Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 351. máls.

Þskj. 591  —  351. mál.



Frumvarp til laga

um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings
á útgáfu starfsleyfa til landlæknis.

(Lagt fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)




I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 41/2007, um landlækni.

1. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: heilbrigðisráðherra.

2. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. tölul. 3. gr. laganna kemur: landlæknis.

3. gr.

    Við 4. gr. laganna bætist nýr stafliður, e-liður, sem orðast svo: að veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið“ í 4. málsl. 5. mgr. kemur: heilbrigðisráðuneytið; og orðin „Tryggingastofnun ríkisins“ í sama málslið falla brott.
     b.      Á eftir 4. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Hið sama gildir um Tryggingastofnun ríkisins.

5. gr.

    4. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Komi áminning landlæknis skv. 14. gr. ekki að haldi getur hann ákveðið að viðkomandi skuli sviptur starfsleyfi að fullu eða tímabundið.
     b.      Í stað orðanna „Ráðherra getur svipt heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi, án undangenginnar áminningar að fenginni tillögu landlæknis“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Landlæknir getur svipt heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi án undangenginnar áminningar.
     c.      Í stað orðanna „ráðherra heimilt að fenginni tillögu landlæknis“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: landlækni heimilt.
     d.      2. málsl. 5. mgr. fellur brott.
     e.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: landlæknir.
     f.      Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein sem verður 6. mgr. og orðast svo:
                  Ákvörðun landlæknis um sviptingu starfsleyfis eða takmörkun starfsleyfis sætir kæru til ráðherra.

7. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 16. gr. laganna kemur: landlæknis.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Ráðherra getur að tillögu landlæknis“ í 1. málsl. kemur: Landlæknir getur.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. málsl. kemur: Landlæknir.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Komi áminning landlæknis skv. 14. gr. ekki að haldi getur hann ákveðið að svipta viðkomandi lækni eða tannlækni leyfi til þess að ávísa lyfjum, öllum eða einstökum flokkum, enda þyki ekki ástæða til að svipta hann starfsleyfi skv. 15. gr.
     b.      3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: landlæknir.
     d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ákvörðun landlæknis um sviptingu réttar til að ávísa lyfjum sætir kæru til ráðherra.

10. gr.

    Í stað orðanna „Ráðherra getur að tillögu landlæknis“ í 20. gr. laganna kemur: Landlæknir getur.

11. gr.

    Orðið „landlæknis“ í 21. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingu.
12. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 7. tölul. 4. gr. laganna, sbr. 17. gr. laga nr. 160/2007, kemur: landlæknis.

III. KAFLI
Breyting á hjúkrunarlögum, nr. 8/1974, með síðari breytingum.
13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Landlæknir.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra skipar þrjá menn í hjúkrunarráð til fjögurra ára í senn. Skal einn nefndarmaður tilnefndur af menntamálaráðuneyti, einn af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og einn nefndarmaður skipaður án tilnefningar.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðanna „Hjúkrunarfélag Íslands“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

16. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 7. gr. laganna kemur: landlæknis.

17. gr.

    Í stað orðsins „Heilbrigðismálaráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Ráðherra.

18. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. gr. laganna.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/1976, um sálfræðinga, með síðari breytingum.
19. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis“ í 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í 2. mgr. kemur: Ráðherra.

21. gr.

    Í stað orðanna „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið“ í 7. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

22. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. gr. laganna.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/1976, um sjúkraþjálfun, með síðari breytingum.
23. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

24. gr.

    Orðin „og landlæknis“ í 2. málsl. 2. gr. laganna falla brott.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ kemur: landlækni.
     b.      Orðin „og landlæknir“ falla brott.

26. gr.

    Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein sem verður 4. gr. og orðast svo:
    Enginn sjúkraþjálfari má kalla sig sérfræðing í sérgrein innan sjúkraþjálfunar nema hann hafi fengið til þess leyfi landlæknis.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um skilyrði fyrir veitingu sérfræðileyfis í sérgreinum sjúkraþjálfunar.

