Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 498. máls.

Þskj. 792  —  498. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu bókunar um breytingu á samningi
um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum.

(Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta bókun, sem gerð var í London 2. maí 1996, um breytingu á samningi um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum sem gerður var í London 19. nóvember 1976.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta bókun, sem gerð var í London 2. maí 1996, um breytingu á samningi um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum sem gerður var í London 19. nóvember 1976. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal I með þessari tillögu, en bókunin sem fylgiskjal II.
    Líkt og samningurinn sem hún breytir var bókunin gerð á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO). Samningurinn tilgreinir hverjum er heimilt að takmarka ábyrgð sína vegna sjóréttarkrafna svo og til hvaða krafna heimild til takmörkunar ábyrgðar tekur. Með samningnum er skipaeigendum og björgunarmönnum veitt heimild til að takmarka fjárhæð skaðabótaábyrgðar vegna krafna er varða m.a. manntjón, líkamstjón, eignamissi og eignatjón, sem verða í ákveðnum tilvikum, svo og tjón sem hlýst sökum tafa á sjóflutningum farms, farþega eða farangurs þeirra eða brota á öðrum rétti en samningsrétti.
    Hlutverk bókunarinnar er að hækka þær fjárhæðir, sem tilgreindar eru í samningnum, þar sem verðgildi þeirra hefur rýrnað verulega frá 1976. Að auki er útreikningi bóta breytt og einfaldari málsmeðferð við að breyta takmörkunarfjárhæðunum síðar meir komið á. Í samningnum frá 1976 og bókuninni við hann frá 1996 eru takmörkunarfjárhæðir reiknaðar á grundvelli stærðar skips mældri í brúttótonnum í stað brúttólesta eins og alþjóðasamþykkt um takmörkun á ábyrgð eigenda skipa sem á sjó sigla frá 1957 kvað á um.
    Ísland hefur ekki gerst aðili að samningnum frá 1976 en hefur hins vegar fullgilt samninginn frá 1957. Í 4. mgr. 17. gr. samningsins frá 1976 er kveðið á um að samningurinn skuli leysa af hólmi alþjóðasamþykktina frá 1957. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. bókunarinnar getur ríki gerst aðili að bókuninni án þess að hafa fyrst gerst aðili að samningnum frá 1976 og skal þá vera bundið af ákvæðum samningsins, með áorðnum breytingum samkvæmt bókuninni, gagnvart aðildarríkjum að henni en skal óbundið af ákvæðum samningsins gagnvart ríkjum sem eru einungis aðilar að samningnum. Samkvæmt 1. mgr. sömu greinar skulu aðildarríki að bókuninni skilja og túlka hana og samninginn innbyrðis eins og þau væru eitt skjal. Þrátt fyrir að Ísland væri ekki aðili að samningnum frá 1976 voru íslensk siglingalög, nr. 34/1985, löguð að ákvæðum hans, sbr. IX. kafla laganna um ábyrgð útgerðarmanns og takmörkun ábyrgðar.
    Í 7. gr. bókunarinnar frá 1996 segir að við 1. mgr. 18. gr. samningsins bætist eftirfarandi texti:
„1.     Sérhvert ríki getur, við undirritun, fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, eða hvenær sem er eftir það, áskilið sér rétt til að:
        a)    undanskilja beitingu d- og e-liðar 1. mgr. 2. gr.,
        b)    undanskilja kröfur vegna tjóns í skilningi alþjóðasamþykktar um ábyrgð og bætur fyrir tjón í tengslum við flutning hættulegra og skaðlegra efna á sjó frá 1996, eða breytinga eða bókana við hana.“
    Í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 159/2007 kom m.a. fram að heildarendurskoðun siglingalaga er hafin og gæti hún leitt til frekari breytinga á IX. kafla laganna um ábyrgð útgerðarmanns og takmörkun ábyrgðar. Vegna þeirrar vinnu og til þess að hafa ákveðið svigrúm til ákvarðanatöku er nauðsynlegt að nýtt verði framangreind heimild til að gera fyrirvara.
    Fyrri fyrirvarinn, þ.e. a-liður 1. mgr. 18. gr. samningsins, varðar ábyrgðartakmarkanir vegna krafna um að bjarga, flytja á brott, eyða eða gera skaðlaust skip sem hefur sokkið, brotnað, strandað eða er yfirgefið og krafna um að flytja á brott, eyða eða gera skaðlausan farm skips. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að þótt þær bótatakmörkunarfjárhæðir sem getið er í siglingalögum, eins og þeim var breytt með lögum nr. 159/2007, geti eftir atvikum dugað til að bæta það tjón sem orðið hefur er raunin ekki alltaf sú. Þau ríki sem gerast aðilar að bókuninni geta áskilið sér rétt til að ákveða sjálf hvaða bótareglur skuli gilda um þessar kröfur. Ef slíkur fyrirvari er gerður getur viðkomandi ríki t.d. ákveðið að láta útgerðarmenn bera ótakmarkaða ábyrgð á slíkum kröfum eða miða ábyrgðina við hærri fjárhæðir en þær sem eru tilgreindar í bókuninni.
    Seinni fyrirvarinn, þ.e. b-liður 1. mgr. 18. gr. samningsins, varðar tjón sem fellur undir alþjóðasamþykkt um ábyrgð og bætur fyrir tjón í tengslum við flutning hættulegra og skaðlegra efna á sjó (HNS-samninginn) frá 3. maí 1996. HNS-samningurinn skilgreinir ábyrgð útgerða og eigenda skipa og mun gera það mögulegt að borga fórnarlömbum óhappa þar sem hættuleg og skaðleg efni koma við sögu allt að 250 milljónir SDR (um 320 milljónir USD). Þó að Ísland sé ekki aðili að þessum samningi er nauðsynlegt að framangreindur fyrirvari sé gerður svo að hægt verði við heildarendurskoðun siglingalaga að taka afstöðu til þess hvort ákvæði bókunarinnar frá 1996 skuli einnig gilda um flutning hættulegra eða skaðlegra efna eða hvort Ísland skuli gerast aðili að HNS-samningnum.
    Öll hin norrænu ríkin eru aðilar að framangreindum samningi og bókun. Íslensk stjórnvöld telja rétt að fylgja fordæmi þeirra enda felur aðild að bókuninni í sér verulegar réttarbætur fyrir tjónþola.
    Á yfirstandandi löggjafarþingi voru samþykkt lög nr. 159/2007, um breytingu á siglingalögum, nr. 34 19. júní 1985, með síðari breytingum, og taka þau gildi 1. janúar 2009. Þau gera það að verkum að Ísland getur staðið við þær skuldbindingar sem bókunin leggur þeim ríkjum, sem hana staðfesta, á herðar.
Fylgiskjal I.


Samningur um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum, 1976.

(London 19. nóvember 1976)


AÐILDARRÍKIN AÐ SAMNINGI ÞESSUM,

SEM VIÐURKENNA að æskilegt er að setja með samningi tilteknar samræmdar reglur um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum,

HAFA ÁKVEÐIÐ að gera samning í þessum tilgangi og hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

I. KAFLI
RÉTTUR TIL TAKMÖRKUNAR
1. gr.
Aðilar sem hafa rétt til ábyrgðartakmörkunar.

1.     Skipaeigendur og björgunarmenn, eins og þeir eru hér eftir skilgreindir, mega takmarka ábyrgð sína í samræmi við reglur þessa samnings og að því er varðar kröfurnar í 2. gr.
2.     Hugtakið „skipaeigandi“ merkir eiganda, leigutaka, framkvæmdastjóra og útgerðarmann hafskips.
3.     „Björgunarmaður“ merkir hvern þann aðila sem býður þjónustu í tengslum við björgunarstörf. Í björgunarstörfum felast einnig aðgerðir sem um getur í d-, e- og f-lið 1. mgr. 2. gr.
4.     Ef kröfur, sem mælt er fyrir um í 2. gr., eru gerðar á hendur aðila, sem vegna gerða sinna, vanrækslu eða vanefnda gerir skipaeigandann eða björgunarmanninn ábyrgan, skal sá aðili eiga rétt á að bera fyrir sig þeirri takmörkun ábyrgðar sem kveðið er á um í þessum samningi.
5.     Í þessum samningi felur ábyrgð skipaeigandans í sér ábyrgð í málssókn gegn skipinu sjálfu.

6.     Vátryggjandi ábyrgðar á kröfum, sem eru háðar takmörkun í samræmi við reglur þessa samnings, skal eiga rétt á bótum samkvæmt þessum samningi að sama marki og vátryggði.
7.     Sá gjörningur að bera fyrir sig takmörkun ábyrgðar skal ekki fela í sér viðurkenningu á ábyrgð.

2. gr.
Kröfur með fyrirvara um takmörkun.

1.     Með fyrirvara um 3. og 4. gr. eru eftirfarandi kröfur, hver svo sem grundvöllur ábyrgðar kann að vera, með fyrirvara um takmörkun ábyrgðar:
a)    kröfur að því er varðar manntjón eða líkamstjón eða eignamissi eða eignatjón (þ.m.t. tjón á hafnarmannvirkjum, höfnum, vatnaleiðum og leiðsögutækjum) sem verður um borð eða í beinu sambandi við starfsemi skipsins eða björgunarstörf og tjón sem hlýst þar af,

b)    kröfur að því er varðar tjón sem hlýst sökum tafa á sjóflutningum farms, farþega eða farangurs þeirra,
c)    kröfur að því er varðar annað tjón sem hlýst af broti á öðrum rétti en samningsrétti og verður í beinu sambandi við starfsemi skipsins eða björgunarstörf,
d)    kröfur um að bjarga, flytja á brott, eyða eða gera skaðlaust skip sem hefur sokkið, brotnað, strandað eða er yfirgefið, þ.m.t. allt sem er eða hefur verið um borð í slíku skipi,
e)    kröfur um að flytja á brott, eyða eða gera skaðlausan farm skipsins,
f)    kröfur aðila annars en þess sem ber ábyrgð á ráðstöfunum í því skyni að afstýra eða draga úr tjóni, sem ábyrgur aðili getur takmarkað ábyrgð sína á samkvæmt þessum samningi, og frekara tjón sem hlýst af þessum ráðstöfunum.

2.     Kröfurnar, sem mælt er fyrir um í 1. mgr., skulu vera með fyrirvara um takmörkun ábyrgðar jafnvel þótt þær séu settar fram með fyrirvara um endurkröfu eða skaðabætur samkvæmt samningi eða með öðrum hætti. Þó skulu kröfur samkvæmt d-, e- og f- lið 1. mgr. ekki vera háðar takmörkun ábyrgðar að því marki sem þær tengjast þóknun samkvæmt samningi við aðilann sem ber ábyrgð.

