Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 445, 135. löggjafarþing 90. mál: veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (friðun hafsvæða).
Lög nr. 149 19. desember 2007.

Lög um breyting á lögum nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. bætist: og varðveislu viðkvæmra hafsvæða.
  2. 2. málsl. hljóðar svo: Getur ráðherra með reglugerð m.a. ákveðið sérstök friðunarsvæði þar sem veiðar með öllum eða tilteknum veiðarfærum eru bannaðar.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 2007.