Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 207. máls.

Þskj. 225  —  207. mál.



Frumvarp til laga

um breyting á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna, nr. 16 13. apríl 1973, með síðari breytingum .

(Lagt fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)




1. gr.

    1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Heimild þessi gildir til ársloka 2018.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með lögum nr. 16 13. apríl 1973 var Dvalarheimili aldraðra sjómanna heimilað að stofna og reka vöruhappdrætti. Hefur sú heimild verið framlengd nokkrum sinnum, síðast um 10 ár til ársloka 2007, með lögum nr. 21 17. apríl 1997.
    Ágóða af happdrættinu skal varið til byggingarframkvæmda fyrir aldraða á vegum Sjómannadagssamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þá er stjórn samtakanna, sem sér um stjórn og daglegan rekstur happdrættisins, heimilt að veita styrk eða lán til annarra bygginga um land allt í þágu aldraðra, svo sem verndaðra þjónustuíbúða, umönnunar- og hjúkrunarheimila og þjónustumiðstöðva fyrir aldraða.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að heimild Dvalarheimilis aldraðra sjómanna til rekstrar happdrættisins verði framlengd um 11 ár, þ.e. til ársloka 2018. Slík framlenging væri í samræmi við gildistíma heimildar Happdrættis Háskóla Íslands til einkareksturs peningahappdrættis hér á landi sem framlengdur var til 1. janúar 2019 með lögum nr. 127/2003.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 16/1973,


um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, með síðari breytingum.


    Með frumvarpinu er lagt til að heimild Dvalarheimilis aldraðra sjómanna til reksturs happdrættis verði framlengd um 11 ár eða til loka ársins 2018, líkt og áður hefur verið gert nokkrum sinnum. Lögfesting frumvarpsins hefur ekki áhrif á útgjöld ríkissjóðs.