Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 26. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 26 — 26. mál.
um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005.
a. Í stað fjárhæðarinnar „1 milljarður kr.“ í 1. málsl. kemur: 4 milljarðar kr.
b. Í stað fjárhæðarinnar „50 millj. kr.“ í 3. málsl. kemur: 300 millj. kr.
Frumvarp þetta var lagt fram á 132. og 133. löggjafarþingi en varð ekki útrætt og er nú lagt fram að nýju.
Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. samkeppnislaga er skylt að tilkynna samruna til Samkeppniseftirlitsins enda sé sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja einn milljarður króna eða meira og ársvelta a.m.k. tveggja af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum yfir 50 millj. kr. Báðar þessar viðmiðunarfjárhæðir eru allt of lágar. Í frumvarpi þessu er því lagt til að veltuviðmiðin verði hækkuð verulega.
Umsvif fyrirtækja á Íslandi hafa aukist mikið undanfarin ár og fyrirtækjum sem falla undir viðmið 2. mgr. 17. gr. laganna, þ.e. hafa veltu yfir 1 milljarði kr., hefur því fjölgað verulega. Það liggur því í augum uppi að þessar fjárhæðir þarf að uppfæra í takt við þróun viðskiptalífsins og með hliðsjón af þeim miklu breytingum sem orðið hafa undanfarinn áratug. Þess má einnig geta að umræddar viðmiðunarfjárhæðir samkeppnislaga eru í engu samræmi við það sem gildir hjá nágrannaþjóðum okkar. Þótt sterk rök séu fyrir því að almennt verði miðað við lægri fjárhæðir hér á landi en annars staðar er munurinn engu að síður sláandi mikill. Í Danmörku er miðað við að heildarvelta samrunafyrirtækja jafngildi um 44 milljörðum kr. en velta a.m.k. tveggja fyrirtækja 3,5 milljörðum kr. Í Finnlandi er viðmiðið fyrir heildarveltu að jafngildi um 30 milljarðar kr. og velta a.m.k. tveggja fyrirtækja að jafngildi um 1,7 milljarðar kr. Í Svíþjóð er miðað við að heildarvelta samrunafyrirtækja jafngildi um 38 milljörðum kr. en velta a.m.k. tveggja fyrirtækja um 1 milljarði kr.
Hafa ber í huga að tilkynning um samruna er ekki léttvæg krafa sem auðvelt er að uppfylla. Upplýsa þarf m.a. um aðdraganda samrunans, veltu, eignarhald og fjárhagsleg tengsl, og skilgreina þarf þá markaði sem samruninn hefur áhrif á. Að jafnaði kallar þetta á aðstoð lögfræðinga og eftir atvikum endurskoðenda. Óþarflega ríkar kröfur um tilkynningarskyldu valda ástæðulausu álagi á Samkeppniseftirlitið á sama tíma og aðrar aðgerðir hafa miðað að því að auka málsmeðferðarhraða og létta álagi af eftirlitinu eftir því sem aðstæður leyfa. Með því að hækka viðmiðunarmörkin er tryggt að eingöngu komi til kasta Samkeppniseftirlitsins mál þar sem raunverulegir hagsmunir eru í húfi og ástæða er til að ætla að kaup eða samruni fyrirtækja geti skipt máli varðandi samkeppni.
Atvinnulífið hefur hvatt til þess að viðmiðunarmörk 2. mgr. 17. gr. verði hækkuð. Meðal þeirra sem telja nauðsynlegt að hækka þau má nefna Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Raunar hafa Samtök atvinnulífsins bent á að ákjósanlegast væri að fella niður ákvæði laganna um bann við samruna og koma í veg fyrir misnotkun ráðandi aðila á markaði með ströngu og virku aðhaldi Samkeppniseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðu. Þá hefur einnig verið bent á að óheppilegt sé að viðmiðunarmörk sem þessi séu bundin í lög frekar en t.d. í reglugerð þar sem nauðsynlegt sé að endurskoða veltumörkin reglulega, en það hefur ekki verið gert frá því að ákvæðið var lögtekið. Svo langt verður hins vegar ekki gengið hér heldur staðnæmst við þá breytingu að þröskuldur fyrir afskipti samkeppnisyfirvalda verði hækkaður.
Með hliðsjón af framansögðu er ljóst að varlega er af stað farið með þeirri lagabreytingu sem hér er lögð til.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 26 — 26. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005.
