Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 271. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 734  —  271. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 2. gr. Í stað orðsins „hefðbundnir“ í 3. tölul. komi: óendurnýjanlegir.
     2.      Við 3. gr.
           a.      1. mgr. orðist svo:
                     Landsnet hf. annast útgáfu upprunaábyrgða á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum.
           b.      Í stað tilvísananna „1. mgr.“ og „2. mgr.“ í 3. mgr. komi: 4. gr., og: 6. gr.
     3.      Við 4. gr.
           a.      Í stað orðanna „Staðlaðar upprunaábyrgðir“ í 1. mgr. komi: Upprunaábyrgðir.
           b.      2. mgr. falli brott.
           c.      Í stað orðsins „rafmagns“ í 3. mgr. komi: raforku.
           d.      Í stað orðanna „eitt ábyrgðarskírteini“ 4. mgr. komi: eina upprunaábyrgð.
     4.      Við 5. gr. Í stað orðanna „30 dögum“ í 1. mgr. komi: 90 dögum.