Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 86. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 86  —  86. mál.
Fyrirspurntil samgönguráðherra um uppbyggingu fjarskipta og háhraðanetstenginga.

Frá Jóni Bjarnasyni.     1.      Hvað líður framkvæmdum við að koma á háhraðafarsímaþjónustu og háhraðatengingum um allt land sem átti að standa öllum landsmönnum til boða á árunum 2006 og 2007 samkvæmt þingsályktun um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin 2005–2010 sem samþykkt var á 131. löggjafarþingi? Upplýsingar um stöðu framkvæmdanna óskast sundurliðaðar eftir landsvæðum og einstökum byggðum og ástæður tilgreindar ef um seinkun á framkvæmdum er að ræða.
     2.      Er ráðherra kunnugt um hvort sveitarfélög hafi að eigin frumkvæði lagt í kostnað, sem fjarskiptasjóður hefði átt að bera, til að flýta fyrir uppbyggingu háhraðaþjónustu fyrir íbúa sína? Ef svo er, hvernig mun fjarskiptasjóður koma til móts við þau sveitarfélög svo að jafnræðis sé gætt?
     3.      Í hverju felst munurinn á kostnaði notenda eftir landsvæðum ef miðað er við sambærilega þjónustu við gagnaflutninga gegnum háhraðanet?
     4.      Hvenær og hvernig hyggst ráðherra hrinda í framkvæmd þeim brýnu og aðkallandi aðgerðum sem þarf til að jafna kostnað landsmanna við gagnaflutninga og aðra fjarskiptaþjónustu?
     5.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að þeir þræðir í ljósleiðaranum sem áður tilheyrðu NATO en nú íslenska ríkinu verði nýttir til að byggja upp að nýju grunnnet fjarskipta í samfélagseigu eða eru uppi áform um að einkavæða og selja þessa ljósleiðaraþræði eins og gert var með grunnnet símans?


Skriflegt svar óskast.