3. gr.
Kröfur undanþegnar takmörkun.

Reglur þessa samnings gilda ekki um:
a)    kröfur vegna björgunar eða framlags til sameiginlegs sjótjóns,
b)    kröfur vegna tjóns af völdum olíumengunar í skilningi alþjóðasamnings um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar frá 29. nóvember 1969 eða hvers kyns breytingar á honum eða bókun við hann sem er í gildi,
c)    kröfur með fyrirvara um hvers kyns alþjóðasamning eða innanlandslöggjöf sem stýrir eða bannar takmörkun ábyrgðar á tjóni af völdum kjarnorku,
d)    kröfur gagnvart skipaeiganda kjarnorkuskips vegna tjóns af völdum kjarnorku,
e)    kröfur af hálfu þjónustumanna skipaeiganda eða björgunarmanns með skyldur tengdar skipinu eða björgunarstörfum, þ.m.t. kröfur erfingja þeirra, þeirra sem eru á framfæri þeirra eða annarra aðila sem eiga rétt á að gera slíkar kröfur, ef skipaeigandanum eða björgunarmanninum er ekki heimilt að takmarka ábyrgð sína hvað varðar slíkar kröfur samkvæmt lögum um samningsbundna þjónustu milli skipaeiganda eða björgunarmanns og slíkra þjónustumanna eða ef honum er samkvæmt slíkum lögum aðeins heimilt að takmarka ábyrgð sína við fjárhæð sem er hærri en sú sem kveðið er á um í 6. gr.

4. gr.
Hegðun sem útilokar takmörkun.

Aðili, sem ber ábyrgð, skal ekki eiga rétt á að takmarka ábyrgð sína ef sannað þykir að tjónið megi rekja til verknaðar hans eða vanrækslu, í því skyni að valda slíku tjóni, eða kæruleysis og ef viðkomandi hefði mátt vita að slíkt tjón hlytist af.

5. gr.
Gagnkröfur.

Ef aðili, sem á rétt á takmörkun ábyrgðar samkvæmt reglum þessa samnings, á kröfu á hendur kröfuhafa, sem leiðir af sömu atvikum, skal jafna kröfur þeirra upp og skulu ákvæði þessa samnings gilda um mismuninn ef einhver er.


II. KAFLI
ÁBYRGÐARMÖRK
6. gr.
Almenn mörk.

1.     Ábyrgðarmörk vegna krafna, annarra en þeirra sem um getur í 7. gr. og sem leiðir af tilteknum atvikum, skal reikna með eftirfarandi hætti:
a)    að því er varðar kröfur vegna manntjóns eða líkamstjóns,
    i.    333.000 reiknieiningar fyrir skip sem að tonnatölu er 500 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip sem er stærra en það að tonnatölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 501 til 3.000 tonna, 500 reiknieiningar,
        fyrir hvert tonn frá 3.001 til 30.000 tonna, 333 reiknieiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 250 reiknieiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 167 reiknieiningar,
b)    að því er varðar hvers kyns aðrar kröfur,
    i.    167.000 reiknieiningar fyrir skip sem að tonnatölu er 500 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip sem er stærra en það að tonnatölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 501 til 30.000 tonna, 167 reiknieiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 125 reiknieiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 83 reiknieiningar.
2.     Ef fjárhæðin, sem er reiknuð í samræmi við a-lið 1. mgr., nægir ekki til að greiða að fullu kröfurnar sem þar greinir skal fjárhæðin, sem reiknuð er út í samræmi við b-lið 1. mgr., vera til reiðu til greiðslu ógreidds mismunar krafna samkvæmt a-lið 1. mgr. og skal sá ógreiddi mismunur vera hlutfallslega sambærilegur við kröfur sem greinir í b-lið 1. mgr.
3.     Með fyrirvara um kröfurétt fyrir manntjón eða líkamstjón í samræmi við 2. mgr. getur aðildarríki þó kveðið á um í landslögum sínum að kröfur að því er varðar skemmdir á hafnarmannvirkjum, höfnum, vatnaleiðum og leiðsögutækjum skuli ganga fyrir öðrum kröfum samkvæmt b-lið 1. mgr. svo sem kveðið er á um í þeim lögum.
4.     Ábyrgðarmörk fyrir björgunarmann, sem starfar ekki frá skipi, eða fyrir björgunarmann, sem starfar einvörðungu á eða í tengslum við skipið sem hann veitir björgunarþjónustu, skulu reiknuð út í samræmi við tonnatöluna 1.500 tonn.
5.     Í þessum samningi skal tonnatala skipsins vera brúttótonn reiknuð út í samræmi við tonnamælingarreglurnar í I. viðauka alþjóðasamningsins um mælingar skipa frá 1969.


7. gr.
Takmörk krafna farþega.

1.     Að því er varðar kröfur, sem leiðir af tilteknum atvikum vegna manntjóns eða líkamstjóns í tilviki farþega með skipi, skal ábyrgðarmark skipaeiganda þar að lútandi vera fjárhæð, sem nemur 46.666 reiknieiningum, margfölduð með fjölda farþega, sem heimilt er að flytja með skipinu samkvæmt skírteini þess, en ekki umfram 25 milljónum reiknieininga.

2.     Að því er þessa grein varðar merkir „kröfur vegna manntjóns eða líkamstjóns í tilviki farþega með skipi“ allar slíkar kröfur sem eru lagðar fram af hálfu eða fyrir hönd sérhvers aðila sem fluttur er með því skipi:
a)    samkvæmt samningi um farþegaflutninga, eða
b)    sem, með samþykki flytjanda, ferðast með farartæki eða lifandi dýr sem samningur um vöruflutninga nær til.

8. gr.
Reiknieining.

1.     Reiknieiningin, sem um getur í 6. og 7. gr., er sérstök dráttarréttindi (SDR) samkvæmt skilgreiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjárhæðirnar, sem um getur í 6. og 7. gr., ber að umreikna í innlendan gjaldmiðil ríkisins, þar sem leitað er eftir takmörkun, á verðmætagrunni gjaldmiðilsins á þeim degi sem takmörkunarsjóður skal hafa verið stofnaður, greiðsla er innt af hendi eða trygging lögð fram sem jafngildir slíkri greiðslu samkvæmt lögum þess ríkis. Verðmæti innlenda gjaldmiðilsins, með tilliti til hinna sérstöku dráttarréttinda, í aðildarríki, sem er aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, skal reiknað út í samræmi við það verðmætamat sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styðst við í viðskiptum sínum og er í gildi á viðkomandi degi. Verðmæti innlends gjaldmiðils, með tilliti til hinna sérstöku dráttarréttinda, í aðildarríki, sem ekki er aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, skal reiknað út á þann hátt sem viðkomandi aðildarríki ákvarðar.

2.     Ríki, sem eru ekki aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hafa ekki heimild samkvæmt landslögum sínum til að beita ákvæðum 1. mgr., mega þó, við undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki eða við fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild eða hvenær sem er þar á eftir, lýsa því yfir að ábyrgðarmörkin, sem kveðið er á um í þessum samningi og beitt er á yfirráðasvæðum þeirra, skuli fastákveðin sem hér segir:

a)    að því er varðar a-lið 1. mgr. 6. gr., fjárhæð sem nemur:
    i.    5 milljónum gjaldmiðilseininga fyrir skip sem að tonnatölu er 500 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip að tonnatölu umfram þessa tölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 501 til 3.000 tonna, 7.500 gjaldmiðilseiningar,
        fyrir hvert tonn frá 3.001 til 30.000 tonna, 5.000 gjaldmiðilseiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 3.750 gjaldmiðilseiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 2.500 gjaldmiðilseiningar, og
b)    að því er varðar b-lið 1. mgr. 6. gr., fjárhæð sem nemur:
    i.    2,5 milljónum gjaldmiðilseininga fyrir skip sem að tonnatölu er 500 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip að tonnatölu umfram þessa tölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 501 til 30.000 tonna, 2.500 gjaldmiðilseiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 1.850 gjaldmiðilseiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 1.250 gjaldmiðilseiningar, og
c)    að því er varðar 1. mgr. 7. gr., fjárhæð sem nemur 700.000 gjaldmiðilseiningum margfölduðum með fjölda farþega sem heimilt er að flytja með skipinu samkvæmt skírteini þess, en ekki umfram 375 milljónir gjaldeyriseininga.
Ákvæði 2. og 3. mgr. 6. gr. gilda með sama hætti og a- og b-liður þessarar málsgreinar.
3.     Gjaldmiðilseiningin, sem um getur í 2. mgr., samsvarar sextíu og fimm og hálfu millígrammi gulls sem er að 900/1000 hlutum skíragull. Umreikningur gjaldmiðilseiningarinnar, sem um getur í 2. mgr., í innlendan gjaldmiðil skal vera í samræmi við lög viðkomandi ríkis.
4.     Útreikningurinn, sem um getur í síðasta málslið 1. mgr. og umreikningurinn sem um getur 3. mgr., skal vera þannig að raungildi innlenda gjaldmiðilsins í aðildarríkinu gefi til kynna, eftir því sem unnt er, sama raungildi fjárhæðanna í 6. og 7. gr. sem er tilgreint þar í reiknieiningum. Aðildarríki skulu gera vörsluaðila grein fyrir útreikningsaðferðinni samkvæmt 1. mgr. eða niðurstöðu umreiknings 3. mgr., eftir því sem við á, við undirritun, án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða þegar skjal, sem um getur í 16. gr., er afhent til vörslu og hvenær sem breyting kann að verða á öðru hvoru.


9. gr.
Samtala krafna.

1.     Ábyrgðarmörk, sem ákvörðuð eru í samræmi við 6. gr., skulu gilda um samtölu allra krafna sem leiðir af tilteknum atvikum:
a)    á hendur aðilanum eða aðilunum, sem um getur í 2. mgr. 1. gr., og sérhverjum þeim aðila sem hann eða þeir bera ábyrgð á vegna gerða þess aðila, vanrækslu eða vanefnda, eða
b)    á hendur eiganda skips, sem veitir björgunarþjónustu frá því skipi, og björgunarmanni eða björgunarmönnum, sem starfa frá slíku skipi, og sérhverjum þeim aðila sem hann eða þeir bera ábyrgð á vegna gerða þess aðila, vanrækslu eða vanefnda, eða
c)    á hendur björgunarmanninum eða björgunarmönnunum, sem starfa ekki frá skipi eða starfa eingöngu á skipinu sem veitt er björgunarþjónusta, eða björgunarþjónusta er veitt vegna, og sérhverjum þeim aðila sem hann eða þeir bera ábyrgð á vegna gerða þess aðila, vanrækslu eða vanefnda.
2.     Ábyrgðarmörk, sem ákvörðuð eru í samræmi við 7. gr., skulu gilda um samtölu allra krafna, sem miðast við þau og kunna að leiða af tilteknum atvikum, á hendur aðila eða aðilum, sem um getur í 2. mgr. 1. gr., þegar um ræðir það skip sem um getur í 7. gr. og hvern þann aðila sem hann eða þeir bera ábyrgð á vegna gerða þess aðila, vanrækslu eða vanefnda.