27. gr.

    4.–12. gr. laganna verða 5.–13. gr.

28. gr.

    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 12. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

29. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/1977, um iðjuþjálfun, með síðari breytingum.
30. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

31. gr.

    Í stað orðanna „Háskóla Íslands og landlæknis“ í 2. málsl. 2. gr. laganna kemur: Háskólann á Akureyri.

32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ kemur: landlækni.
     b.      Í stað orðanna „Háskóla Íslands og landlæknir“ kemur: Háskólann á Akureyri.

33. gr.

    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 12. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

34. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða með lögunum orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu, þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1978, um þroskaþjálfa, með síðari breytingu.
35. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

36. gr.

    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 9. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

37. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 35/1978, um lyfjafræðinga, með síðari breytingum.
38. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.

39. gr.

    Í stað orðanna „ráðherra, er sendir þær til umsagnar landlæknis og“ í 2. gr. laganna kemur: landlæknis er sendir þær til umsagnar.

40. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: landlæknis.

41. gr.

    Í stað orðanna „ráðherra, er sendir þær til umsagnar sömu aðilum og taldir eru í 2. gr.“ í 5. gr. laganna kemur: landlæknis er sendir þær til umsagnar Háskóla Íslands skv. 2. gr.

42. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „aðstoðarlyfjafræðingsprófi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: BS-prófi í lyfjafræði.
     b.      Í stað orðanna „og 2.–4. mgr.“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 1. mgr. og 2. og 3. mgr.
     c.      2. mgr. fellur brott.

43. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Lyfjaeftirliti ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Lyfjastofnun.
     b.      Í stað orðsins „lyfjaeftirliti“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: Lyfjastofnun.
     c.      Í stað orðsins „meinatækna“ í 2. mgr. kemur: lífeindafræðinga.

44. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. 14. gr. laganna kemur: landlækni.

45. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1., 4. og 15. gr. laganna.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1980, um lífeindafræðinga, með síðari breytingum.
46. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

47. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 4. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.

48. gr.

    3. gr. laganna fellur brott.

49. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. og 3. mgr. 2. gr. laganna.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 17/1984, um sjóntækjafræðinga, með síðari breytingum.
50. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

51. gr.

    2. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Leita skal umsagnar læknadeildar Háskóla Íslands og Félags sjóntækjafræðinga áður en leyfið er veitt.

52. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: landlækni.

53. gr.

    4. gr. laganna fellur brott.

54. gr.

    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 10. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

55. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/1984, um sjúkraliða, með síðari breytingum.
56. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

57. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „heilbrigðisráðuneytisins“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: landlæknis.
     c.      Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 3. mgr. kemur: landlæknir.

58. gr.

    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 8. gr. laganna kemur: Heilbrigðisráðherra.

59. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

XII. KAFLI
Breyting á ljósmæðralögum, nr. 67/1984, með síðari breytingum.
60. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.

61. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „lokið hefur prófi“ í 1. mgr. kemur: í ljósmóðurfræðum frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eða prófi.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Landlæknir.
     c.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: heilbrigðisráðherra.
     d.      Í stað orðanna „Ljósmæðraskóla Íslands“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

62. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: landlæknis.

63. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laganna.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 38/1985, um tannlækningar, með síðari breytingum.
64. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.

65. gr.

    Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: landlækni.

66. gr.

    Orðin „og landlæknis“ í 5. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

67. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: heilbrigðisráðuneytisins.

68. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 12. gr. laganna kemur: landlæknis.

69. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skýrir hann ráðherra frá málavöxtum“ í 2. málsl. kemur: skal hann leita álits tannlæknadeildar Háskóla Íslands.
     b.      3. málsl. fellur brott.

70. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. gr. laganna.

XIV. KAFLI
Breyting á læknalögum, nr. 53/1988, með síðari breytingum.
71. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. kemur: Heilbrigðisráðherra.

72. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 2. mgr. kemur: heilbrigðisráðherra.
     b.      Orðin „landlæknis og“ í 3. mgr. falla brott.

73. gr.

    Í stað orðanna „ráðherra eftir meðmælum landlæknis“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: landlæknir.

74. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. kemur: landlæknis.
     b.      Orðin „landlæknis og“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.

75. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 1. mgr. laganna orðast svo: Um lyfjaauglýsingar fer samkvæmt lyfjalögum.
     b.      Orðið „lækningaáhöld“ í 3. mgr. fellur brott.

76. gr.


    2. málsl. 26. gr. laganna orðast svo: Landlæknir getur þó, að fenginni umsókn viðkomandi læknis, veitt undanþágu frá þessu ákvæði til eins árs í senn.

77. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:
     a.      2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum fellur brott.
     b.      Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
                  Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. gr. laganna.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 95/1990, um félagsráðgjöf, með síðari breytingum.
78. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: landlæknis.

79. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðisráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: landlæknis.

80. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 4. gr. laganna.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta,
með síðari breytingum.

81. gr.

    Í stað orðsins „heilbrigðismálaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: heilbrigðisráðherra.

82. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „löggildingu heilbrigðismálaráðherra“ í 1. mgr. kemur: starfsleyfi landlæknis.
     b.      Í stað orðsins „reglur“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: reglugerð.
     c.      Orðin „og landlæknis“ í 3. mgr. falla brott.

83. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Rétt til þess að nota hér á landi starfsheiti sem heilbrigðisráðherra ákveður að fella undir lög þessi, sbr. 2. gr., hafa þeir einir sem hlotið hafa til þess starfsleyfi landlæknis.

84. gr.

    Í stað orðanna „heilbrigðismálaráðherra hefur veitt löggildingu“ í 5. gr. laganna kemur: landlæknir hefur veitt starfsleyfi.

85. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. mars 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. gr. laganna.

XVII. KAFLI
Gildistaka.
86. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. mars 2008.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta miðar að því að útgáfa starfsleyfa til heilbrigðisstétta, ásamt ýmiss konar vottorðaútgáfu sem þeim fylgir, verði flutt frá heilbrigðisráðuneyti til landlæknis.
    Samkvæmt aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland sem samþykkt var í ríkisstjórn 17. október 2006 var gert ráð fyrir að hvert ráðuneyti setti sér langtímaáætlun um einföldun opinberra reglna og stjórnsýslu. Heilbrigðisráðuneytið setti sér slíka áætlun til tveggja ára og miðast hún við 1. október 2007 – 1. október 2009. Frumvarp þetta er liður í þeirri áætlun.
    Helstu rökin fyrir flutningi starfsleyfa heilbrigðisstétta til landlæknis eru þau að um er að ræða stjórnsýslu sem telja verður að eigi frekar heima á verksviði stofnunar en ráðuneytis. Þess má geta að annars staðar á Norðurlöndum sjá hinar ýmsu undirstofnanir norrænna ráðuneyta um útgáfu starfsleyfa og vottorða vegna þeirra en samning frumvarpa og reglugerða er varða starfsleyfi eru hjá ráðuneytum.
    Í öðru lagi er breytingin ákjósanleg út frá sjónarmiðum um réttaröryggi. Umsækjandi um starfsleyfi getur borið ákvörðun landlæknis undir ráðuneytið og þannig látið fjalla um mál sitt á tveimur stjórnsýslustigum.
    Loks er hér um að ræða einföldun á málsmeðferð og styttingu málsmeðferðartíma þar sem ráðuneytið hefur sent flestar umsóknir um starfsleyfi til umsagnar hjá landlækni.
    Með þessu frumvarpi er þó aðeins tekið fyrsta skrefið í átt til einföldunar á þessu sviði. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið unnið að samningu lagafrumvarps um heilbrigðisstéttir með það að markmiði að þær muni allar heyra undir ein lög. Nú er í gildi fjöldi laga og reglugerða um hverja einstaka heilbrigðisstétt sem nánast öll byggjast á læknalögum og vísa í þau. Einn lagabálkur um heilbrigðisstéttir, eins og stefnt er að, mun því leiða til enn frekari einföldunar.
    Helstu atriði frumvarpsins eru þessi:
     1.      Hvarvetna þar sem þess er getið í lögum um heilbrigðisstéttir að heilbrigðisráðherra gefi út starfsleyfi er lagt til að útgáfa leyfanna flytjist til landlæknis.
     2.      Í samræmi við lög nr. 109/2007 um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/ 1969, er heiti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis breytt í heilbrigðisráðherra og heilbrigðisráðuneyti þar sem það á við.
     3.      Nokkur úrelt ákvæði laga um heilbrigðisstéttir eru lagfærð og leiðrétt.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um breytingu á lögum nr. 41/2007, um landlækni.


