Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 242. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 462  —  242. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigríði Auði Arnardóttur og Sigurbjörgu Sæmundsdóttur frá umhverfisráðuneyti, Guðlaug Sverrisson frá Úrvinnslusjóði og Eirík Hannesson frá Endurvinnslunni.
    Í frumvarpinu er lagt til að heimild Endurvinnslunnar til einkaleyfis á móttöku einnota drykkjarvöruumbúða sem skilagjald er greitt fyrir verði framlengd til 1. janúar 2010 í stað þess að hún falli úr gildi 1. janúar 2008 eins og gert hefur verið ráð fyrir. Með frestuninni skapast svigrúm til að láta reyna á vilja annarra aðila til að taka að sér verkefni Endurvinnslunnar á grundvelli framleiðendaábyrgðar.
    Þá er í frumvarpinu lagt til að heyrúlluplast verði talið með öðrum plastumbúðum sem bera úrvinnslugjald. Þetta er lagt til að ósk Bændasamtaka Íslands.
    Loks er í frumvarpinu lögð til 25% hækkun úrvinnslugjalds á málningu og litarefni og 41% hækkun úrvinnslugjalds á vörur í ljósmyndaiðnaði. Þessar breytingar eru lagðar til þar sem tekjur viðkomandi sjóða hafa ekki staðið undir rekstri þeirra. Gert er ráð fyrir að sjóðirnir nái jafnvægi á 3–5 árum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Höskuldur Þórhallsson skrifar undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 11. des. 2007.Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Kjartan Ólafsson.


Kolbrún Halldórsdóttir.Illugi Gunnarsson.


Katrín Júlíusdóttir.


Höskuldur Þórhallsson,


með fyrirvara.Guðfinna S. Bjarnadóttir.


Ólöf Nordal.


Árni Þór Sigurðsson.