10. gr.
Takmörkun ábyrgðar án þess að
stofnaður sé takmörkunarsjóður
.

1.     Enda þótt takmörkunarsjóðurinn, sem um getur í 11. gr., hafi ekki verið stofnaður má bera fyrir sig takmörkun ábyrgðar. Þó má aðildarríki kveða á um í landslögum sínum, sé mál höfðað fyrir dómi þess til að knýja fram kröfu sem er háð takmörkun, að aðili, sem ber ábyrgð, geti því aðeins borið fyrir sig réttinn til að takmarka ábyrgð að takmörkunarsjóður hafi verið stofnaður í samræmi við ákvæði þessa samnings eða sé stofnaður þegar skírskotað er til réttarins til að takmarka ábyrgð.
2.     Sé skírskotað til takmarkaðrar ábyrgðar án þess að stofnaður sé takmörkunarsjóður skulu ákvæði 12. gr. gilda með sama hætti.
3.     Sé málsmeðferð vafa undirorpin samkvæmt ákvæðum þessarar greinar skal ákvörðun tekin í samræmi við landslög aðildarríkisins þar sem málshöfðunin á sér stað.

III. KAFLI
TAKMÖRKUNARSJÓÐUR
11. gr.
Stofnun sjóðsins.

1.     Aðili, sem talinn er bera ábyrgð, má stofna sjóð í vörslu dómstóls eða annars lögbærs yfirvalds í aðildarríki þar sem mál er höfðað í tengslum við kröfur háðar takmörkun. Við stofnun sjóðsins skal hann nema samtölu allra fjárhæðanna, sem mælt er fyrir um í 6. og 7. gr., og eiga við um kröfur sem sá aðili kann að vera ábyrgur fyrir ásamt vöxtum frá því að atburðurinn, sem varð tilefni ábyrgðarinnar, átti sér stað og fram til sjóðsstofnunarinnar. Sérhver sjóður, sem stofnaður er með þessum hætti, skal einungis nýttur til greiðslu krafna þegar hægt er að skírskota til takmörkunar ábyrgðar.

2.     Sjóðinn má stofna með því að leggja fram fjárhæðina til vörslu eða með því að leggja fram tryggingu sem er viðurkennd samkvæmt löggjöf aðildarríkisins þar sem sjóðurinn er stofnaður og dómstóllinn eða annað lögbært yfirvald telur fullnægjandi.
3.     Sjóður, sem aðilinn, sem um getur í a-, b- eða c- lið 1. mgr. eða 2. mgr. 9. gr., stofnar eða vátryggjandi hans, skal teljast stofnaður af öllum þeim aðilum sem um getur í a-, b- eða c-lið 1. mgr. eða 2. mgr., eftir því sem við á.

12. gr.
Úthlutun úr sjóðnum.

1.     Með fyrirvara um ákvæði 1., 2. og 3. mgr. 6. gr. og í 7. gr. skal kröfuhöfum úthlutað úr sjóðnum í réttu hlutfalli við framlagðar kröfur þeirra á hendur sjóðnum.
2.     Hafi aðilinn, sem ber ábyrgð eða vátryggjandi hans, gert upp kröfu á hendur sjóðnum áður en úthlutað er úr sjóðnum skal sá aðili öðlast, allt að þeirri fjárhæð sem hann hefur greitt, með kröfuhafaskiptum þann rétt sem aðilinn, sem fékk bæturnar, myndi hafa notið samkvæmt þessum samningi.
3.     Réttinn til kröfuhafaskiptanna, sem kveðið er á um í 2. mgr., mega aðrir aðilar en þeir sem eru tilgreindir þar einnig nýta sér að því er varðar fjárhæð bótanna sem þeir kunna að hafa greitt en aðeins að því marki sem slík kröfuhafaskipti eru heimiluð samkvæmt viðeigandi landslögum.
4.     Ef aðilanum, sem ber ábyrgð, eða einhverjum öðrum aðila verður ljóst að honum kunni að vera skylt að greiða, á tilgreindum síðari degi, að fullu eða að hluta, hverja slíka bótafjárhæð, sem sá hinn sami hefði átt rétt á með kröfuhafaskiptum samkvæmt 2. og 3. mgr. ef bæturnar hefðu verið greiddar áður en úthlutað var úr sjóðnum, má dómstóllinn eða annað lögbært yfirvald í ríkinu, þar sem sjóðurinn hefur verið stofnaður, úrskurða að nægilega há fjárhæð skuli lögð til hliðar til bráðabirgða til að gera þeim aðila kleift, á síðari stigum, að gera kröfu á hendur sjóðnum.

13. gr.
Vernd gegn annarri lögsókn.

1.     Hafi takmörkunarsjóður verið stofnaður í samræmi við 11. gr. skal hverjum þeim aðila sem hefur borið fram kröfu gegn sjóðnum gert ókleift að nýta sér hvers kyns rétt með tilliti til slíkrar kröfu í aðrar eignir aðila sem sjóðurinn var stofnaður til hagsbóta fyrir.
2.     Eftir að takmörkunarsjóður hefur verið stofnaður, í samræmi við 11. gr., má fella niður, með úrskurði dómstóls eða annars lögbærs yfirvalds, kyrrsetningu eða löggeymslu, sem framkvæmd hefur verið innan lögsögu aðildarríkis, gagnvart skipi eða annarri eign aðila, sem sjóðurinn var stofnaður til hagsbóta fyrir, eða leysa tryggingu sem lögð er fram fyrir kröfu sem kann að vera gerð á hendur sjóðnum. Þó skal ætíð úrskurða um slíka niðurfellingu ef takmörkunarsjóðurinn hefur verið stofnaður:
a)    á hafnarstað þar sem atburðurinn átti sér stað eða, ef hann átti sér stað utan hafnarinnar, í fyrstu viðkomuhöfn þar á eftir, eða
b)    í landgönguhöfn hvað varðar kröfur fyrir manntjón eða líkamstjón, eða
c)    í losunarhöfn að því er varðar tjón á farmi, eða

d)    í ríkinu þar sem kyrrsetning fer fram.
3.     Reglurnar í 1. og 2. mgr. eiga aðeins við ef kröfuhafi má láta reyna á kröfu gegn takmörkunarsjóðnum fyrir dómstólnum, sem fer með vörslu þess sjóðs, og að unnt sé í raun að ganga að sjóðnum og ráðstafa úr honum til að greiða kröfuna.

14. gr.
Gildandi lög.

Með fyrirvara um ákvæðin í þessum kafla skulu reglurnar um stofnun og úthlutun úr takmörkunarsjóði og allar reglur um málsmeðferð í tengslum við þá gerninga lúta lögum aðildarríkisins þar sem sjóðurinn er stofnaður.

IV. KAFLI
GILDISSVIÐ
15. gr.

1.     Samningur þessi gildir hvenær sem aðili, sem um getur í 1 gr., freistar þess að takmarka ábyrgð sína fyrir dómstóli í aðildarríki eða leitar eftir því að kyrrsetning skips eða annarrar eignar hans verði felld niður eða hvers kyns trygging, sem gefin er innan lögsögu slíks ríkis, verði leyst. Samt sem áður má aðildarríki undanskilja, að öllu leyti eða að hluta, hvern þann aðila sem um getur í 1. gr. frá gildissviði þessa samnings og sem á þeim tíma þegar skírskotað er til reglna þessa samnings fyrir dómstólum þess ríkis hefur hvorki fasta búsetu né aðalstarfsstöð sína í aðildarríki eða hvert það skip sem tengist því að skírskotað er til réttar til takmörkunar eða leitað er eftir því að kyrrsetning þess sé felld niður og sem siglir ekki undir fána aðildarríkis á þeim tíma sem tilgreindur er hér að framan.
2.     Aðildarríki má innleiða sérákvæði í landslög sín um kerfi takmörkunar ábyrgðar sem beitt er gagnvart skipum sem eru:
a)    samkvæmt lögum þess ríkis skip ætluð til siglinga á skipgengum vatnaleiðum,
b)    skip undir 300 tonnum.
Aðildarríki, sem nýtir sér þann kost sem kveðið er á um í þessari málsgrein, skal tilkynna vörsluaðila um þau ábyrgðarmörk sem samþykkt eru í landslögum eða um að engin slík séu fyrir hendi.
3.     Aðildarríki má innleiða sérákvæði í landslög sín um kerfi takmörkunar ábyrgðar sem beita á vegna krafna sem koma fram í málum þar sem hagsmunir aðila, sem eru ríkisborgarar annarra aðildarríkja, eru ekki í húfi.
4.     Dómstólar aðildarríkis skulu ekki beita ákvæðum þessa samnings gagnvart skipum sem eru smíðuð eða breytt til nota við borun:
a)    þegar það ríki hefur sett hærra ábyrgðarmark samkvæmt landslögum sínum en það sem annars er kveðið á um í 6. gr., eða
b)    þegar það ríki hefur gerst aðili að alþjóðasamningi sem kveður á um kerfi ábyrgðar sem tekur til slíkra skipa.
Í þeim tilvikum sem ákvæði a-liðar gilda skal það aðildarríki tilkynna vörsluaðila um það.
5.     Þessi samningur tekur ekki til:
a)    loftpúðafarartækja (svifnökkva),
b)    fljótandi palla sem smíðaðir eru til að kanna eða nýta náttúruauðlindir hafsbotnsins eða botnlaga hans.

V. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
16. gr.
Undirritun, fullgilding og aðild.

1.     Samningur þessi skal liggja frammi til undirritunar í aðalstöðvum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (hér eftir nefnd „stofnunin“) frá 1. febrúar 1977 til 31. desember 1977 og eftir það til aðildar.


2.     Öll ríki geta gerst aðilar að samningi þessum með:
a)    undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða
b)    undirritun með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða
c)    aðild.
3.     Fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild skal fara fram með því að afhenda framkvæmdastjóra stofnunarinnar (hér eftir nefndur „framkvæmdastjóri“) skjal þar um til vörslu.


17. gr.
Gildistaka.

