Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 464  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá Árna Þór Sigurðssyni, Jóni Bjarnasyni,
Álfheiði Ingadóttur og Atla Gíslasyni.


Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
         Við 11-501 Ferðamálastofa
         a. 1.11 Ferðamálasamtök landshluta          45,0     30,0     75,0
         b. 1.21 Fjölsóttir ferðamannastaðir          64,3     20,0     84,3
         c. 1.44 Markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu          0,0     75,0     75,0
         d. Greitt úr ríkissjóði           364,7     125,0     489,7


Greinargerð.


    Í a-lið tillögunnar er lögð til 30 m.kr. hækkun á framlagi til upplýsingamiðstöðva en hluti 45 m.kr. framlags samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er ætlað til þess verkefnis.
    20 m.kr. hækkun á fjárveitingum í b-lið er ætluð til úrbóta í umhverfismálum á fjölsóttum ferðamannastöðum.
    Í c-lið er svo lögð til sérstök fjárveiting á nýju viðfangsefni til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 70 m.kr. til markaðssóknar, annars vegar undir viðfangsefninu 11-501-1.05, Landkynningarskrifstofur erlendis, (40 m.kr.) og hins vegar undir viðfangsefninu 11-599-1.44, Markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu (30 m.kr.) hjá iðnaðarráðuneyti, en þessi viðfangsefni voru áður á lið samgönguráðuneytis. Til þessa mikilvæga verkefnis var varið rúmlega 300 m.kr. árið 2004 og um 150 m.kr. hvort ár 2005 og 2006. Hér er lagt til að árið 2008 verði í heild varið svipuðum fjármunum og 2006 til þessa þýðingarmikla starfs.