Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 607. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 940  —  607. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hver er ástæða þess að tóbaksvarnaráð var ekki fullskipað og án formanns um nokkurra mánaða skeið?
     2.      Eru uppi hugmyndir um að breyta starfi sérfræðiráðs Lýðheilsustöðvar í tóbaksvörnum eða starfi annarra sérfræðiráða stöðvarinnar? Ef svo er, hvers eðlis eru þau áform?
     3.      Hvenær má vænta að reglur ESB um merkingar á tóbaksvörum verði teknar upp?
     4.      Hvernig er háttað tóbaksvörnum í grunn- og framhaldsskólum og hver ber ábyrgð á að fræðsla á þessu sviði fari þar fram?
     5.      Eru reglulega gerðar kannanir á notkun fínkorna tóbaks hér á landi? Ef svo er, hver hefur þróunin verið frá árinu 2000 hjá öllum aldurshópum?
     6.      Hverjar hafa sérmerktar tekjur til tóbaksvarna af innflutningi á tóbaki verið undanfarin fimm ár og hvernig hefur þeim verið varið?


Skriflegt svar óskast.