1.     Samningur þessi öðlast gildi á fyrsta degi þess mánaðar sem kemur eftir eitt ár frá þeim degi sem tólf ríki hafa annaðhvort undirritað hann án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki eða hafa afhent tilskilin skjöl sín um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki hans til vörslu.
2.     Að því er varðar ríki, sem afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild að samningi þessum til vörslu eða undirritar hann án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eftir að skilyrðum fyrir gildistöku hefur verið fullnægt en fyrir gildistökudag, skal fullgilding, staðfesting, samþykki, aðild eða undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki öðlast gildi á gildistökudegi samningsins eða á fyrsta degi þess mánaðar sem kemur eftir nítugasta dag frá þeim degi sem skjalið er undirritað eða afhent til vörslu, eftir því hvor dagsetningin kemur síðar.

3.     Hvað varðar ríki, sem verður síðar aðili að samningi þessum, skal samningurinn öðlast gildi á fyrsta degi þess mánaðar sem kemur eftir að níutíu dagar eru liðnir frá þeim degi þegar það ríki afhenti skjal sitt til vörslu.
4.     Að því er varðar tengsl milli ríkja, sem fullgilda, staðfesta eða samþykkja samning þennan eða gerast aðilar að honum, skal samningur þessi koma í stað og fella úr gildi alþjóðasamning um takmörkun ábyrgðar eigenda hafskipa, sem gerður var í Brussel 10. október 1957, og alþjóðasamning um samræmingu nokkurra reglna um takmörkun á ábyrgð eigenda hafskipa sem var undirritaður 25. ágúst 1924.



18. gr.
Fyrirvarar.

1.     Sérhvert ríki getur, við undirritun, fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, áskilið sér rétt til að undanskilja beitingu d- og e-liðar 1. mgr. 2. gr. Óheimilt er að gera frekari fyrirvara við efnisleg ákvæði samnings þessa.

2.     Fyrirvarar, sem gerðir eru við undirritun, eru með fyrirvara um áréttingu við fullgildingu, staðfestingu eða samþykki.
3.     Hvert það ríki sem hefur gert fyrirvara við samning þennan má afturkalla hann hvenær sem er með tilkynningu til framkvæmdastjórans. Slík afturköllun öðlast gildi á viðtökudegi tilkynningar. Ef greint er frá því í tilkynningunni að afturköllun fyrirvara skuli öðlast gildi á degi sem tilgreindur er í henni og ef sá dagur er eftir að framkvæmdastjórinn tekur við tilkynningunni skal uppsögnin öðlast gildi þann síðari dag.


19. gr.
Úrsögn.

1.     Þessi samningur er uppsegjanlegur af hálfu aðildarríkis að liðnu einu ári frá þeim degi sem hann öðlaðist gildi fyrir það ríki.
2.     Úrsögn fer fram með því að afhenda framkvæmdastjóranum úrsagnarskjal til vörslu.
3.     Úrsögn öðlast gildi á fyrsta degi þess mánaðar sem kemur eftir að eitt ár er liðið frá þeim degi þegar það ríki afhenti skjal sitt til vörslu eða síðar ef það er tilgreint í skjalinu.

20. gr.
Endurskoðun og breytingar.

1.     Stofnunin getur boðað til ráðstefnu í því skyni að endurskoða samning þennan eða breyta honum.

2.     Stofnunin skal boða til ráðstefnu aðildarríkja að samningi þessum í því skyni að endurskoða hann eða breyta honum ef minnst þriðjungur aðildarríkja fer þess á leit.
3.     Eftir gildistökudag breytinga á samningi þessum skal sérhvert skjal um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, sem afhent er til vörslu, gilda um samninginn með áorðnum breytingum nema ásetningur um hið gagnstæða komi fram í skjalinu.


21. gr.
Endurskoðun fjárhæða takmarkana og reiknieininga eða gjaldmiðilseininga.

1.     Þrátt fyrir ákvæði 20. gr. skal stofnunin, í samræmi við 2. og. 3. mgr. þessarar greinar, boða til ráðstefnu í þeim tilgangi einum að breyta fjárhæðunum sem tilgreindar eru í 6. og 7. gr. og 2. mgr. 8. gr. eða til að skipta báðum einingunum, sem skilgreindar eru í 1. og 2. mgr. 8. gr., út fyrir aðrar einingar. Fjárhæðunum skal því aðeins breytt að verulegar breytingar verði á raungildi þeirra.

2.     Stofnunin skal boða til slíkrar ráðstefnu að beiðni minnst fjórðungs aðildarríkja.

3.     Ákvörðun um að breyta fjárhæðunum eða að skipta einingum út fyrir aðrar reiknieiningar skal samþykkt af tveimur þriðju hluta aðildarríkja sem hafa fyrirsvar á slíkri ráðstefnu og greiða atkvæði.
4.     Ríki, sem leggur fram skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild sitt að samningnum eftir að breyting hefur öðlast gildi, skal beita samningnum með áorðnum breytingum.

22. gr.
Vörsluaðili.

1.     Samningur þessi skal vera í vörslu framkvæmdastjórans.
2.     Framkvæmdastjórinn skal:
a)    senda öllum ríkjum, sem boðið var að sækja ráðstefnuna um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum og öllum öðrum ríkjum sem hafa gerst aðilar að samningi þessum, staðfest rétt endurrit af samningi þessum,
b)    tilkynna öllum ríkjum, sem hafa undirritað eða gerst aðilar að samningi þessum, um:
    i.    hverja nýja undirskrift og hverja afhendingu skjals til vörslu og fyrirvara sem kunna að verða gerðir, ásamt dagsetningu þeirra,
    ii.    gildistökudag samnings þessa eða breytinga sem kunna að verða gerðar á honum,
    iii.    hverja úrsögn að því er samning þennan varðar og hvenær hún öðlast gildi,
    iv.    breytingar sem kunna að verða gerðar í samræmi við 20. og 21. gr.,
    v.    allar orðsendingar sem kallað er eftir samkvæmt einhverri af greinum þessa samnings.
3.     Þegar samningur þessi öðlast gildi skal framkvæmdastjórinn senda skrifstofu Sameinuðu þjóðanna staðfest rétt endurrit af honum til skráningar og birtingar skv. 102. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna.



23. gr.
Tungumál.

Samningur þessi er gerður í einu frumriti á ensku, frönsku, rússnesku og spænsku og eru allir textarnir jafngildir.

GJÖRT Í LONDON 19. nóvember 1976.


ÞESSU TIL STAÐFESTU
hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan.

Convention on Limitation of Liability
for Maritime Claims, 1976


(London, 19 November 1976)


THE STATES PARTIES TO THIS CONVENTION,

HAVING RECOGNIZED the desirability of determining by agreement certain uniform rules relating to the limitation of liability for maritime claims,

HAVE DECIDED
to conclude a Convention for this purpose and have thereto agreed as follows:

CHAPTER I:
THE RIGHT OF LIMITATION
Article 1
Persons entitled to limit liability

1.     Shipowners and salvors, as hereinafter defined, may limit their liability in accordance with the rules of this Convention for claims set out in Article 2.

2.     The term “shipowner” shall mean the owner, charterer, manager and operator of a seagoing ship.
3.     Salvor shall mean any person rendering services in direct connexion with salvage operations. Salvage operations shall also include operations referred to in Article 2, paragraph 1(d), (e) and (f).
4.     If any claims set out in Article 2 are made against any person for whose act, neglect or default the shipowner or salvor is responsible, such person shall be entitled to avail himself of the limitation of liability provided for in this Convention.

5.     In this Convention the liability of a shipowner shall include liability in an action brought against the vessel itself.
6.     An insurer of liability for claims subject to limitation in accordance with the rules of this Convention shall be entitled to the benefits of this Convention to the same extent as the assured himself.
7.     The act of invoking limitation of liability shall not constitute an admission of liability.

Article 2
Claims subject to limitation

1.     Subject to Articles 3 and 4 the following claims, whatever the basis of liability may be, shall be subject to limitation of liability:
(a)    claims in respect of loss of life or personal injury or loss of or damage to property (including dam age to harbour works, basins and waterways and aids to navigation), occurring on board or in direct connexion with the operation of the ship or with salvage operations, and consequential loss resulting therefrom;
(b)    claims in respect of loss resulting from delay in the carriage by sea of cargo, passengers or their luggage;
(c)    claims in respect of other loss resulting from infringement of rights other than contractual rights, occurring in direct connexion with the operation of the ship or salvage operations;
(d)    claims in respect of the raising, removal, destruction or the rendering harmless of a ship which is sunk, wrecked, stranded or abandoned, including anything that is or has been on board such ship;
(e)    claims in respect of the removal, destruction or the rendering harmless of the cargo of the ship;
(f)    claims of a person other than the person liable in respect of measures taken in order to avert or minimize loss for which the person liable may limit his liability in accordance with this Convention, and further loss caused by such measures.
2.     Claims set out in paragraph 1 shall be subject to limitation of liability even if brought by way of recourse or for indemnity under a contract or otherwise. However, claims set out under paragraph 1(d), (e) and (f) shall not be subject to limitation of liability to the extent that they relate to remuneration under a contract with the person liable.


Article 3
Claims excepted from limitation

The rules of this Convention shall not apply to:
(a)    claims for salvage or contribution in general average;
(b)    claims for oil pollution damage within the meaning of the International Convention on Civil Liability for Oil Pollution Damage, dated 29 November 1969 or of any amendment or Protocol thereto which is in force;
(c)    claims subject to any international convention or national legislation governing or prohibiting limitation of liability for nuclear damage;

(d)    claims against the shipowner of a nuclear ship for nuclear damage;
(e)    claims by servants of the shipowner or salvor whose duties are connected with the ship or the salvage operations, including claims of their heirs, dependants or other persons entitled to make such claims, if under the law governing the contract of service between the shipowner or salvor and such servants the shipowner or salvor is not entitled to limit his liability in respect of such claims, or if he is by such law only permitted to limit his liability to an amount greater than that provided for in Article 6.



Article 4
Conduct barring limitation

A person liable shall not be entitled to limit his liability if it is proved that the loss resulted from his personal act or omission, committed with the intent to cause such loss, or recklessly and with knowledge that such loss would probably result.

Article 5
Counterclaims

Where a person entitled to limitation of liability under the rules of this Convention has a claim against the claimant arising out of the same occurrence, their respective claims shall be set off against each other and the provisions of this Convention shall only apply to the balance, if any.

