Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 103. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 402  —  103. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2007.

Frá Jóni Bjarnasyni, Bjarna Harðarsyni og Kristni H. Gunnarssyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    1.     Við bætist nýr fjárlagaliður:
          08-401 Öldrunarstofnanir, almennt
         1.05 Til að greiða niður uppsafnaðan halla
              öldrunarstofnana          0,0     500,0     500,0
          Greitt úr ríkissjóði          0,0     500,0     500,0
    2.     Við 08-506 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu
         1.01 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu          10,0     400,0     410,0
    3.     Við 08-700 Heilbrigðisstofnanir
         1.05 Til að greiða niður uppsafnaðan halla heilbrigðis-
              stofnana á landsbyggðinni          0,0     300,0     300,0

Greinargerð.


    Ljóst er að heilbrigðisstofnanir og öldrunarstofnanir búa við verulegan uppsafnaðan rekstrarhalla og viðvarandi fjárhagsvanda sem brýnt er að taka á hið fyrsta. Í breytingartillögum meiri hlutans er tekið á þessum vanda að hluta hjá sumum þessara stofnana og er því fagnað, en mikið skortir þó á að það sé fullnægjandi. Heilsugæslan í Reykjavík liggur óbætt hjá garði og sömuleiðis heilbrigðisstofnanir, einkum á landsbyggðinni, og elli- og hjúkrunarheimili um allt land. Því er þessi tillaga flutt til viðbótar tillögum meiri hlutans.