Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 438, 135. löggjafarþing 95. mál: greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (álagningarstofn eftirlitsgjalds).
Lög nr. 154 20. desember 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Eftirlitsskyldir aðilar og aðrir gjaldskyldir aðilar skv. 5. gr. skulu standa straum af kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlitsins í samræmi við ákvæði laga þessara.

2. gr.

     4. gr. laganna og fyrirsögn orðast svo:
Álagningarstofn.
     Álagningarstofn eftirlitsgjalds er ársreikningur eftirlitsskylds aðila fyrir næstliðið ár þegar skýrsla Fjármálaeftirlitsins skv. 2. gr. er samin.
     Hafi tveir eða fleiri eftirlitsskyldir aðilar sameinast skal miða álagningu við samanlagða ársreikninga þeirra fyrir næstliðið ár skv. 1. mgr. Sama á við um samruna eftirlitsskylds aðila við annað fyrirtæki eða einstaka rekstrarhluta þess.
     Sé ársreikningur ekki fyrir hendi þar sem eftirlitsskyldur aðili er að hefja hina eftirlitsskyldu starfsemi skal miða álagningu við lágmarksgjald skv. 5. gr. Sé ársreikningur fyrir hendi fyrir fyrri starfsemi viðkomandi fyrirtækis er heimilt að nota hann sem álagningarstofn. Heimilt er að beita ákvæðum 2. mgr. ef við á.
     Álagningarstofn eftirlitsgjalds á útgefendur fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, er markaðsvirði þeirra í árslok næstliðins árs þegar skýrsla Fjármálaeftirlitsins skv. 2. gr. er samin, sbr. nánar 5. og 6. mgr. 5. gr. Álagningarstofn vegna fjármálagerninga sem teknir eru til skráningar á því ári sem skýrsla Fjármálaeftirlitsins skv. 2. gr. er samin skal vera markaðsvirði þeirra í lok þess sama árs. Með markaðsvirði er átt við nafnvirði fjármálagernings margfaldað með gengi samkvæmt upplýsingum skipulegs verðbréfamarkaðar og markaðstorgs fjármálagerninga.
     Álagning eftirlitsgjalds á eftirlitsskylda aðila skv. 1.–3. mgr. er óháð álagningu eftirlitsgjalds á eftirlitsskylda aðila sem eru útgefendur fjármálagerninga skv. 4. mgr.
     Hafi tveir eða fleiri útgefendur fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, sameinast er heimilt að miða álagningu við samanlagt markaðsvirði fjármálagerninga þeirra.

3. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Eftirtaldir eftirlitsskyldir aðilar skulu greiða eftirlitsgjald af álagningarstofni í þeim hlutföllum og stærðum sem hér segir:
  1. Viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki skulu greiða eftirfarandi hlutföll af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.:
    1. Viðskiptabankar 0,00682%.
    2. Sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki 0,00661%.
  2. Vátryggingafélög skulu greiða 0,381% af bókfærðum iðgjöldum, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.
  3. Félög eða einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun skulu greiða 0,215% af þeim iðgjöldum sem miðlað hefur verið á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 300.000 kr.
  4. Verðbréfafyrirtæki skulu greiða 0,061% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr. Verðbréfamiðlanir skulu greiða 0,061% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 350.000 kr. Rekstrarfélög verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða og fjárfestingarsjóðir sem gefa út hlutabréf skulu greiða 0,0074% af eignum rekstrarfélags og viðkomandi sjóða samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr.
  5. Kauphallir skulu greiða 0,61% af rekstrartekjum, þó aldrei lægri fjárhæð en 350.000 kr.
  6. Lífeyrissjóðir skulu samtals greiða 0,00891% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem 700.000 kr. fastagjald vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna, 1.120.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá einum til tíu milljarða króna, 1.960.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá tíu milljörðum til tuttugu og fimm milljarða króna, 3.650.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá tuttugu og fimm milljörðum til eitt hundrað milljarða króna og 4.210.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir. Það sem þá er ógreitt af eftirlitsgjaldi skv. 1. málsl. greiðist í hlutfalli við hreina eign til greiðslu lífeyris.
  7. Verðbréfamiðstöðvar skulu greiða 0,84% af rekstrartekjum, þó eigi lægri fjárhæð en 350.000 kr.
  8. Innlánsdeildir samvinnufélaga skulu greiða fastagjald sem nemur 300.000 kr.
  9. Íbúðalánasjóður skal greiða 0,00275% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.
  10. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta og öryggissjóðir samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta skulu greiða fastagjald sem nemur 300.000 kr.

     Útibú erlendra eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal eftirlitsskyldur aðili, sem er að minnsta kosti að 9/ 10 hlutum í eigu annars eftirlitsskylds aðila, greiða 1/ 5 hluta eftirlitsgjalds samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr. enda hafi móðurfélagið heimild til sömu starfsemi og dótturfélagið. Ákvæði þetta á þó ekki við um lágmarksgjald skv. 1. mgr.
     Eignarhaldsfélög á fjármálasviði, eignarhaldsfélög á vátryggingasviði, blönduð eignarhaldsfélög, blönduð eignarhaldsfélög á vátryggingasviði og blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi skulu greiða fastagjald sem nemur 1.500.000 kr.
     Útgefendur hlutabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna hlutabréfa sinna. Greiða skal 300.000 kr. fastagjald vegna hlutabréfa að markaðsvirði undir fimm milljörðum króna, 800.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá fimm til tuttugu og fimm milljarða króna, 2.400.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá tuttugu og fimm til eitt hundrað milljarða króna, 4.400.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá eitt hundrað til fimm hundruð milljarða króna og 6.300.000 kr. vegna hlutabréfa með markaðsvirði yfir fimm hundruð milljarða króna.
     Útgefendur skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna skuldabréfa sinna. Greiða skal 100.000 kr. fastagjald vegna skuldabréfa að markaðsvirði undir einum milljarði króna, 150.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá einum til fimm milljarða króna, 350.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá fimm til tíu milljarða króna, 600.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá tíu til fimmtíu milljarða króna, 850.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá fimmtíu til tvö hundruð milljarða króna og 1.000.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði yfir tvö hundruð milljarða króna.
     Eftirlitsgjald skal reiknast í heilum þúsundum króna. Við álagningu skal jafnframt færa álagningarstofna í þúsundir króna.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „eftirlitsskyldum aðilum“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: og öðrum gjaldskyldum aðilum.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framangreind greiðsluskipting tekur þó ekki til álagðs eftirlitsgjalds sem nemur 300.000 kr. eða lægri fjárhæð og innheimta skal í einni greiðslu 1. febrúar.
  3. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
  4.      Ákvæði lokamálsliðar 3. mgr. gildir eftir því sem við á um fjármálagerninga sem teknir hafa verið úr viðskiptum á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi á álagningarári.


5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 2007.