Um 1. gr.


    Í greininni er lagt til að heiti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í 1. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni, verði breytt í heilbrigðisráðherra í samræmi við lög nr. 109/2007, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969.

Um 2. gr.


    Sú breyting sem hér er lögð til á 3. gr. laganna er í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 3. gr.


    Lagt er til að við upptalningu 4. gr. laganna á hlutverkum landlæknis bætist það hlutverk að veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta.

Um 4. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 8. gr. laganna. Varðandi a-lið vísast til skýringa við 1. gr. frumvarpsins. Í b- og c-lið greinarinnar eru lagðar til orðalagsbreytingar sem skýrast af því að frá og með 1. janúar 2008 heyrir Tryggingastofnun ríkisins ekki lengur undir heilbrigðisráðherra. Ekki er um efnisbreytingu að ræða.

Um 5. gr.


    Í greininni er lagt til að 4. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna falli brott. Ekki er talin ástæða til að landlæknir sendi ráðherra afrit af áminningum sem veittar er heilbrigðisstarfsmönnum þar sem leyfissviptingar verða ekki lengur á höndum ráðherra. Jafnframt ber að líta til þess að ákvarðanir landlæknis um veitingu áminninga sæta kæru til ráðherra.

Um 6. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 15. gr. laganna þess efnis að vald til að svipta heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi færist frá ráðherra til landlæknis. Svipting starfsleyfis verður hins vegar kæranleg til ráðherra.

Um 7. gr.


    Í samræmi við megintilgang frumvarpsins til lögð til sú breyting á 16. gr. laganna að heilbrigðisstarfsmaður geti afsalað sér starfsleyfi með tilkynningu til landlæknis í stað ráðherra áður.

Um 8. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 17. gr. laganna þess efnis að vald til endurveitingar starfsleyfis færist frá ráðherra til landlæknis.

Um 9. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 19. gr. laganna þess efnis að vald til að svipta lækni eða tannlækni leyfi til þess að ávísa lyfjum færist frá ráðherra til landlæknis. Svipting réttar til að ávísa lyfjum verður hins vegar kæranleg til ráðherra.

Um 10. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 20. gr. laganna þess efnis að vald til endurveitingar réttar til að ávísa lyfjum færist frá ráðherra til landlæknis.

Um 11. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um breytingu á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu.


Um 12. gr.


    Sú breyting sem hér er lögð til á 7. tölul. 4. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, er í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um breytingu á hjúkrunarlögum, nr. 8/1974.


Um 13. gr.


    Í greininni er lögð til breyting á 1. gr. hjúkrunarlaga, nr. 8/1974, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 14. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 2. gr. laganna. Fyrri stafliður greinarinnar þarfnast ekki skýringa. Í seinni stafliðnum er lagfært orðalag ákvæðis um skipan hjúkrunarráðs en ekki er um efnisbreytingu að ræða.

Um 15. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 3. gr. laganna. Fyrri stafliður greinarinnar þarfnast ekki skýringa. Í seinni stafliðnum er lagfærð tilvísun til stéttarfélags hjúkrunarfræðinga.

Um 16. og 17. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.

