Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 541. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 968  —  541. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

Frá viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Atla Frey Guðmundsson og Jón Ögmund Þormóðsson frá viðskiptaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði um löggildingu rafverktaka verði sett í lög um öryggi raforkuveitna, neysluveitna og raffanga en hingað til hafa þessi ákvæði verið í reglugerð. Frumvarpið er m.a. lagt fram vegna athugasemda umboðsmanns Alþingis, sbr. mál nr. 4388/2005.
    Rétt er að taka fram að á vegum viðskiptaráðuneytis stendur yfir heildarendurskoðun á ákvæðum laganna.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali en þær eru flestar tilkomnar vegna athugasemda frá Neytendastofu sem annast löggildingu rafverktaka.
    Birkir J. Jónsson og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. maí 2008.



Ágúst Ólafur Ágústsson,


form., frsm.


Guðfinna S. Bjarnadóttir.


Jón Bjarnason.



Birgir Ármannsson.


Ellert B. Schram.


Jón Gunnarsson.



Björk Guðjónsdóttir.