CHAPTER II:
LIMITS OF LIABILITY
Article 6
The general limits

1.     The limits of liability for claims other than those mentioned in Article 7, arising on any distinct occasion, shall be calculated as follows:
(a)    in respect of claims for loss of life or personal injury,
    (i)    333,000 Units of Account for a ship with a tonnage not exceeding 500 tons,
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof, the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 501 to 3,000 tons, 500 Units of Account;
        for each ton from 3,001 to 30,000 tons, 333 Units of Account;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 250 Units of Account; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 167 Units of Account,
(b)    in respect of any other claims,
    (i)    167,000 Units of Account for a ship with a tonnage not exceeding 500 tons,
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 501 to 30,000 tons, 167 Units of Account;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 125 Units of Account; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 83 Units of Account.
2.     Where the amount calculated in accordance with paragraph 1(a) is insufficient to pay the claims mentioned therein in full, the amount calculated in accordance with paragraph 1(b) shall be available for payment of the unpaid balance of claims under paragraph 1(a) and such unpaid balance shall rank rateably with claims mentioned under paragraph 1(b).
3.     However, without prejudice to the right of claims for loss of life or personal injury according to paragraph 2, a State Party may provide in its national law that claims in respect of damage to harbour works, basins and waterways and aids to navigation shall have such priority over other claims under paragraph 1(b) as is provided by that law.
4.     The limits of liability for any salvor not operating from any ship or for any salvor operating solely on the ship to, or in respect of which he is rendering salvage services, shall be calculated according to a tonnage of 1,500 tons.
5.     For the purpose of this Convention the ship's tonnage shall be the gross tonnage calculated in accordance with the tonnage measurement rules contained in Annex I of the International Convention on Tonnage Measurement of Ships, 1969.

Article 7
The limit for passenger claims

1.     In respect of claims arising on any distinct occasion for loss of life or personal injury to passengers of a ship, the limit of liability of the shipowner thereof shall be an amount of 46,666 Units of Account multiplied by the number of passengers which the ship is authorized to carry according to the ship's certificate, but not exceeding 25 million Units of Account.
2.     For the purpose of this Article “claims for loss of life or personal injury to passengers of a ship” shall mean any such claims brought by or on behalf of any person carried in that ship:

(a)    under a contract of passenger carriage, or
(b)    who, with the consent of the carrier, is accompanying a vehicle or live animals which are covered by a contract for the carriage of goods.

Article 8
Unit of Account

1.     The Unit of Account referred to in Articles 6 and 7 is the Special Drawing Right as defined by the International Monetary Fund. The amounts mentioned in Articles 6 and 7 shall be converted into the national currency of the State in which limitation is sought, according to the value of that currency at the date the limitation fund shall have been constituted, payment is made, or security is given which under the law of that State is equivalent to such payment. The value of a national currency in terms of the Special Drawing Right, of a State Party which is a member of the International Monetary Fund, shall be calculated in accordance with the method of valuation applied by the International Monetary Fund in effect at the date in question for its operations and transactions. The value of a national currency in terms of the Special Drawing Right, of a State Party which is not a member of the International Monetary Fund, shall be calculated in a manner determined by that State Party.
2.     Nevertheless, those States which are not members of the International Monetary Fund and whose law does not permit the application of the provisions of paragraph 1 may, at the time of signature without reservation as to ratification, acceptance or approval or at the time of ratification, acceptance, approval or accession or at any time thereafter, declare that the limits of liability provided for in this Convention to be applied in their territories shall be fixed as follows:
(a)    in respect of Article 6, paragraph 1(a) at an amount of:
    (i)    5 million monetary units for a ship with a tonnage not exceeding 500 tons,
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof, the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 501 to 3,000 tons, 7,500 monetary units;
        for each ton from 3,001 to 30,000 tons, 5,000 monetary units;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 3,750 monetary units; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 2,500 monetary units; and
(b)    in respect of Article 6, paragraph 1(b), at an amount of:
    (i)    2.5 million monetary units for a ship with a tonnage not exceeding 500 tons,
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof, the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 501 to 30,000 tons, 2,500 monetary units;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 1,850 monetary units; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 1,250 monetary units; and
(c)    in respect of Article 7, paragraph 1, at an amount of 700,000 monetary units multiplied by the number of passengers which the ship is authorized to carry according to its certificate, but not exceeding 375 million monetary units.
Paragraphs 2 and 3 of Article 6 apply correspondingly to sub-paragraphs (a) and (b) of this paragraph.
3.     The monetary unit referred to in paragraph 2 corresponds to sixty-five and a half milligrammes of gold of millesimal fineness nine hundred. The conversion of the amounts referred to in paragraph 2 into the national currency shall be made according to the law of the State concerned.
4.     The calculation mentioned in the last sentence of paragraph 1 and the conversion mentioned in paragraph 3 shall be made in such a manner as to express in the national currency of the State Party as far as possible the same real value for the amounts in Articles 6 and 7 as is expressed there in units of account. States Parties shall communicate to the depositary the manner of calculation pursuant to paragraph 1, or the result of the conversion in paragraph 3, as the case may be, at the time of the signature without reservation as to ratification, acceptance or approval, or when depositing an instrument referred to in Article 16 and whenever there is a change in either.

Article 9
Aggregation of claims

1.     The limits of liability determined in accordance with Article 6 shall apply to the aggregate of all claims which arise on any distinct occasion:
(a)    against the person or persons mentioned in paragraph 2 of Article 1 and any person for whose act, neglect or default he or they are responsible; or
(b)    against the shipowner of a ship rendering salvage services from that ship and the salvor or salvors operating from such ship and any person for whose act, neglect or default he or they are responsible; or

(c)    against the salvor or salvors who are not operating from a ship or who are operating solely on the ship to, or in respect of which, the salvage services are rendered and any person for whose act, neglect or default he or they are responsible.


2.     The limits of liability determined in accordance with Article 7 shall apply to the aggregate of all claims subject thereto which may arise on any distinct occasion against the person or persons mentioned in paragraph 2 of Article 1 in respect of the ship referred to in Article 7 and any person for whose act, neglect or default he or they are responsible.

Article 10
Limitation of liability without
constitution of a limitation fund

1.     Limitation of liability may be invoked notwithstanding that a limitation fund as mentioned in Article 11 has not been constituted. However, a State Party may provide in its national law that, where an action is brought in its Courts to enforce a claim subject to limitation, a person liable may only invoke the right to limit liability if a limitation fund has been constituted in accordance with the provisions of this Convention or is constituted when the right to limit liability is invoked.
2.     If limitation of liability is invoked without the constitution of a limitation fund, the provisions of Article 12 shall apply correspondingly.
3.     Questions of procedure arising under the rules of this Article shall be decided in accordance with the national law of the State Party in which action is brought.

CHAPTER III:
THE LIMITATION FUND
Article 11
Constitution of the fund

1.     Any person alleged to be liable may constitute a fund with the Court or other competent authority in any State Party in which legal proceedings are instituted in respect of claims subject to limitation. The fund shall be constituted in the sum of such of the amounts set out in Articles 6 and 7 as are applicable to claims for which that person may be liable, together with interest thereon from the date of the occurrence giving rise to the liability until the date of the constitution of the fund. Any fund thus constituted shall be available only for the payment of claims in respect of which limitation of liability can be invoked.
2.     A fund may be constituted, either by depositing the sum, or by producing a guarantee acceptable under the legislation of the State Party where the fund is constituted and considered to be adequate by the Court or other competent authority.
3.     A fund constituted by one of the persons mentioned in paragraph 1(a), (b) or (c) or paragraph 2 of Article 9 or his insurer shall be deemed constituted by all persons mentioned in paragraph 1(a), (b) or (c) or paragraph 2, respectively.

Article 12
Distribution of the fund

1.     Subject to the provisions of paragraphs 1, 2 and 3 of Article 6 and of Article 7, the fund shall be distributed among the claimants in proportion to their established claims against the fund.
2.     If, before the fund is distributed, the person liable, or his insurer, has settled a claim against the fund such person shall, up to the amount he has paid, acquire by subrogation the rights which the person so compensated would have enjoyed under this Convention.
3.     The right of subrogation provided for in paragraph 2 may also be exercised by persons other than those therein mentioned in respect of any amount of compensation which they may have paid, but only to the extent that such subrogation is permitted under the applicable national law.
4.     Where the person liable or any other person establishes that he may be compelled to pay, at a later date, in whole or in part any such amount of compensation with regard to which such person would have enjoyed a right of subrogation pursuant to paragraphs 2 and 3 had the compensation been paid before the fund was distributed, the Court or other competent authority of the State where the fund has been constituted may order that a sufficient sum shall be provisionally set aside to enable such person at such later date to enforce his claim against the fund.

Article 13
Bar to other actions

1.     Where a limitation fund has been constituted in accordance with Article 11, any person having made a claim against the fund shall be barred from exercising any right in respect of such claim against any other assets of a person by or on behalf of whom the fund has been constituted.
2.     After a limitation fund has been constituted in accordance with Article 11, any ship or other property, belonging to a person on behalf of whom the fund has been constituted, which has been arrested or attached within the jurisdiction of a State Party for a claim which may be raised against the fund, or any security given, may be released by order of the Court or other competent authority of such State. However, such release shall always be ordered if the limitation fund has been constituted:
(a)    at the port where the occurrence took place, or, if it took place out of port, at the first port of call thereafter; or
(b)    at the port of disembarkation in respect of claims for loss of life or personal injury; or
(c)    at the port of discharge in respect of damage to cargo; or
(d)    in the State where the arrest is made.
3.     The rules of paragraphs 1 and 2 shall apply only if the claimant may bring a claim against the limitation fund before the Court administering that fund and the fund is actually available and freely transferable in respect of that claim.

Article 14
Governing law

Subject to the provisions of this Chapter the rules relating to the constitution and distribution of a limitation fund, and all rules of procedure in connexion therewith, shall be governed by the law of the State Party in which the fund is constituted.

CHAPTER IV:
SCOPE OF APPLICATION
Article 15

1.     This Convention shall apply whenever any person referred to in Article 1 seeks to limit his liability before the Court of a State Party or seeks to procure the release of a ship or other property or the discharge of any security given within the jurisdiction of any such State. Nevertheless, each State Party may exclude wholly or partially from the application of this Convention any person referred to in Article 1 who at the time when the rules of this Convention are invoked before the Courts of that State does not have his habitual residence in a State Party or does not have his principal place of business in a State Party or any ship in relation to which the right of limitation is invoked or whose release is sought and which does not at the time specified above fly the flag of a State Party.
2.     A State Party may regulate by specific provisions of national law the system of limitation of liability to be applied to vessels which are:
(a)    according to the law of that State, ships intended for navigation on inland waterways
(b)    ships of less than 300 tons.
A State Party which makes use of the option provided for in this paragraph shall inform the depositary of the limits of liability adopted in its national legislation or of the fact that there are none.
3.     A State Party may regulate by specific provisions of national law the system of limitation of liability to be applied to claims arising in cases in which interests of persons who are nationals of other States Parties are in no way involved.
4.     The Courts of a State Party shall not apply this Convention to ships constructed for, or adapted to, and engaged in, drilling:
(a)    when that State has established under its national legislation a higher limit of liability than that otherwise provided for in Article 6; or
(b)    when that State has become party to an international convention regulating the system of liability in respect of such ships.
In a case to which sub-paragraph (a) applies that State Party shall inform the depositary accordingly.
5.     This Convention shall not apply to:
(a)    air-cushion vehicles;
(b)    floating platforms constructed for the purpose of exploring or exploiting the natural resources of the sea-bed or the subsoil thereof.

