Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 357  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá Árna Þór Sigurðssyni, Jóni Bjarnasyni,
Auði Lilju Erlingsdóttur og Atla Gíslasyni.


Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
         Við 10-651 Ferðamálastofa
         a. 1.11 Ferðamálasamtök landshluta          45,0     40,0     85,0
         b. 1.21 Fjölsóttir ferðamannastaðir          64,3     25,0     89,3
         c. 1.44 Markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu          0,0     80,0     80,0
         d. Greitt úr ríkissjóði           365,5     145,0     510,5


Greinargerð.


    Í a-lið tillögunnar er lögð til 40 m.kr. hækkun á framlagi til upplýsingamiðstöðva en hluti 45,0 m.kr. framlags skv. fjárlagafrumvarpinu er ætlað til þess verkefnis.
    25,0 m.kr. hækkun á fjárveitingum í b-lið er ætluð til úrbóta í umhverfismálum á fjölsóttum ferðamannastöðum.
    Í c-lið er svo lögð til sérstök fjárveiting á nýju viðfangsefni til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 70 m.kr. til markaðssóknar, annars vegar undir viðfangsefninu 10-651-1.05, Landkynningarskrifstofur erlendis, (40 m.kr.) og hins vegar undir viðfangsefninu 10-190-1.44, Markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu, undir ýmsum verkefnum samgönguráðuneytis (30 m.kr.). Til þessa mikilvæga verkefnis var varið rúmlega 300 m.kr. árið 2004 og um 150 m.kr. hvort ár 2005 og 2006. Hér er lagt til að árið 2008 verði í heild varið sömu fjárhæð og 2006 til þessa þýðingarmikla starfs.