Flm.: Bjarni Benediktsson, Birgir Ármannsson, Pétur H. Blöndal,
Sigurður Kári Kristjánsson, Kjartan Ólafsson,
Ragnheiður E. Árnadóttir, Jón Gunnarsson.
1. gr.
a. Í stað fjárhæðarinnar „1 milljarður kr.“ í 1. málsl. kemur: 4 milljarðar kr.
b. Í stað fjárhæðarinnar „50 millj. kr.“ í 3. málsl. kemur: 300 millj. kr.
2. gr.
Greinargerð.
Frumvarp þetta var lagt fram á 132. og 133. löggjafarþingi en varð ekki útrætt og er nú lagt fram að nýju.
Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. samkeppnislaga er skylt að tilkynna samruna til Samkeppniseftirlitsins enda sé sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja einn milljarður króna eða meira og ársvelta a.m.k. tveggja af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum yfir 50 millj. kr. Báðar þessar viðmiðunarfjárhæðir eru allt of lágar. Í frumvarpi þessu er því lagt til að veltuviðmiðin verði hækkuð verulega.
Umsvif fyrirtækja á Íslandi hafa aukist mikið undanfarin ár og fyrirtækjum sem falla undir viðmið 2. mgr. 17. gr. laganna, þ.e. hafa veltu yfir 1 milljarði kr., hefur því fjölgað verulega. Það liggur því í augum uppi að þessar fjárhæðir þarf að uppfæra í takt við þróun viðskiptalífsins og með hliðsjón af þeim miklu breytingum sem orðið hafa undanfarinn áratug. Þess má einnig geta að umræddar viðmiðunarfjárhæðir samkeppnislaga eru í engu samræmi við það sem gildir hjá nágrannaþjóðum okkar. Þótt sterk rök séu fyrir því að almennt verði miðað við lægri fjárhæðir hér á landi en annars staðar er munurinn engu að síður sláandi mikill. Í Danmörku er miðað við að heildarvelta samrunafyrirtækja jafngildi um 44 milljörðum kr. en velta a.m.k. tveggja fyrirtækja 3,5 milljörðum kr. Í Finnlandi er viðmiðið fyrir heildarveltu að jafngildi um 30 milljarðar kr. og velta a.m.k. tveggja fyrirtækja að jafngildi um 1,7 milljarðar kr. Í Svíþjóð er miðað við að heildarvelta samrunafyrirtækja jafngildi um 38 milljörðum kr. en velta a.m.k. tveggja fyrirtækja um 1 milljarði kr.
Hafa ber í huga að tilkynning um samruna er ekki léttvæg krafa sem auðvelt er að uppfylla. Upplýsa þarf m.a. um aðdraganda samrunans, veltu, eignarhald og fjárhagsleg tengsl, og skilgreina þarf þá markaði sem samruninn hefur áhrif á. Að jafnaði kallar þetta á aðstoð lögfræðinga og eftir atvikum endurskoðenda. Óþarflega ríkar kröfur um tilkynningarskyldu valda ástæðulausu álagi á Samkeppniseftirlitið á sama tíma og aðrar aðgerðir hafa miðað að því að auka málsmeðferðarhraða og létta álagi af eftirlitinu eftir því sem aðstæður leyfa. Með því að hækka viðmiðunarmörkin er tryggt að eingöngu komi til kasta Samkeppniseftirlitsins mál þar sem raunverulegir hagsmunir eru í húfi og ástæða er til að ætla að kaup eða samruni fyrirtækja geti skipt máli varðandi samkeppni.
Atvinnulífið hefur hvatt til þess að viðmiðunarmörk 2. mgr. 17. gr. verði hækkuð. Meðal þeirra sem telja nauðsynlegt að hækka þau má nefna Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Raunar hafa Samtök atvinnulífsins bent á að ákjósanlegast væri að fella niður ákvæði laganna um bann við samruna og koma í veg fyrir misnotkun ráðandi aðila á markaði með ströngu og virku aðhaldi Samkeppniseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðu. Þá hefur einnig verið bent á að óheppilegt sé að viðmiðunarmörk sem þessi séu bundin í lög frekar en t.d. í reglugerð þar sem nauðsynlegt sé að endurskoða veltumörkin reglulega, en það hefur ekki verið gert frá því að ákvæðið var lögtekið. Svo langt verður hins vegar ekki gengið hér heldur staðnæmst við þá breytingu að þröskuldur fyrir afskipti samkeppnisyfirvalda verði hækkaður.
Með hliðsjón af framansögðu er ljóst að varlega er af stað farið með þeirri lagabreytingu sem hér er lögð til.