CHAPTER V:
FINAL CLAUSES
Article 16
Signature, ratification and accession

1.     This Convention shall be open for signature by all States at the Headquarters of the Inter-Governmental Maritime Consultative Organization (hereinafter referred to as “the Organization”) from 1 February 1977 until 31 December 1977 and shall thereafter remain open for accession.
2.     All States may become parties to this Convention by:
(a)    signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
(b)    signature subject to ratification, acceptance or approval followed by ratification, acceptance or approval; or
(c)    accession.
3.     Ratification, acceptance, approval or accession shall be effected by the deposit of a formal instrument to that effect with the Secretary-General of the Organization (hereinafter referred to as “the Secretary-General”).

Article 17
Entry into force

1.     This Convention shall enter into force on the first day of the month following one year after the date on which twelve States have either signed it without reservation as to ratification, acceptance or approval or have deposited the requisite instruments of ratification, acceptance, approval or accession.
2.     For a State which deposits an instrument of ratification, acceptance, approval or accession, or signs without reservation as to ratification, acceptance or approval, in respect of this Convention after the requirements for entry into force have been met but prior to the date of entry into force, the ratification, acceptance, approval or accession or the signature without reservation as to ratification, acceptance or approval, shall take effect on the date of entry into force of the Convention or on the first day of the month following the ninetieth day after the date of the signature or the deposit of the instrument, whichever is the later date.
3.     For any State which subsequently becomes a Party to this Convention, the Convention shall enter into force on the first day of the month following the expiration of ninety days after the date when such State deposited its instrument.
4.     In respect of the relations between States which ratify, accept, or approve this Convention or accede to it, this Convention shall replace and abrogate the International Convention relating to the Limitation of the Liability of Owners of Sea-going Ships, done at Brussels on 10 October 1957, and the International Convention for the Unification of certain Rules relating to the Limitation of Liability of the Owners of Sea-going Vessels, signed at Brussels on 25 August 1924.

Article 18
Reservations

1.     Any State may, at the time of signature, ratification, acceptance, approval or accession, reserve the right to exclude the application of Article 2 paragraph 1(d) and (e). No other reservations shall be admissible to the substantive provisions of this Convention.
2.     Reservations made at the time of signature are subject to confirmation upon ratification, acceptance or approval.
3.     Any State which has made a reservation to this Convention may withdraw it at any time by means of a notification addressed to the Secretary-General. Such withdrawal shall take effect on the date the notification is received. If the notification states that the withdrawal of a reservation is to take effect on a date specified therein, and such date is later than the date the notification is received by the Secretary- General, the withdrawal shall take effect on such later date.

Article 19
Denunciation

1.     This Convention may be denounced by a State Party at any time one year from the date on which the Convention entered into force for that Party.
2.     Denunciation shall be effected by the deposit of an instrument with the Secretary-General.
3.     Denunciation shall take effect on the first day of the month following the expiration of one year after the date of deposit of the instrument, or after such longer period as may be specified in the instrument.

Article 20
Revision and amendment

1.     A Conference for the purpose of revising or amending this Convention may be convened by the Organization.
2.     The Organization shall convene a Conference of the States Parties to this Convention for revising or amending it at the request of not less than one-third of the Parties.
3.     After the date of the entry into force of an amendment to this Convention, any instrument of ratification, acceptance, approval or accession deposited shall be deemed to apply to the Convention as amended, unless a contrary intention is expressed in the instrument.

Article 21
Revision of the limitation amounts and
of Unit of Account or monetary unit

1.     Notwithstanding the provisions of Article 20, a Conference only for the purposes of altering the amounts specified in Articles 6 and 7 and in Article 8, paragraph 2, or of substituting either or both of the Units defined in Article 8, paragraphs 1 and 2, by other units shall be convened by the Organization in accordance with paragraphs 2 and 3 of this Article. An alteration of the amounts shall be made only because of a significant change in their real value.
2.     The Organization shall convene such a Conference at the request of not less than one fourth of the States Parties.
3.     A decision to alter the amounts or to substitute the Units by other units of account shall be taken by a two-thirds majority of the States Parties present and voting in such Conference.
4.     Any State depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession to the Convention, after entry into force of an amendment, shall apply the Convention as amended.

Article 22
Depositary

1.     This Convention shall be deposited with the Secretary-General.
2.     The Secretary-General shall:
(a)    transmit certified true copies of this Convention to all States which were invited to attend the Conference on Limitation of Liability for Maritime Claims and to any other States which accede to this Convention;
(b)    inform all States which have signed or acceded to this Convention of:
    (i)    each new signature and each deposit of an instrument and any reservation thereto together with the date thereof;
    (ii)    the date of entry into force of this Convention or any amendment thereto;
    (iii)    any denunciation of this Convention and the date on which it takes effect;
    (iv)    any amendment adopted in conformity with Articles 20 or 21;
    (v)    any communication called for by any Article of this Convention.
3.     Upon entry into force of this Convention, a certified true copy thereof shall be transmitted by the Secretary-General to the Secretariat of the United Nations for registration and publication in accordance with Article 102 of the Charter of the United Nations.

Article 23
Languages

This Convention is established in a single original in the English, French, Russian and Spanish languages, each text being equally authentic.

DONE
AT LONDON this nineteenth day of November one thousand nine hundred and seventy-six.

IN WITNESS WHEREOF
the undersigned being duly authorized for that purpose have signed this Convention.
Fylgiskjal II.


Bókun frá 1996 um breytingu
á samningnum um takmörkun
ábyrgðar á sjóréttarkröfum
frá 19. nóvember 1976.

(London 2. maí 1996)


AÐILDARRÍKIN AÐ BÓKUN ÞESSARI,

SEM TELJA að æskilegt sé að breyta samningnum um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum, sem var gerður í London 19. nóvember 1976, í þeim tilgangi að hækka bætur og að koma á einfaldaðri málsmeðferð til að uppfæra takmörkunarfjárhæðirnar,


HAFA ORÐIÐ ÁSÁTT um eftirfarandi:

1. gr.

Í bókun þessari hafa eftirfarandi hugtök þá merkingu sem hér greinir:
1.     „Samningur“ merkir samninginn um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum frá 1976.
2.     „Stofnunin“ merkir Alþjóðasiglingamálastofnunina.
3.     „Framkvæmdastjóri“ merkir framkvæmdastjóra stofnunarinnar.

2. gr.

Eftirfarandi texti komi í stað a-liðar 3. gr. samningsins:
a)    kröfur vegna björgunar, þ.m.t., ef við á, hvers kyns kröfur um sérstakar bætur samkvæmt 14. gr. alþjóðasamþykktar um björgun frá 1989, með áorðnum breytingum, eða vegna framlags til sameiginlegs sjótjóns,

3. gr.

Eftirfarandi texti komi í stað 1. mgr. 6. gr. samningsins:
1.     Ábyrgðarmörk vegna annarra krafna en þeirra sem um getur í 7. gr. sem leiðir af tilteknum atvikum skal reikna með eftirfarandi hætti:
a)    að því er varðar kröfur vegna manntjóns eða líkamstjóns,
    i.    2 milljónir reiknieininga fyrir skip sem að tonnatölu er 2.000 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip sem er stærra en það að tonnatölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 2.001 til 30.000 tonna, 800 reiknieiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 600 reiknieiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 400 reiknieiningar,
b)    að því er varðar hvers kyns aðrar kröfur,
    i.    1 milljón reiknieininga fyrir skip sem að tonnatölu er 2.000 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip sem er stærra en það að tonnatölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 2.001 til 30.000 tonna, 400 reiknieiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 300 reiknieiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 200 reiknieiningar.

4. gr.

Eftirfarandi texti komi í stað 1. mgr. 7. gr. samningsins:
1.     Að því er varðar kröfur, sem leiðir af tilteknum atvikum vegna manntjóns eða líkamstjóns í tilviki farþega með skipi, skal ábyrgðarmark skipaeiganda þar að lútandi vera fjárhæð, sem nemur 175.000 reiknieiningum, margfölduð með fjölda farþega sem heimilt er að flytja með skipinu samkvæmt skírteini þess.

5. gr.

Eftirfarandi texti komi í stað 2. mgr. 8. gr. samningsins:
2.     Ríki, sem eru ekki aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hafa ekki heimild samkvæmt landslögum sínum til að beita ákvæðum 1. mgr., mega þó, við undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki eða við fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild eða hvenær sem er þar á eftir, lýsa því yfir að ábyrgðarmörkin, sem kveðið er á um í þessum samningi og beitt er á yfirráðasvæðum þeirra, skuli fastákveðin sem hér segir:

a)    að því er varðar a-lið 1. mgr. 6. gr., fjárhæð sem nemur:
    i.    30 milljónum gjaldmiðilseininga fyrir skip sem að tonnatölu er 2.000 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip sem er stærra en það að tonnatölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 2.001 til 30.000 tonna, 12.000 gjaldmiðilseiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 9.000 gjaldmiðilseiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 6.000 gjaldmiðilseiningar, og
b)    að því er varðar b-lið 1. mgr. 6. gr. fjárhæð sem nemur:
    i.    15 milljónum gjaldmiðilseininga fyrir skip sem að tonnatölu er 2.000 tonn eða minna,
    ii.    fyrir skip sem er stærra en það að tonnatölu bætist eftirfarandi fjárhæð við þá sem getið er um í i. lið:
        fyrir hvert tonn frá 2.001 til 30.000 tonna, 6.000 gjaldmiðilseiningar,
        fyrir hvert tonn frá 30.001 til 70.000 tonna, 4.500 gjaldmiðilseiningar, og
        fyrir hvert tonn umfram 70.000 tonn, 3.000 gjaldmiðilseiningar, og
c)    að því er varðar 1. mgr. 7. gr., fjárhæð sem nemur 2.625.000 gjaldmiðilseiningum, margfölduð með fjölda farþega sem heimilt er að flytja með skipinu samkvæmt skírteini þess.
Ákvæði 2. og 3. mgr. 6. gr. gilda með sama hætti og a- og b-liðir þessarar málsgreinar.

6. gr.

Eftirfarandi texti bætist við sem málsgrein 3 bis í 15. gr. þessa samnings:
3 bis.     Þrátt fyrir ábyrgðarmarkið, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 7 gr., má aðildarríki innleiða, með sérákvæði í landslög sín, kerfi ábyrgðar sem beita á þegar kröfur eru gerðar vegna manntjóns eða líkamstjóns í tilviki farþega með skipi, að því tilskildu að ábyrgðarmarkið sé ekki lægra en það sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 7. gr. Aðildarríki, sem nýtir sér þann kost sem kveðið er á um í þessari málsgrein, skal tilkynna framkvæmdastjóra um þau ábyrgðarmörk sem samþykkt eru eða um að engin slík séu fyrir hendi.

