Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 51. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Nr. 4/135.

Þskj. 700  —  51. mál.


Þingsályktun

um varðveislu Hólavallagarðs.


    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að skipa nefnd til að vinna að því að tryggja varðveislu, uppbyggingu og kynningu á þeim umhverfis- og menningarsögulegu verðmætum sem eru fólgin í kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallagarði.

Samþykkt á Alþingi 26. febrúar 2008.