Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 229. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 541  —  229. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 14. des.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
     a.      1. og 2. mgr. orðast svo:
                      Tollafgreiðslugengi skal miða við opinbert viðmiðunargengi sem skráð er af Seðlabanka Íslands hvern virkan dag. Tollafgreiðslugengi þeirra gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands tekur ekki til opinberrar skráningar skal ákvarðað af tollstjóranum í Reykjavík að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands.
                      Við tollafgreiðslu sendinga skal ákvörðun tollverðs byggð á tollafgreiðslugengi eins og opinbert viðmiðunargengi er skráð af Seðlabanka Íslands síðasta virkan dag á undan.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tollafgreiðslugengi.

2. gr.

    2. mgr. 68. gr. laganna orðast svo:
    För skv. 1. mgr. eru undanþegin innsiglun vista, birgða og annars varnings um borð.

3. gr.

    Við 1. mgr. 69. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo:
     6.      Umflutningsgeymslum, sbr. 108. gr. a – 108. gr. d.

4. gr.

     Í stað orðanna „2.–5. tölul.“ í 2. mgr. 70. gr., 1. mgr. 76. gr. og 1. mgr. 120. gr. laganna kemur: 2.–6. tölul.

5. gr.

    Í stað orðanna „eða á frísvæði, sbr. 2.–5. tölul. 1. mgr. 69. gr.“ í 1. mgr. 79. gr. laganna kemur: umflutningsgeymslu eða á frísvæði, sbr. 2.–6. tölul. 1. mgr. 69. gr.

6. gr.

    Við 82. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. og orðast svo:
    Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda að breyttu breytanda um flutning á ótollafgreiddum vörum frá farmflytjanda á geymslusvæði sem ekki er á hans ábyrgð.

7. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 83. gr. laganna orðast svo: Við flutning á ótollafgreiddum vörum í tollfrjálsa verslun eða tollfrjálsa forðageymslu skal farið eftir eftirfarandi formreglum um flutning er kallast tollband.

8. gr.

    1. mgr. 88. gr. laganna orðast svo:
    Að uppfylltum skilyrðum 1.–3. og 5.–7. tölul. 1. mgr. 91. gr. getur tollstjórinn í Reykjavík heimilað lögaðilum að reka afgreiðslugeymslur fyrir ótollafgreiddar vörur.

9. gr.

    Fyrirsögn á undan 88. gr. laganna verður: Afgreiðslugeymslur.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 91. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: tollstjórinn í Reykjavík.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Tollstjórinn í Reykjavík.

11. gr.

    Í stað orðanna „Ráðherra getur að fenginni tillögu tollstjórans í Reykjavík“ í 92. gr. laganna kemur: Tollstjórinn í Reykjavík getur.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. málsl. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: Tollstjórinn í Reykjavík.
     b.      Í stað orðanna „Ráðherra getur að fenginni tillögu tollstjórans í Reykjavík“ í 2. mgr. kemur: Tollstjórinn í Reykjavík getur.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 96. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: tollstjórinn í Reykjavík.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Tollstjórinn í Reykjavík.

14. gr.

    Í stað orðanna „Ráðherra getur að fenginni tillögu tollstjórans í Reykjavík“ í 97. gr. laganna kemur: Tollstjórinn í Reykjavík getur.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 101. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: tollstjórinn í Reykjavík.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 3. mgr. kemur: Tollstjórinn í Reykjavík.

16. gr.

    Í stað orðanna „Ráðherra getur að fenginni tillögu tollstjórans í Reykjavík“ í 102. gr. laganna kemur: Tollstjórinn í Reykjavík getur.

17. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. mgr. 104. gr. laganna kemur: tollstjórinn í Reykjavík.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 105. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: tollstjórinn í Reykjavík.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 3. mgr. kemur: Tollstjórinn í Reykjavík.

19. gr.

    Í stað orðanna „Ráðherra getur að fenginni tillögu tollstjórans í Reykjavík“ í 106. gr. laganna kemur: Tollstjórinn í Reykjavík getur.

20. gr.

    Á eftir 108. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar ásamt fyrirsögninni Umflutningsgeymslur og orðast greinarnar svo ásamt fyrirsögnum:

    a. (108. gr. a.)

Starfsleyfi.

    Að fenginni skriflegri umsókn og að uppfylltum skilyrðum 1.–9. tölul. 1. mgr. 91. gr. getur tollstjórinn í Reykjavík heimilað lögaðilum að reka umflutningsgeymslur.
    Leyfi skal veitt þeim einum sem starfa í þeim tilgangi að veita öðrum þá þjónustu sem felst í rekstri umflutningsgeymslu. Leyfishöfum sjálfum skal óheimilt að geyma þar vörur eða stunda þar iðnaðarframleiðslu, verslun, umboðssölu, heildsölu eða smásölu.
    Tollstjórinn í Reykjavík skal halda skrá yfir leyfishafa samkvæmt þessari grein. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja umflutningsgeymslu.
    Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi leyfishafi ekki veitt þjónustu sem honum er heimilt að veita samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.

    b. (108. gr. b.)

Afturköllun starfsleyfis.

    Tollstjórinn í Reykjavík getur afturkallað starfsleyfi skv. 108. gr. a uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.

    c. (108. gr. c.)

Vörur sem heimilt er að flytja í umflutningsgeymslu.

    Heimilt er að flytja ótollafgreiddar vörur í umflutningsgeymslu úr fari eða afgreiðslugeymslu. Vörur sem háðar eru innflutningsleyfum er heimilt að flytja í umflutningsgeymslu, enda þótt leyfi liggi ekki fyrir.
    Heimilt er að flytja innlendar vörur í umflutningsgeymslu ef þær eru ætlaðar til að viðhalda óbreyttu ástandi umflutningsvörunnar eða varna umflutningsvöru skemmdum, sbr. 108. gr. d.
    Óheimilt er að flytja vörur í umflutningsgeymslu á annað geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur. Þá er óheimilt að afhenda vörur úr umflutningsgeymslu til notkunar innan lands.

    d. (108. gr. d.)

Aðvinnsla í umflutningsgeymslu.

    Iðnaðarframleiðsla og önnur aðvinnsla vöru er óheimil í umflutningsgeymslu.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru aðgerðir til þess að viðhalda óbreyttu ástandi vörunnar eða til þess að verja hana gegn skemmdum heimilar í umflutningsgeymslum.

21. gr.

    12. tölul. 1. mgr. 195. gr. laganna orðast svo: Eftirlitsgjald vegna tolleftirlits með tollfrjálsum forðageymslum, tollfrjálsum verslunum og tollfrjálsum birgðageymslum þeirra, frísvæðum og umflutningsgeymslum.

22. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi að undanskilinni 1. gr. sem tekur gildi 1. febrúar 2008.