7. gr.

Eftirfarandi texti komi í stað 1. mgr. 18. gr. samningsins:
1.     Sérhvert ríki getur, við undirritun, fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, eða hvenær sem er eftir það, áskilið sér rétt til að:
a)    undanskilja beitingu d- og e-liðar 1. mgr. 2. gr.,

b)    undanskilja kröfur vegna tjóns í skilningi alþjóðasamþykktar um ábyrgð og bætur fyrir tjón í tengslum við flutning hættulegra og skaðlegra efna á sjó frá 1996, eða breytinga eða bókana við hana.

Óheimilt er að gera frekari fyrirvara við efnisleg ákvæði samnings þessa.

8. gr.
Breyting á ábyrgðarmörkum.

1.     Að ósk helmings, en í engu tilviki færri en sex, aðildarríkja að bókun þessari, skal framkvæmdastjóri dreifa öllum breytingartillögum um ábyrgðarmörkin, sem tilgreind eru í 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 8. gr. samningsins, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, til allra aðila að stofnuninni og allra samningsríkja.

2.     Öllum breytingartillögum, sem lagðar eru fram og dreift sem að framan greinir, skal vísað til laganefndar stofnunarinnar (laganefndarinnar) til umfjöllunar sex mánuðum eftir þann dag sem þeim er dreift.
3.     Öll aðildarríki að samningnum, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, hvort sem þau eru aðilar að stofnuninni eða ekki, hafa rétt til að taka þátt í málsmeðferð laganefndarinnar þegar fjallað er um breytingar eða þær samþykktar.
4.     Breytingar skulu samþykktar af tveimur þriðju hlutum aðila að samningnum, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, sem hafa fyrirsvar og greiða atkvæði í stækkaðri laganefnd, eins og kveðið er á um í 3. mgr., að því tilskildu að a.m.k. þriðjungur aðildarríkja að samningnum, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, hafi fyrirsvar þegar gengið er til atkvæða.
5.     Þegar tekin er afstaða til tillögu um að breyta ábyrgðarmörkum skal laganefndin hafa hliðsjón af reynslu af atvikum, einkum umfangi tjóns sem hlýst af þeim, breytingum á verðgildi gjaldmiðils og áhrifum breytingartillagnanna á vátryggingakostnað.

6.     a)    Óheimilt er að taka fyrir breytingar á þeim mörkum er um getur í þessari grein fyrr en að fimm árum liðnum frá þeim degi sem bókun þessi var lögð fram til undirritunar eða fyrr en að fimm árum liðnum frá þeim degi sem fyrri breyting samkvæmt þessari grein öðlast gildi.
    b)    Óheimilt er að hækka mörk þannig að þau fari yfir þá fjárhæð sem svarar til markanna, sem mælt er fyrir um í samningnum, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, hækkuð um sex af hundraði á ári reiknað út á uppsöfnuðum grunni frá þeim degi sem bókun þessi var lögð fram til undirritunar.
    c)    Óheimilt er að hækka mörk þannig að þau fari yfir fjárhæð sem samsvarar mörkunum, sem mælt er fyrir um í samningnum, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari.
7.     Stofnunin skal tilkynna öllum samningsríkjum um sérhverja breytingu sem samþykkt er í samræmi við 4. mgr. Breyting telst hafa hlotið staðfestingu við lok átján mánaða tímabils eftir dagsetningu tilkynningar, nema minnst fjórðungur þeirra ríkja sem voru samningsríki þegar breytingin var samþykkt hafi tilkynnt framkvæmdastjóranum, á fyrrnefndu tímabili, að þau staðfesti ekki breytinguna sem þýðir að henni er hafnað og hefur engin áhrif.


8.     Breyting, sem telst hafa hlotið staðfestingu í samræmi við 7. mgr., öðlast gildi átján mánuðum eftir að hún er staðfest.
9.     Öll samningsríki skulu bundin af breytingunni nema þau segi bókun þessari upp í samræmi við 1. og 2. mgr. 12. gr., a.m.k. sex mánuðum áður en breytingin öðlast gildi. Slík úrsögn öðlast gildi á gildistökudegi breytingarinnar.

10.     Hafi breyting verið samþykkt áður en átján mánaða fresturinn vegna staðfestingar hennar er liðinn skal ríki, sem gerist samningsríki á því tímabili, vera bundið af breytingunni öðlist hún gildi. Ríki, sem gerist samningsríki eftir að þetta tímabil er liðið, skal vera bundið af breytingu sem hefur verið staðfest í samræmi við 7. mgr. Í þeim tilvikum sem getið er um í þessari málsgrein verður ríki bundið af breytingu þegar sú breyting öðlast gildi eða þegar bókun þessi öðlast gildi gagnvart því ríki, ef það gerist síðar.

9. gr.

1.     Aðildarríki að bókun þessari skulu skilja og túlka samninginn og bókun þessa innbyrðis eins og um eitt stakt skjal sé að ræða.
2.     Ríki, sem er aðili að bókun þessari en ekki að samningnum, skal vera bundið af ákvæðum samningsins, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, gagnvart aðildarríkjum að henni en skal óbundið af ákvæðum samningsins gagnvart ríkjum sem eru einungis aðilar að samningnum.
3.     Samningurinn, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, skal einungis gilda um kröfur sem leiðir af atvikum sem verða eftir að bókun þessi öðlast gildi gagnvart hverju ríki sem gerist aðili að henni.
4.     Ekkert í bókun þessari skal hafa áhrif á skyldur ríkis, sem er bæði aðili að samningnum og bókun þessari, gagnvart ríki sem er aðili að samningnum en ekki að bókun þessari.


LOKAÁKVÆÐI
10. gr.
Undirritun, fullgilding, staðfesting,
samþykki og aðild
.

1.     Þessi bókun skal liggja frammi til undirritunar af hálfu allra ríkja í aðalstöðvum stofnunarinnar frá 1. október 1996 til 30. september 1997.
2.     Ríki getur lýst sig samþykkt því að vera bundið af bókun þessari með:
a)    undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða
b)    undirritun með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða
c)    aðild.
3.     Fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild fer fram með því að afhenda framkvæmdastjóranum skjal þar um til vörslu.
4.     Sérhvert skjal um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, sem afhent er til vörslu eftir gildistöku breytingar á samningnum, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, skal gilda um samninginn þannig breyttan, eins og hann er endurgerður með slíkum breytingum.

11. gr.
Gildistaka.

1.     Bókun þessi öðlast gildi níutíu dögum eftir þann dag sem tíu ríki hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af henni.
2.     Að því er varðar hvert ríki, sem lýsir sig samþykkt því að vera bundið af bókun þessari eftir að skilyrðum 1. mgr. hefur verið fullnægt, skal bókun þessi öðlast gildi níutíu dögum eftir að slík yfirlýsing um samþykki hefur verið gefin út.

12. gr.
Úrsögn.

1.     Sérhvert aðildarríki getur sagt upp bókun þessari hvenær sem er eftir að hún öðlast gildi gagnvart því.

2.     Úrsögn fer fram með því að afhenda framkvæmdastjóranum úrsagnarskjal til vörslu.

3.     Úrsögn öðlast gildi tólf mánuðum eftir að úrsagnarskjalið er afhent framkvæmdastjóranum til vörslu eða síðar ef það er tilgreint í skjalinu.

4.     Úrsögn aðildarríkis að bókun þessari, sem tekur til samningsins skv. 19. gr. hans, skal eigi túlka, í samskiptum milli aðila að bókuninni, með neinum hætti sem úrsögn sem tekur til samningsins með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari.

13. gr.
Endurskoðun og breytingar.

1.     Stofnunin getur boðað til ráðstefnu í því skyni að endurskoða bókun þessa eða breyta henni.

2.     Stofnunin skal boða til ráðstefnu aðildarríkja að bókun þessari í því skyni að endurskoða hana eða breyta henni ef þriðjungur þeirra fer fram á það.


14. gr.
Vörsluaðili.

1.     Bókun þessi, ásamt öllum breytingum, sem samþykktar eru samkvæmt 8. gr., skal afhenda framkvæmdastjóra til vörslu.
2.     Framkvæmdastjórinn skal:
a)    tilkynna öllum ríkjum, sem hafa undirritað bókun þessa eða gerst aðilar að henni, um:
    i.    hverja nýja undirritun eða afhendingu skjals til vörslu ásamt viðeigandi dagsetningu,
    ii.    hverja yfirlýsingu og orðsendingu skv. 2. mgr. 8. gr. samningsins, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun þessari, og 4. mgr. 8. gr. samningsins,
    iii.    gildistökudag bókunar þessarar,
    iv.    allar tillögur um breytt mörk, sem hafa verið gerðar, í samræmi við 1. mgr. 8. gr.,

    v.    allar breytingar sem hafa verið samþykktar í samræmi við 4. mgr. 8. gr.,
    vi.    allar breytingar sem teljast hafa verið staðfestar skv. 7. mgr. 8, gr. og þann dag sem breytingarnar skulu öðlast gildi í samræmi við 8. og 9. mgr. þeirrar greinar,

    vii.    afhendingu allra skjala um úrsögn, sem tekur til bókunar þessarar, til vörslu og um afhendingardag og hvenær úrsögn tekur gildi,

b)    senda öllum undirritunarríkjum staðfest rétt endurrit af bókun þessari, ennfremur öllum ríkjum sem gerast aðilar að henni.
3.     Þegar bókun þessi öðlast gildi skal framkvæmdastjórinn senda skrifstofu Sameinuðu þjóðanna staðfest rétt endurrit af henni til skráningar og birtingar skv. 102. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna.


15. gr.
Tungumál.

Bókun þessi er gerð í einu frumriti á arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spænsku og eru allir textarnir jafngildir.

GJÖRT í London 2. maí 1996.


ÞESSU TIL STAÐFESTU
hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð ríkisstjórna sinna, undirritað bókun þessa.

Protocol of 1996 to amend
the Convention on Limitation
of Liability for Maritime Claims
of 19 November 1976


(London, 2 May 1996)


THE PARTIES TO THE PRESENT PROTOCOL,

CONSIDERING that it is desirable to amend the Convention on Limitation of Liability for Maritime Claims, done at London on 19 November 1976, to provide for enhanced compensation and to establish a simplified procedure for updating the limitation amounts,

HAVE AGREED as follows:

Article 1

For the purposes of this Protocol:

1.     “Convention” means the Convention on Limitation of Liability for Maritime Claims, 1976.
2.     “Organization” means the International Maritime Organization.
3.     “Secretary-General” means the Secretary-General of the Organization.