Um 18. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 40/1976, um sálfræðinga.


Um 19. og 20. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1. og 5. gr. laga um sálfræðinga, nr. 40/1976, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 21. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 22. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir sálfræðingar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 58/1976, um sjúkraþjálfun.


Um 23.–25. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1.–3. gr. laga um sjúkraþjálfun, nr. 58/1976, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 26. gr.


    Lagt er til að við lögin bætist ný grein, sem verði 4. gr., þar sem kveðið verði á um útgáfu sérfræðileyfa til sjúkraþjálfara. Sérfræðileyfi hafa hingað til verið veitt sjúkraþjálfurum á grundvelli reglugerðar sem sett er með stoð í lögum nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, en eðlilegra þykir að kveði sé á um heimild til veitingar slíkra leyfa í lögum um sjúkraþjálfun.

Um 27. og 28. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.

Um 29. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir sjúkraþjálfarar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 75/1977, um iðjuþjálfun.


Um 30. gr.


    Í greininni er lögð til breyting á 1. gr. laga um iðjuþjálfun, nr. 75/1977, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 31. gr.


    Hér er lögð til sú leiðrétting á 2. gr. laganna að vísað verði til Háskólans á Akureyri í stað Háskóla Íslands, enda er iðjuþjálfun eingöngu kennd við fyrrnefnda skólann.

Um 32. gr.


    Vísað er til skýringa við 30. og 31. gr.

Um 33. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 34. gr.


    Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði fellt brott þar sem iðjuþjálfun er nú kennd við Háskólann á Akureyri. Enn fremur er lagt til að í nýju ákvæði til bráðabirgða verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir iðjuþjálfar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 18/1978, um þroskaþjálfa.


Um 35. gr.


    Í greininni er lögð til breyting á 1. gr. laga um þroskaþjálfa, nr. 18/1978, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 36. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 37. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir þroskaþjálfar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 35/1978, um lyfjafræðinga.


Um 38.–41. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1., 2., 4. og 5. gr. laga um lyfjafræðinga, nr. 35/1978, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 42. gr.


    Lagðar eru til leiðréttingar á 6. gr. laganna vegna breytinga á námi lyfjafræðinga. Það sem áður var nefnt aðstoðarlyfjafræðingspróf er nú BS-próf í lyfjafræði og áratugir eru síðan Lyfjafræðingaskóli Íslands var lagður niður. Í b-lið er leiðrétt röng tilvísun í 3. gr. laganna.

Um 43. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 12. gr. laganna þar sem Lyfjaeftirlit ríkisins heitir nú Lyfjastofnun. Enn fremur er löggilta starfsheitið „meinatæknir“ ekki lengur til og er nú „lífeindafræðingur“.

Um 44. gr.


    Vísað er til skýringa við 38.–41. gr.

Um 45. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir lyfjafræðingar og aðstoðarlyfjafræðingar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 99/1980, um lífeindafræðinga.


Um 46. og 47. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1. og 2. gr. laga um lífeindafræðinga, nr. 99/1980, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 48. gr.


    Samkvæmt 3. gr. laganna er heimilt að gefa út takmarkað og/eða tímabundið starfsleyfi til þeirra sem voru í starfi þegar lögin tóku gildi árið 1980 en uppfylltu ekki skilyrði 2. gr. laganna. Þetta ákvæði er nú löngu úrelt og því lagt til að það falli brott.

Um 49. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir lífeindafræðingar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 17/1984, um sjóntækjafræðinga.


Um 50. gr.


    Í greininni er lögð til breyting á 1. gr. laga um sjóntækjafræðinga, nr. 17/1984, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 51. gr.


    Í samræmi við ákvæði annarra laga um heilbrigðisstéttir er lögð til sú breyting á 2. málsl. 2. gr. laganna að umsagnir um starfsleyfi verði á vegum læknadeildar Háskóla Íslands í stað þess að tilgreina sérstaklega að þær skuli koma frá prófessor í augnlækningum.

Um 52. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 53. gr.


