Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 597. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 921  —  597. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um framkvæmd Dyflinnarsamningsins á Íslandi.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hvað voru margir hælisleitendur á Íslandi frá þriðja ríki sendir til aðildarríkis árin 2003–2007 samkvæmt Dyflinnarsamningnum frá 2001 og viðkomandi EB-reglugerðum frá 2003, í heild og á hverju ári?
     2.      Á móti hversu mörgum hælisleitendum frá þriðja ríki tóku íslensk yfirvöld á grundvelli samningsins og reglugerðanna árin 2003–2007, í heild og á hverju ári?
     3.      Hversu oft hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að senda hælisleitanda frá þriðja ríki ekki til aðildarríkis þótt líklegt mætti telja að það hefði verið heimilt, í heild og á hverju ári?
     4.      Hversu langan tíma tekur rannsókn á grundvelli samningsins og reglugerðanna að jafnaði?
     5.      Telur ráðherra réttlætanlegt að endursenda hælisleitanda frá þriðja ríki til aðildarríkis Dyflinnarsamningsins ef líkur eru til þess að hann verði settur þar í varðhald meðan fjallað er um hælisumsókn hans?
     6.      Telur ráðherra réttlætanlegt að endursenda hælisleitanda frá þriðja ríki til aðildarríkis Dyflinnarsamningsins ef líkur eru til þess að ekki verði þar fjallað efnislega um hælisumsókn hans?


Skriflegt svar óskast.