Article 2

Article 3, subparagraph (a) of the Convention is replaced by the following text:
(a)    claims for salvage, including, if applicable, any claim for special compensation under Article 14 of the International Convention on Salvage 1989, as amended, or contribution in general average;


Article 3

Article 6, paragraph 1 of the Convention is replaced by the following text:
1.     The limits of liability for claims other than those mentioned in Article 7, arising on any distinct occasion, shall be calculated as follows:
(a)    in respect of claims for loss of life or personal injury,
    (i)    2 million Units of Account for a ship with a tonnage not exceeding 2,000 tons,
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof, the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 2,001 to 30,000 tons, 800 Units of Account;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 600 Units of Account; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 400 Units of Account,
(b)    in respect of any other claims,
    (i)    1 million Units of Account for a ship with a tonnage not exceeding 2,000 tons,
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof, the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 2,001 to 30,000 tons, 400 Units of Account;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 300 Units of Account; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 200 Units of Account.

Article 4

Article 7, paragraph 1 of the Convention is replaced by the following text:
1.     In respect of claims arising on any distinct occasion for loss of life or personal injury to passengers of a ship, the limit of liability of the shipowner thereof shall be an amount of 175,000 Units of Account multiplied by the number of passengers which the ship is authorized to carry according to the ship's certificate.

Article 5

Article 8, paragraph 2 of the Convention is replaced by the following text:
2.     Nevertheless, those States which are not members of the International Monetary Fund and whose law does not permit the application of the provisions of paragraph 1 may, at the time of signature without reservation as to ratification, acceptance or approval or at the time of ratification, acceptance, approval or accession or at any time thereafter, declare that the limits of liability provided for in this Convention to be applied in their territories shall be fixed as follows:
(a)    in respect of Article 6, paragraph 1(a), at an amount of
    (i)    30 million monetary units for a ship with a tonnage not exceeding 2,000 tons;
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof, the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 2,001 to 30,000 tons, 12,000 monetary units;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 9,000 monetary units; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 6,000 monetary units; and
(b)    in respect of Article 6, paragraph 1(b), at an amount of:
    (i)    15 million monetary units for a ship with a tonnage not exceeding 2,000 tons;
    (ii)    for a ship with a tonnage in excess thereof, the following amount in addition to that mentioned in (i):
        for each ton from 2,001 to 30,000 tons, 6,000 monetary units;
        for each ton from 30,001 to 70,000 tons, 4,500 monetary units; and
        for each ton in excess of 70,000 tons, 3,000 monetary units; and
(c)    in respect of Article 7, paragraph 1, at an amount of 2,625,000 monetary units multiplied by the number of passengers which the ship is authorized to carry according to its certificate.
Paragraphs 2 and 3 of Article 6 apply correspondingly to subparagraphs (a) and (b) of this paragraph.

Article 6

The following text is added as paragraph 3 bis in Article 15 of the Convention:
3 bis     Notwithstanding the limit of liability prescribed in paragraph 1 of Article 7, a State Party may regulate by specific provisions of national law the system of liability to be applied to claims for loss of life or personal injury to passengers of a ship, provided that the limit of liability is not lower than that prescribed in paragraph 1 of Article 7. A State Party which makes use of the option provided for in this paragraph shall inform the Secretary-General of the limits of liability adopted or of the fact that there are none.

Article 7

Article 18, paragraph 1 of the Convention is replaced by the following text:
1.     Any State may, at the time of signature, ratification, acceptance, approval or accession, or at any time thereafter, reserve the right:
(a)    to exclude the application of Article 2, paragraphs 1(d) and (e);
(b)    to exclude claims for damage within the meaning of the International Convention on Liability and Compensation for Damage in Connection with the Carriage of Hazardous and Noxious Substances by Sea, 1996 or of any amendment or protocol thereto.
No other reservations shall be admissible to the substantive provisions of this Convention.

Article 8
Amendment of limits

1.     Upon the request of at least one half, but in no case less than six, of the States Parties to this Protocol, any proposal to amend the limits specified in Article 6, paragraph 1, Article 7, paragraph 1 and Article 8, paragraph 2 of the Convention as amended by this Protocol shall be circulated by the Secretary- General to all Members of the Organization and to all Contracting States.
2.     Any amendment proposed and circulated as above shall be submitted to the Legal Committee of the Organization (the Legal Committee) for consideration at a date at least six months after the date of its circulation.
3.     All Contracting States to the Convention as amended by this Protocol, whether or not Members of the Organization, shall be entitled to participate in the proceedings of the Legal Committee for the consideration and adoption of amendments.
4.     Amendments shall be adopted by a two-thirds majority of the Contracting States to the Convention as amended by this Protocol present and voting in the Legal Committee expanded as provided for in paragraph 3, on condition that at least one half of the Contracting States to the Convention as amended by this Protocol shall be present at the time of voting.

5.     When acting on a proposal to amend the limits, the Legal Committee shall take into account the experience of incidents and, in particular, the amount of damage resulting therefrom, changes in the monetary values and the effect of the proposed amendment on the cost of insurance.
6.     (a)    No amendment of the limits under this Article may be considered less than five years from the date on which this Protocol was opened for signature nor less than five years from the date of entry into force of a previous amendment under this Article.
    (b)    No limit may be increased so as to exceed an amount which corresponds to the limit laid down in the Convention as amended by this Protocol increased by six percent per year calculated on a compound basis from the date on which this Protocol was opened for signature.
    (c)    No limit may be increased so as to exceed an amount which corresponds to the limit laid down in the Convention as amended by this Protocol multiplied by three.

7.     Any amendment adopted in accordance with paragraph 4 shall be notified by the Organization to all Contracting States. The amendment shall be deemed to have been accepted at the end of a period of eighteen months after the date of notification, unless within that period not less than one-fourth of the States that were Contracting States at the time of the adoption of the amendment have communicated to the Secretary-General that they do not accept the amendment, in which case the amendment is rejected and shall have no effect.
8.     An amendment deemed to have been accepted in accordance with paragraph 7 shall enter into force eighteen months after its acceptance.
9.     All Contracting States shall be bound by the amendment, unless they denounce this Protocol in accordance with paragraphs 1 and 2 of Article 12 at least six months before the amendment enters into force. Such denunciation shall take effect when the amendment enters into force.
10.     When an amendment has been adopted but the eighteen-month period for its acceptance has not yet expired, a State which becomes a Contracting State during that period shall be bound by the amendment if it enters into force. A State which becomes a Contracting State after that period shall be bound by an amendment which has been accepted in accordance with paragraph 7. In the cases referred to in this paragraph, a State becomes bound by an amendment when that amendment enters into force, or when this Protocol enters into force for that State, if later.

Article 9

1.     The Convention and this Protocol shall, as between the Parties to this Protocol, be read and interpreted together as one single instrument.
2.     A State which is Party to this Protocol but not a Party to the Convention shall be bound by the provisions of the Convention as amended by this Protocol in relation to other States Parties hereto, but shall not be bound by the provisions of the Convention in relation to States Parties only to the Convention.
3.     The Convention as amended by this Protocol shall apply only to claims arising out of occurrences which take place after the entry into force for each State of this Protocol.

4.     Nothing in this Protocol shall affect the obligations of a State which is a Party both to the Convention and to this Protocol with respect to a State which is a Party to the Convention but not a Party to this Protocol.

FINAL CLAUSES
Article 10
Signature, ratification, acceptance,
approval and accession

l.     This Protocol shall be open for signature at the Headquarters of the Organization from 1 October 1996 to 30 September 1997 by all States.
2.     Any State may express its consent to be bound by this Protocol by:
(a)    signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
(b)    signature subject to ratification, acceptance or approval followed by ratification, acceptance or approval; or
(c)    accession.
3.     Ratification, acceptance, approval or accession shall be effected by the deposit of an instrument to that effect with the Secretary-General.
4.     Any instrument of ratification, acceptance, approval or accession deposited after the entry into force of an amendment to the Convention as amended by this Protocol shall be deemed to apply to the Convention so amended, as modified by such amendment.

Article 11
Entry into force

1.     This Protocol shall enter into force ninety days following the date on which ten States have expressed their consent to be bound by it.
2.     For any State which expresses its consent to be bound by this Protocol after the conditions in paragraph 1 for entry into force have been met, this Protocol shall enter into force ninety days following the date of expression of such consent.

Article 12
Denunciation

1.     This Protocol may be denounced by any State Party at any time after the date on which it enters into force for that State Party.
2.     Denunciation shall be effected by the deposit of an instrument of denunciation with the Secretary- General.
3.     A denunciation shall take effect twelve months, or such longer period as may be specified in the instrument of denunciation, after its deposit with the Secretary-General.
4.     As between the States Parties to this Protocol, denunciation by any of them of the Convention in accordance with Article 19 thereof shall not be construed in any way as a denunciation of the Convention as amended by this Protocol.

Article 13
Revision and amendment

1.     A conference for the purpose of revising or amending this Protocol may be convened by the Organization.
2.     The Organization shall convene a conference of Contracting States to this Protocol for revising or amending it at the request of not less than one-third of the Contracting States.

Article 14
Depositary

1.     This Protocol and any amendments adopted under Article 8 shall be deposited with the Secretary General.
2.     The Secretary-General shall:
(a)    inform all States which have signed or acceded to this Protocol of:
    (i)    each new signature or deposit of an instrument together with the date thereof;
    (ii)    each declaration and communication under Article 8, paragraph 2 of the Convention as amended by this Protocol, and Article 8, paragraph 4 of the Convention;
    (iii)    the date of entry into force of this Protocol;
    (iv)    any proposal to amend limits which has been made in accordance with Article 8, paragraph 1;
    (v)    any amendment which has been adopted in accordance with Article 8, paragraph 4;
    (vi)    any amendment deemed to have been accepted under Article 8, paragraph 7, together with the date on which that amendment shall enter into force in accordance with paragraphs 8 and 9 of that Article;
    (vii)    the deposit of any instrument of denunciation of this Protocol together with the date of the deposit and the date on which it takes effect;
(b)    transmit certified true copies of this Protocol to all Signatory States and to all States which accede to this Protocol.
3.     As soon as this Protocol enters into force, the text shall be transmitted by the Secretary-General to the Secretariat of the United Nations for registration and publication in accordance with Article 102 of the Charter of the United Nations.

Article 15
Languages

This Protocol is established in a single original in the Arabic, Chinese, English, French, Russian and Spanish languages, each text being equally authentic.

DONE at London this second day of May one thousand nine hundred and ninety-six.

IN WITNESS WHEREOF the undersigned, being duly authorized by their respective Governments for that purpose, have signed this Protocol.