Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 325. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 950  —  325. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og skattanefndar.



    Málinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu og hefur hún fjallað um málið á ný og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur og Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármálaráðuneyti, Ingvar Rögnvaldsson, Guðrúnu Jenný Jónsdóttur og Guðmund Guðbjarnason frá ríkisskattstjóra, Ólaf Darra Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Gest Steinþórsson frá skattstjóranum í Reykjavík, Steinþór Haraldsson frá skattstjóranum í Suðurlandsumdæmi, Harald Inga Birgisson frá Viðskiptaráði og Pál Harðarson og Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur frá Kauphöll Íslands OMX. Þá hafa nefndinni borist viðbótarumsagnir frá ríkisskattstjóra og Alþýðusambandi Íslands og fylgja þær áliti þessu ásamt umsögn Eyþings og upphaflegri umsögn Alþýðusambands Íslands.
    Skattlagning á fyrirtæki og fjármagnstekjur á Íslandi er með því lægsta sem gerist innan OECD og er enn haldið áfram á þeirri braut að lækka skatta á þessa aðila. Þannig liggur fyrir þinginu tillaga um að lækka tekjuskatt fyrirtækja um þrjú prósentustig. Með þessu frumvarpi er lagt til að söluhagnaður lögaðila af hlutabréfum verði gerður skattfrjáls. Þegar frumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir að frádráttur vegna kostnaðar við hlutabréfaviðskipti félli niður. Þessu breytti meiri hlutinn við 2. umræðu. Athygli vekur að farið var að óskum fjármálafyrirtækja í þessu efni en gengið gegn ábendingum og óskum verkalýðshreyfingarinnar. Minni hlutinn tekur undir sjónarmið ASÍ og telur að með frumvarpinu sé tekið skref í átt til takmarkalausrar skattasamkeppni þjóða sem ekki sér fyrir endann á. Þá er rétt að vekja sérstaka athygli á umsögn embættis ríkisskattstjóra um frumvarpið þar sem talað er um „stílbrot“ gagnvart meginreglu skattalaga. Enn er rétt að vekja athygli á sjónarmiðum sem fram komu hjá Eyþingi og fleirum varðandi mikilvægi þess að taka tillit til byggðasjónarmiða við verkaskiptingu innan skattkerfisins.
    Minni hlutinn leggst gegn samþykkt frumvarpsins.
    Grétar Mar Jónsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og styður þetta álit.


Alþingi, 6. maí 2008.



Ögmundur Jónasson.


Paul Nikolov.





Fylgiskjal I.


Umsögn frá Alþýðusambandi Íslands.
(7. mars 2008.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.


Viðbótarumsögn frá Alþýðusambandi Íslands.
(23. apríl 2008.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.


Minnisblað frá ríkisskattstjóra.
(18. apríl 2008.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IV.


Umsögn frá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
(13. mars 2008.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.