    Samkvæmt 4. gr. laganna er heimilt að gefa út starfsleyfi til þeirra sem voru í starfi þegar lögin tóku gildi árið 1984 og höfðu starfað í fimm ár samfellt en uppfylltu ekki skilyrði 2. gr. laganna. Þetta ákvæði er nú löngu úrelt og því lagt til að það falli brott.

Um 54. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 55. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir sjóntækjafræðingar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 58/1984, um sjúkraliða.


Um 56. og 57. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1. og 5. gr. laga um sjúkraliða, nr. 58/1984, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 58. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 59. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir sjúkraliðar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á ljósmæðralögum, nr. 67/1984.


Um 60. gr.


    Í greininni er lögð til breyting á 1. gr. ljósmæðralaga, nr. 17/1984, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 61. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 2. gr. laganna. Breytingar hafa orðið á námi í ljósmóðurfræðum sem nú eru kennd við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í stað Ljósmæðraskóla Íslands áður. Í a- og d-lið eru lagðar til leiðréttingar í samræmi við þessa breytingu. B- og c-liður þarfnast ekki skýringa.

Um 62. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 63. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þær ljósmæður sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 38/1985, um tannlækningar.


Um 64.–69. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1.–3., 5., 12. og 13. gr. laga um tannlækningar, nr. 38/1985, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 70. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir tannlæknar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á læknalögum, nr. 53/1988.


Um 71.–74. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1., 2., 4. og 5. gr. læknalaga, nr. 53/1988, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 75. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 23. gr. laganna. Vísað er til lyfjalaga sem löngu eru fallin brott og sú tilvísun er lagfærð. Enn fremur er felld brott vísun í lækningaáhaldaauglýsingar enda er nú heimilt að auglýsa lækningatæki, sbr. lög um lækningatæki.

Um 76. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 77. gr.


    Lagt er til að 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum verði felld brott þar sem ákvæðið hefur ekki lengur þýðingu. Enn fremur er lagt til að í nýju ákvæði til bráðabirgða verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir læknar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 95/1990, um félagsráðgjöf.


Um 78. og 79. gr.


    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1. og 4. gr. laga nr. 95/1990, um félagsráðgjöf, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis.

Um 80. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum fyrir 1. mars 2008 haldi gildi sínu. Þeir félagsráðgjafar sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um breytingu á lögum nr. 24/1985, um starfsheiti


og starfsréttindi heilbrigðisstétta.
Um 81.–84. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 1.–3. og 5. gr. laga nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, með síðari breytingum, í samræmi við þá meginbreytingu sem felst í frumvarpi þessu að útgáfa starfsleyfa flytjist frá heilbrigðisráðherra til landlæknis. Enn fremur er hugtakanotkun lagfærð.

Um 85. gr.


    Lagt er til að í ákvæði til bráðabirgða í lögunum verði kveðið á um að leyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögunum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, fyrir 1. mars 2008, haldi gildi sínu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa starfsleyfi í gildi, útgefin af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þurfa því ekki að sækja um starfsleyfi á ný þótt útgáfa þeirra flytjist til landlæknisembættisins.

Um 86. gr.


    Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. mars 2008.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum
vegna flutnings á útgáfu starfsleyfa til landlæknisembættisins.

    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings á útgáfu starfsleyfa til landslæknisembættisins. Hvarvetna þar sem þess er getið í lögum um heilbrigðisstéttir að heilbrigðisráðherra gefi út starfsleyfi er lagt til að útgáfa leyfanna flytjist til landlæknisembættis.
    Frumvarpið felur ekki í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð verði það að lögum en gert er ráð fyrir að laun og önnur rekstrargjöld ráðuneytisins lækki um 7,5 m.kr. á ári vegna flutnings verkefnanna en hækki að sama skapi hjá landlæknisembættinu. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. mars 2008 og nemur því kostnaður sem flyst frá ráðuneyti til landlæknisembættis 6,3 m.kr. á árinu 2008.