Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 331. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 815  —  331. mál.




Breytingartillögur



við frv. til varnarmálalaga.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar (BjarnB, ÁPÁ, REÁ, ÁRJ, SF, LB, KHG).



     1.      Við 1. gr.
                  a.      2. mgr. falli brott.
                  b.      Orðin „og markmið“ í fyrirsögn falli brott.
     2.      2. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:
        

Markmið.


            Markmið þessara laga eru eftirfarandi:
                  a.      að afmarka valdheimildir íslenskra stjórnvalda varðandi varnartengd verkefni,
                  b.      að greina á milli varnartengdra verkefna og borgaralegra verkefna sem lúta að löggæslu og innra öryggi ríkisins,
                  c.      að greina á milli stefnumótunar og framkvæmdaratriða á sviði varnarmála,
                  d.      að auðvelda lýðræðislegt eftirlit með varnartengdri starfsemi.
     3.      3. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:
        

Yfirstjórn.


             Utanríkisráðherra fer með yfirstjórn varnarmála og framkvæmd laga þessara. Utanríkisráðherra ber ábyrgð á gerð hættumats á sviði varnarmála og mótun og framkvæmd öryggis og varnarstefnu Íslands á alþjóðavettvangi.
             Ef brýnir varnarhagsmunir krefjast skal utanríkisráðherra heimilt að víkja frá málsmeðferðarreglum laga þessara eða reglugerða sem eru settar samkvæmt þeim.
     4.      Við 5. gr. bætist nýr töluliður sem verði 17. töluliður, svohljóðandi: Öryggis- og varnarmál: Mál sem snúa að samstarfi Íslands við önnur ríki og alþjóðastofnanir á sviði landvarna, sem og varna gegn öðrum hættum og ógnum sem steðjað geta að íslensku þjóðinni og íslensku forráðasvæði, og eiga upptök sín í hinu alþjóðlega samfélagi.
     5.      Við 7. gr. Við 7. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig er utanríkisráðherra heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi fagráðuneyti, að tilnefna sérfróðan fulltrúa frá annarri ríkisstofnun til þátttöku í slíku starfi þegar um borgaralegt samstarf er að ræða.
     6.      Við 8. gr. Í stað orðanna „Forstjóri skal hafa háskólamenntun“ í 2. málsl. komi: Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi.
     7.      10. gr. orðist svo:
             Forstjóra Varnarmálastofnunar er heimilt, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að ráða án auglýsingar ríkisstarfsmann tímabundið til starfa hjá Varnarmálastofnun, þó ekki lengur en til tveggja ára í senn. Áskilið er að vinnuveitandi viðkomandi samþykki slíka tilhögun. Með sömu skilyrðum má veita starfsmanni Varnarmálastofnunar tímabundið starf hjá utanríkisþjónustunni.
             Starfsmaður sem ráðinn er skv. 1. mgr. skal eiga rétt á launalausu leyfi á meðan hann gegnir hinu tímabundu starfi. Slíkt leyfi skerðir ekki réttindi til greiðslu í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Starfstími í hinu tímabundna starfi telst hluti af starfstíma í föstu starfi viðkomandi.
     8.      Við 27. gr. Við c-lið bætist: skv. 14. og 15. gr.
     9.      Við 29. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 31. maí 2008.
     10.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
        1.    Bjóða skal því starfsfólki störf hjá Varnarmálastofnun sem við gildistöku laga þessara er á uppsagnarfresti hjá Ratsjárstofnun og starfar þar. Ekki er skylt að auglýsa störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði laus til umsóknar, skv. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
        2.    Þegar lög þessi hafa verið samþykkt er heimilt að auglýsa embætti forstjóra Varnarmálastofnunar laust til umsóknar og skal skipun í embættið miðast við 1. júní 2008. Einnig skal utanríkisráðherra skipa þriggja manna starfshóp sem hafa skal heimild til að undirbúa gildistöku laga þessara þ.m.t. að bjóða starfsfólki störf hjá Varnarmálastofnun skv. 1. tölul. Verðandi forstjóri Varnarmálastofnunar skal eiga sæti í starfshópnum.