Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 191. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 925  —  191. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um samræmda neyðarsvörun.

Frá allsherjarnefnd.     1.      Við 2. gr.
              a.      Í stað orðsins „leyfi“ í 3. mgr. komi: heimild.
              b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sömu aðilar skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að vaktstöð samræmdrar neyðarsvörunar berist sjálfvirkt með rafrænum hætti nýjustu gögn um notendur, auðkenni þeirra og staðsetningu, eftir því sem við verður komið.
     2.      Við 3. gr. Í stað orðanna „Vaktstöðvar skulu vera í Reykjavík og á Akureyri“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: Vaktstöðvar skulu vera tvær og önnur þeirra í Reykjavík.
     3.      Við 5. gr.
              a.      Í stað orðsins „beiðni“ í fyrri málslið 4. mgr. komi: tilkynningar.
              b.      Orðin „við boðun viðbragðsaðila“ í síðari málslið 4. mgr. falli brott.
     4.      Við 6. gr. Í stað orðanna „Afritun og skráning tilkynninga skv. 5. gr. skal varðveitt“ komi: Skrár yfir tilkynningar og afrit af samskiptum tilkynnanda og vaktstöðvar skv. 5. gr. skulu varðveittar.
     5.      Við 8. gr.
              a.      Orðin „m.a. með hluta af jöfnunargjaldi sem innheimt er á grundvelli fjarskiptalaga“ í 3. mgr. falli brott.
              b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Rekstur þess hluta starfsemi rekstraraðila sem telst í frjálsri samkeppni við aðra aðila skal fjárhagslega aðskilinn rekstri vaktstöðvar samræmdrar neyðarsvörunar.