurgreitt 50% olíugjalds vegna starfsemi sinnar. I-liður fjallar um farmflutninga í atvinnuskyni sem eru skilgreindir svo: Flutningur á hvers kyns farmi gegn endurgjaldi þegar flutningsþjónusta er seld sérstaklega og flytjandi starfar við flutningsþjónustu. Sem dæmi má nefna farmflutningafyrirtæki og vörubifreiðastjóra sem starfa sem verktakar við flutning á farmi. Í j-lið er fjallað um farmflutninga í eigin þágu og þeir skilgreindir svo: Flutningur farms þegar ekki er innheimt sérstakt gjald fyrir flutninginn. Sem dæmi má nefna flutning iðnfyrirtækis á eigin hráefni og/eða aðföngum með merktum bifreiðum, svo sem flutning á gosdrykkjum og flutning með mjólkurbifreiðum. Einnig flutningur verktaka sem starfa við annars konar verktöku en flutningsþjónustu þótt flutningurinn sé hluti af verki, svo sem verktaka við byggingar.
Fram kemur í 2. mgr. 23. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald að innheimtar tekjur af olíugjaldi, kílómetragjaldi og sérstöku kílómetragjaldi renni til Vegagerðarinnar að frádregnum 0,5% sem renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laganna. Flutningsmenn leggja áherslu á að frumvarpinu er ekki ætlað að hafa áhrif á þær tekjur sem Vegagerðin hefur á grundvelli nefndrar lagagreinar. Samkvæmt því ættu tekjustofnar stofnunarinnar ekki að dragast saman verði frumvarpið samþykkt. Eðlilegt væri að annaðhvort hækki framlög ríkissjóðs til stofnunarinnar samkvæmt fjárlögum fyrir næsta ár sem því nemur eða að nýr útgjaldaliður verði settur inn í fjárlög til að mæta þeim kostnaði sem fellur á ríkissjóð vegna endurgreiðslunnar.